Fréttablaðið - 27.11.2002, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 27.11.2002, Blaðsíða 22
MIÐVIKUDAGUR 27. nóvember 2002 23 Bréf Mariu Callas seld á uppboði: Vildi hefna sín á Onassis UPPBOÐ Persónuleg bréf sem óperu- dívan Maria Callas skrifaði um það leyti sem níu ára ástarsamband hennar og gríska skipakóngsins Aristoteles Onassis var í dauða- teygjunum verða seld á uppboði í Róm í dag. Í bréfum Callas, sem hún skrifaði söngkennara sínum Elvira De Hidalgo seint á sjöunda áratugnum, kemur fram ósk söng- konunnar um hefnd á milljóna- mæringnum og konunni sem hann var í þann veginn að giftast, Jacqueline Kennedy. Í bréfunum kemur einnig fram að þau eigi bæði skilið að engjast og þjást. Maria Callas lést í París í sept- ember árið 1977, 53 ára gömul. Söngkonan var þunglynd og ein- mana er hún lést. Á uppboðinu verða til sölu 11 af bréfum Callas og ljósmyndir úr safni söngkonunnar. Safnarar víða um heim hafa sýnt uppboðinu mik- inn áhuga og reiknað er með að bréfin seljist á að minnsta kosti 15.000 dollara. Grískir samlandar Callas og Onassis vonast til að eiga hæsta boð í bréfin. ■ TIL STYRKTAR EYÐNISJÚKUM Rapparinn P. Diddy var einn þeirra sem komu fram á tónleikum til styrktar HIV- smituðum í Höfðaborg í Suður-Afríku um helgina. Benedikt búálfur: Álfadrottn- ing fer í barn- eignarfrí LEIKLIST Næstkomandi sunnudag tekur Valgerður Guðnadóttir við hlutverki Brynhildar álfadrottn- ingar af Selmu Björnsdóttur í fjöl- skyldusöngleiknum um Benedikt búálf í Loftkastalanum. Selma er að fara í barneignarfrí og mun Val- gerður leika Brynhildi fram yfir áramót. Benedikt var frumsýndur í október og eru áætlaðar sýningar fram í miðjan desember og á milli jóla og nýárs. Aðrir leikarar eru: Björgvin F. Gíslason, Lára Sveins- dóttir, Jóhann Sigurðarson, Sveinn Þ. Geirsson, Tinna Hrafnsdóttir og Hinrik Ólafsson. Höfundur er Ólaf- ur Gunnar Guðlaugsson og tónlist- in er eftir Þorvald Bjarna Þor- valdsson. Leikstjóri er Gunnar Gunnsteinsson. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.