Fréttablaðið - 27.11.2002, Blaðsíða 9

Fréttablaðið - 27.11.2002, Blaðsíða 9
10 27. nóvember 2002 MIÐVIKUDAGUR Karlmaður dæmdur í fjögurra ára fangelsi: Sviðsetti dauða sinn 11. september ÁRÁS Á BANDARÍKIN Steven Chin Leung, karlmaður frá Hong Kong sem sviðsetti dauða sinn eftir að ráðist var á World Trade Center- tvíburaturnana í fyrra, hefur verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi. Maðurinn þóttist vera bróðir sinn þegar hann reyndi að verða sér úti um dánarvottorð fyrir sjálf- an sig. Þannig vonaðist hann til þess að kærur gegn honum fyrir vegabréfssvik á Hawaii yrðu felld- ar niður. Bjó hann til falsaðan tölvupóst sem sýndi að hann hefði unnið í World Trade Center hjá fyrirtæki sem missti um 650 starfsmenn í hryðjuverkunum. Dómaranum í málinu var ekki skemmt og fordæmdi Leung fyrir „algera eigingirni“ og sagði hann vera sekan um „skammarlegt at- hæfi.“ Dómurinn yfir Leung var 18 mánuðum lengri en venjulega er miðað við í málum sem þessum. Í stað þess að fá hugsanlega skilorðsbundinn dóm fyrir vega- bréfssvikin á Hawaii þarf maður- inn nú að dúsa næstu fjögur árin á bak við lás og slá. ■ WORLD TRADE CENTER Hefði maðurinn verið fundinn sekur um vegabréfssvik á Hawaii hefði hann líklega fengið skilorðsbundið fangelsi. Nú hefur hann verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi. VÆNDI „Vændi er félagslegt vandamál sem fólk leiðist út í af neyð,“ segir Þórunn Sveinbjarn- ardóttir, alþingis- maður Samfylk- ingar, um ástæður þess að fólk legg- ur fyrir sig þann starfa að selja lík- ama sinn. F r é t t a b l a ð i ð hefur undanfarið skoðað vændismarkaðinn á Ís- landi. Niðurstaðan er sú að sala á vændi fari að langmestu leyti fram á Netinu en þjónustan er veitt í heimahúsum eða þar sem vændiskonur hafa komið sér upp aðstöðu. Tugir kvenna stunda vændi með þessum hætti og lík- legt þykir að þær séu um 70. Fréttablaðið hefur undanfarið hitt nokkrar vændiskonur. Meðal þeirra sem blaðið hefur rætt við er vændiskona á fimmtugsaldri sem stundað hefur þessa grein með hléum í 20 ár. Hún sagðist hafa farið út í vændi vegna þess að hún er ómenntuð og hefði ekki úr öðrum störfum að velja en láglaunastörfum. Hún staðhæfði að henni líkaði starfið vel. Önnur vændiskona sem einnig mark- aðssetur sig á Netinu lýsti því í Fréttablaðinu hvers vegna hún lækkaði verð á þjónustu sinni um helming frá því sem þegjandi samkomulag hafði verið um. Hún taldi sanngjarnt að íslenskir karlmenn sætu við sama borð og karlar á Norðurlöndunum sem greiða sambærilegt verð við það sem hún býð- ur. Í Íslandi í bítið á Stöð 2 í fyrradag var rætt við blá- fátækt sam- býlisfólk sem stundar vændi að eigin sögn af neyð. „Ég verð að selja mig til að eiga fyrir bleium og barnamat,“ sagði fátæka vændiskonan sem selur sig ásamt manni sínum. Saman eiga þau nokkurra mánaða gamalt barn og búa í lítilli íbúð í úthverfi borgarinnar. „Þetta er viðbjóður og ég vil losna sem fyrst,“ sagði fátæka vændiskonan við Frétta- blaðið. Ekkert af þessu fólki greiðir skatta eða önnur gjöld af launum sínum, sem oft eru hundruð þús- unda króna á mánuði. Þórunn alþingismaður vill að sala á kynlífsþjónustu verði ekki refsiverð samkvæmt lögum. „Með afnámi refsingar við að selja sig opnast leiðir fyrir þess- ar konur til að leita aðstoðar til að komast út úr þessum víta- hring,“ segir Þórunn. Hún segist höll undir þau sjónarmið að gert verði refsivert að kaupa kynlífsþjónustu. „Sá sem kaupir er að notfæra sér neyð annarrar manneskju,“ segir Þórunn. rt@frettabladid.is MISMUNANDI ÁSTÆÐUR Allar gerðir kvenna leggja fyrir sig vændi. Sumar stunda slíkt vegna fátæktar en aðrar vegna þess að afkoman er góð. „Sá sem kaup- ir er að not- færa sér neyð annarrar manneskju.