Fréttablaðið - 27.11.2002, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 27.11.2002, Blaðsíða 29
30 27. nóvember 2002 MIÐVIKUDAGUR HÚSIÐ Fjölbýlishúsiðvið Skafta- hlíð 12-22 var reist árið 1955 fyrir 18 félaga í Starfsmannafé- lagi Stjórnar- ráðsins. Húsið er eitt þekktasta verk arkitekts- ins Sigvalda Thordarsonar og ber það greinileg höfundarein- kenni hans. Litasamsetningin á út- veggjum hússins vekur athygli en litaval Sigvalda gaf tóninn fyrir það sem koma skyldi í hans síðari verk- um. Húsið skiptist í sex ferhyrndar einingar sem eru samfastar á horn- unum. Lögð var áhersla á það að hver íbúð nyti kosta sérbýlis og því er aðeins ein íbúð á hæð í hverjum stigagangi. Fyrir vikið hefur hver íbúð glugga á fjórum hliðum og nýt- ur sólar úr öllum áttum. ■ Kann tvö púsluspil, eitt létt og eitt erfitt Undanfarnar vikur hefur lítil hnáta með ljósa tíkarspena glatt hjörtu landsmanna með söng í sjónvarpsauglýsingu um malt og appelsín. Stelpuskottan heitir Þorbjörg Erna Mímisdóttir og er fimm ára. Hún er alltaf kölluð Tobba. SÖNGKONA „Ég er búin að syngja í tveimur auglýsingum,“ segir Tobba. „Einni bara fyrir appelsín og einni fyrir malt og appelsín. Ég kunni alveg lagið, það heitir Skín í rauðar skotthúfur. Svo er ég líka búin að syngja í fleiri aug- lýsingum sem eru ekki búnar að birtast, Bjart er yfir Betlehem og Jólasveinar ganga um gólf.“ Tobba segir að það sé ekkert erfitt að leika í svona auglýsing- um. „Nei, bara gaman,“ segir hún. „Maður þarf soldið að bíða og gera aftur og aftur, en það er ekkert leiðinlegt.“ Hún telur ekki að hún sé orðin neitt ofsalega fræg, en viður- kennir að stundum þekki fólk hana á götu og krakkarnir í leik- skólanum spyrji hvernig sé að vera í sjónvarpinu. En hvað finnst henni skemmtilegast að gera? „Púsla,“ segir hún án þess að hika. „Ég kann tvö púsluspil, eitt létt og eitt erfitt. Og perla. Maður straujar og svo er hægt að gera hálsmen. Það er líka gaman að leika með Barbí og horfa á barnaefni.“ Uppáhaldsmyndin hennar Tobbu er ævintýrið um Ösku- busku. „Öskubuska átti tvær systur, þær voru sko stjúpsyst- ur,“ segir hún með áherslu. „Þær voru svo leiðinlegar, Öskubuska átti alveg falleg föt, en þær tóku þau af henni. Ég hlakka líka til að undirbúa jólin,“ segir Tobba dreymin. „Maður setur jóladót í gluggann, seríu og svoleiðis.“ Að- spurð af hverju við höldum jól segir hún að það sé auðvitað út af gjöfunum. En af hverju fáum við gjafir? „Nú, af því það eru jól,“ svarar hún, steinhissa á fáfræði spyrjandans. „Svo á nú Jesús af- mæli,“ bætir hún við. Foreldrar Tobbu eru Elín Hilmarsdóttir og Mímir Völund- arson. „Svo á ég einn bróður, hann Völla,“ segir Tobba og er farin að ókyrrast í sætinu. „Hann vinnur í Krónunni,“ segir hún að lokum og snýr sér að því að stilla sér upp fyrir ljós- myndarann. ■ TÍMAMÓT PERSÓNAN RITHÖFUNDUR „Maður skrifar alltaf eitthvað út frá sinni eigin persónu og bókin endurspeglar kannski veruleika ungs fólks í dag en það held ég að væri léleg bók ef hún takmarkaðist við það,“ segir rithöfundurinn Steinar Bragi um bók sína Áhyggjudúkk- ur. Hann segist þó ekki hafa sótt meðvitað í heim ungs fólks. „Ungt fólk er mannlegt og það hlýtur líka að segja eitthvað um samtímann. Það að það skuli fest- ast við einhverjar bækur hjá ungu fólki að þær endurspegli veruleika ungs fólks segir kannski eitthvað um þessa eldri menn sem eru að skrifa í dag. Hvað endurspegla þeir? Það er eins og þeir endurspegli ekkert nema eigið áframhald, komandi verk í trílógíunni og fleira.“ Steinar Bragi er Árbæingur og gekk á sínum tíma í Mennta- skólann við Sund og sagan segir að hann hafi nánast aldrei sést í tíma. „Ég hef alltaf átt erfitt með félagslegt samneyti og hópa- myndanir. Ég var bara heima hjá mér að sofa mestmegnis og nám- ið gekk ágætlega.