Fréttablaðið - 27.11.2002, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 27.11.2002, Blaðsíða 28
29MIÐVIKUDAGUR 27. nóvember 2002 FRÉTTIR AF FÓLKI KVIKMYNDIR Leikarinn Russell Crowe hefur heitið því að hysja upp um sig buxurnar og hætta að láta sjá sig drukkinn á almanna- færi. Crowe varð sér til skammar á dögunum á veitingastað í Lund- únum þegar hann hafði uppi mik- il drykkjulæti. Að sögn kunningja leikarans ætlar hann að draga úr drykkj- unni og reyna að haga sér eins og siðmenntaður maður í framtíð- inni. Paul Bettany, sem leikur með Crowe í kvikmyndinni „Master and Commander“, segir að Crowe sé misskilinn einstaklingur. „Það slæma orðspor sem fer af honum á ekki rétt á sér,“ sagði hann. ■ CROWE Ástralinn Russell Crowe varð sér til skammar í Lundúnum á dögunum. Russell Crowe: Dregur úr drykkjunni Kurr og kergja er meðal kven-frambjóðenda, einkum af yngri kynslóðinni, út í Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur og af- skipti hennar af prófkjöri flokks- systkina í Reykja- vík. Reykvísku konunum þótti súrt í broti að sjá nafn Þorgerðar Katrínar í auglýs- ingum ungu karl- anna, Sigurðar Kára Kristjáns- sonar, Guðlaugs Þórs Þórðarson- ar og Birgis Ármannssonar eða þríburanna svokölluðu, Sigga, Gulla og Bigga. Ungum kven- frambjóðendum í prófkjörinu fannst að stuðningur Þorgerðar Katrínar hefði mátt vera jafnari kynjalega séð, henni hefði átt að renna blóðið til skyldunnar. „Eins gott að hún er ekki í prófkjöri í sínu kjördæmi,“ sagði ein hinna súru reykvísku kvenna um Þor- gerði Katrínu. Ungir framsóknarmenn íReykjavík norður eru að hefja félagsstarfið að nýju og bregða á það ráð að halda opið hús í húsakynnum sínum í kvöld til að fjalla um Jón Baldvin Hannibalsson, sem einhvern tíma var kallaður mesti fjandi Fram- sóknar. Nú bregður hins vegar svo við að ævisöguritari hans, Kolbrún Bergþórsdóttir, er köll- uð á fund ungra framsóknar- manna til að ræða manninn Jón Baldvin og pólitíkina þegar hann var upp á sitt besta, eins og segir í fundarboði. Í fundarboðinu eru framsóknarmenn hvattir til að mæta og sagt kjörið að mæta í fötum frá níunda áratugnum til að ná upp réttu stemningunni. Nokkra athygli vakti viðtal íFréttablaðinu við vændis- konuna í Hafnarfirði sem reið á vaðið og lækkaði verð á þjónustu sinni um helming. Vændiskonan selur sig á Netinu og birtir þar tilboð sín, sem eru hin margvís- legustu. Ísland í bítið á Stöð 2 tók málið upp og fékk alþingis- menn til þess að ræða mál vændiskvenna og lausnir við vandanum. Þórhallur Gunnars- son, annar umsjónarmanna þátt- arins, opnaði umræðuna með því að lýsa því að konan í Hafnar- firði hefði lækkað verðið. „Hún er eins konar Jóhanna í Bónus,“ sagði hann og leit glottandi á hinn umsjónarmanninn, Jóhönnu Vilhjálmsdóttur, sem tók því af karlmennsku að hafa eignast nöfnu í Hafnarfirði. Heimildir Fréttablaðsinsherma að það hafi verið með vilja forystu Sjálfstæðis- flokksins að Kristján Pálsson alþingismaður var sleginn af í uppstillingu í Suðurkjördæmi. Kristján þykir ekki rekast sér- staklega vel í flokki og hann hefur gjarnan tekið upp mál sem eru Davíð Oddssyni for- manni lítt að skapi. Kristján er einn þeirra þingmanna sem skeytir lítt um flokkslínur og því fékk hann hárbeitta reglu- strikuna í hausinn. En óvíst er að málinu sé lokið því Suður- nesjamenn eru sumir hverjir ævareiðir og spurt er hvort sér- framboð spretti af aftökunni.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.