“ ÞÓRUNN SVEIN- BJARNARDÓTTIR Vill hjálpa vændiskon- um að komast út úr greininni. Hjálparsími Rauða krossins opnaður: Hægt að hringja í 1717 og fá hjálp HEILBRIGÐISMÁL Í gær var opnaður nýr hjálpar- og neyðarsími sem op- inn verður allan sólahringinn. Síma- númerið er 1717 og geta allir sem þurfa hjálpar við vegna depurðar, kvíða, þunglyndis eða sjálfsvígs- hugleiðinga hringt og fengið aðstoð. Að þjónustunni standa Rauði kross Íslands, Landlæknisembætt- ið, Neyðarlínan og geðsvið Land- spítala - háskólasjúkrahúss og skrif- uðu fulltrúar þeirra undir yfirlýs- ingu um samstarf í Rauðakross- húsinu í gær. Sigrún Árnadóttir, fram- kvæmdastjóri Rauða krossins, sagði að tilgangurinn væri að vera til staðar fyrir þá sem finnst þeir vera komnir í öngstræti en vilja þiggja aðstoð. Hún sagði að með því gætu þeir sem hringdu fundið til- gang með lífinu að nýju. „Það eru of margir sem á einhverjum tíma- punkti sjá enga aðra útleið en að taka líf sitt. Einkum er það ungt fólk sem er í hættu.“ Kannanir benda til að margir þeirra sem gera tilraun til sjálfs- vígs vilji í raun ekki deyja en finnist lífið of erfitt til að geta höndlað það. Halldóra Ólafsdóttir yfirlæknir á geðsviði Landspítala sagði að veturnir væru alltaf erfiðari fyrir þá sem ættu við geðræn vandamál að stríða. Einkum væri tíminn eftir jól þeim erfiður. Símaþjónustan er útvíkkun á þeirri þjónustu sem lengi hefur ver- ið til staðar í Rauðakrosshúsinu og munu sjálfboðaliðar og starfsmenn þess svara í símann. Hægt verður að beina símtölum áfram á geðsvið Landspítala, þar sem hjúkrunar- fræðingar og læknar taka við sím- talinu ef mat þeirra sem svara er að þess gerist þörf. Síminn er aðal- styrktaraðili Hjálparsímans en Tal og Íslandssími hafa ákveðið að gefa eftir gjald vegna símtala í 1717. ■ Fólk fer í vændi út af sárri neyð Með afnámi refsingar opnast leiðir fyrir þessar konur til að komast út úr þessum vítahring, segir Þórunn Sveinbjarnardóttir alþingismaður. ÆTLAÐUR ÞEIM SEM ERU Í SÁRRI NEYÐ Þjálfað starfsfólk svarar í símann og er til staðar fyrir þá sem eiga við geðræn vandamál að stríða eða eru í sjálfsvígshugleiðingum. SVONA ERUM VIÐ BRUNAR EFTIR BRUNASTAÐ 1995-2001* Ein- og tvíbýlishús: 162/37% Fjölbýlishús: 121/27% Iðnaðarhúsnæði og verkstæði: 36/8% Landbúnaðarhúsnæði: 25/6% Opinberar byggingar: 32/7% Skrifstofuhúsnæði: 46/10% Annað: 21/5% Alls: 443/100% *heimild: Löggildingarstofa BRUNAR AF VÖLDUM RAFMAGNS Brunar af völdum rafmagns eru algengari í heimahúsum en í atvinnuhúsnæði eða mannvirkjum. Vægi íbúðarhúsnæðis var þó heldur minna á síðasta ári, eða 62%, en á tímabilinu í heild sinni. Vægi bruna í heimahúsum er 65% frá 1995 til 2001. Sigurstjarnan, Bláu húsin Fákafeni, s. 588-4545 Einnig opið um helgar. Verið velkomin. 100% mesta vöruúrval á fermetra. Austurlenskt bollastell og aðrir skrautmunir með ekta gyllingu, einnig glæsileg glös og pottar. Ótrúlegt úrval öðruvísi gjafavöru. Heitasta búðin í bænum

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.