“ Hann vakti fyrst athygli með ljóðabókum sínum en Áhyggjudúkkur er önn- ur skáldsaga hans og hann skýtur ekki loku fyrir það að hann muni segja skilið við ljóðið. „Ég veit það ekki. Það gæti al- veg eins gerst. Það kvikna þarna ljómar og kenndir sem velta sér út í texta og það er svo bara happa og glappa hvar hann lend- ir. Ég hef ekkert verið að setjast niður og leggja niður fyrir mér mun á formum og hvers eðlis hvert form er. Ég held að það gæti orðið mjög truflandi. Hvað viðtökur og undirtektir varðar er hægt að segja að ljóðið sé dautt. Þá er ég ekkert að tala um hversu mikil gæði búi í ljóðinu í dag. Það bara skilar sér ekki til lesenda og sjálfsagt hefur sjald- an verið til dauðara form á Ís- landi en ljóðið.“ ■ Steinar Bragi vakti fyrst athygli sem ljóðskáld en hefur nú gefið út aðra skáldsögu sína. Áfangi Sofandi ljóðskáld í menntó TOBBA LITLA Hlakkar mikið til jólanna og segir öruggt að hún fái nammidagatal og eitthvað í skóinn. JARÐARFARIR 13.30 Egill Guðmundsson verður jarð- sunginn frá Garðakirkju á Garða- holti. 13.30 Guðmundur Kristján Hermanns- son, Lautarsmára 3, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Digranes- kirkju. 13.30 Herdís Símonardóttir, Miklubraut 88, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju. 13.30 Ingibjörg Ólafsdóttir, Víðigrund 55, Kópavogi, verður jarðsungin frá Kópavogskirkju. 14.00 Páll Ólafsson, Hringbraut 48, Kefla- vík, verður jarðsunginn frá Keflavík- urkirkju. 15.00 Gunnar Árnason, Grundarstíg 8, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík. 15.00 Kristján Jóhann Agnarsson, Hegra- nesi 19, Garðabæ, verður jarðsung- inn frá Fríkirkjunni í Reykjavík. AFMÆLI Edda Heiðrún Backman leikkona er 45 ára í dag. ANDLÁT Helga Þórarinsdóttir, Hringbraut 69, Hafnarfirði, lést 24. nóvember. Sigríður Erla Sigurbjörnsdóttir lést 24. nóvember. Jónína Þorgrímsdóttir frá Raufarfelli lést 24. nóvember. Svanhildur Eggertsdóttir, frá Holtseli í Eyjafjarðarsveit, lést 23. nóvember. Þorsteinn Þorsteinsson lést í Reykjavík 23. nóvember. Örn Traustason lést í Ghana 23. nóvem- ber. Karl Gunnarsson, áður á Kleppsvegi 140, Reykjavík, lést 22. nóvember. Eiríkur Sæland, garðyrkjubóndi, Espiflöt, lést 22. nóvember. Carol Speede, Sólheimum 2, Breiðdalsvík, lést 21. nóvember. MEÐ SÚRMJÓLKINNI Vegna frétta af rauðum jólum skal tekið fram að jólatrén verða eftir sem áður græn. Leiðrétting KROSSGÁTA LÓÐRÉTT: 1 athygli, 2 hræðsla, 3 óvinur, 4 flekklaus, 5 fífl, 6 farfa, 7 dugði, 8 fiskiskip, 11 menn, 14 hljóms, 16 ýfði, 18 stingur, 20 kafur, 21 fyrirlestur, 23 geðvonds, 26 þróa, 28 fjas, 30 skelin, 31 spyrja, 33 planta. LÁRÉTT: 1 dæld, 4 mikilfengleg, 9 vatnið. 10 kæpa, 12 stakt, 13 áleit, 15 etja, 17 rudda, 19 kaun, 20 ljómaði, 22 stafagerð, 24 skjól, 25 skítur, 27 tryllir, 29 ískraði, 32 þrábeiðni, 34 eljusöm, 35 kurfana, 36 sindra, 37 venda. Lausn á síðustu krossgátu: Lárétt: 1 höft, 4 fækkun, 9 úreltur, 10 únsa, 12 ætla, 13 kassar, 15 autt, 17 suða, 19 mái, 20 skrið, 22 stinn, 24 trú, 25 nasi, 27 rima, 29 ranann, 32 fumi, 34 duga, 35 örendum, 36 Satans, 37 rugg. Lóðrétt: 1 hnúk, 2 fúss, 3 trassi, 4 flærð, 5 ætt, 6 kula, 7 kraumi, 8 nautin, 11 naskri, 14 auðn, 16 táning, 18 assa, 20 stráks, 21 rúmföt, 23 tindur, 26 arins, 28 aura, 30 augu, 31 nagg, 33 men. Auður Jónsdóttir. Frakklands. Uppstillingarnefndar sjálf- stæðismanna í Suðurkjör- dæmi. 1. 2. 3. Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 STEINAR BRAGI „Ég hef fylgst með þeim dómum sem bók- in hefur verið að fá og hef svo sem ekkert um þá að segja annað en það að mér sýn- ist þeir vera góðir í tvennum skilningi, þar sem fólk virðist ná því hvað maður var að segja og fara.“ Ef Barbie er svona vinsæl,hvernig í ósköpunum stendur þá á því að það þarf að kaupa handa henni eiginmann? FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.