Fréttablaðið - 05.12.2002, Side 10
10 5. desember 2002 FIMMTUDAGUR
Grindavík:
Fannst
látinn í
höfninni
LÖGREGLUMÁL Færeyskur sjómaður
fannst látinn í höfninni í Grinda-
vík síðdegis í fyrradag. Hann var
skipverji á færeysku skipi sem lá
við bryggju. Síðast sást til hans á
veitingahúsi um nóttina. Þegar
hann skilaði sér ekki var hafin leit
að honum og fannst hann sem fyrr
látinn skammt frá skipinu. Að
sögn rannsóknarlögreglunnar í
Keflavík er talið að maðurinn hafi
fallið milli skips og bryggju. Mjög
hvasst var í veðri þegar
atburðurinn átti sér stað og ýtir
það enn frekar undir þá kenningu.
Rannsókn málsins er ekki lokið.
Maðurinn var 35 ára gamall og
færeyskur ríkisborgari. ■
MENNTUN Stjórnendur læknadeild-
ar Háskóla Íslands hafa ákveðið að
fella niður hluta af úrtökuprófi
fyrsta árs læknanema sem haldið
var í nóvember vegna athuga-
semda sem fram hafa komið. Mik-
illar óánægju hefur gætt meðal
nemenda með ákveðna hluta prófs-
ins, svo sem þann fyrsta, þar sem
nemendur töldu að um væri að
ræða Raven greindarpróf og þá
hefði átt að láta vita af slíku fyrir
fram. Málið fór fyrir Stúdentaráð,
sem vísaði því til umsagnar Sál-
fræðingafélags Íslands.
Annar hluti prófsins var einnig
umdeildur en þar var um að ræða
próf í almennri þekkingu. Meðal
annars var spurt um það hvernig
Barbapabbi væri á litinn. Bent
var á að stúdentar eru flestir um
tvítugt og því ekki af þeirri kyn-
slóð sem horfði á teiknimyndir af
fígúrunni í sjónvarpi á sínum
tíma.
Nú hefur verið ákveðið að
ómerkja greindarprófið. Þetta var
tilkynnt í fyrradag en jafnframt
því að greindarprófið falli niður
eykst vægi annarra prófhluta. Þar
með vegur Barbapabbaspurning-
ingin enn meira en fyrr. Þriðjung-
ur þeirra sem taka prófið fær að
halda áfram og því ljóst að nú eiga
þeir enn frekar örlög sín undir
Barbapabba. ■
Háskóli Íslands:
Vægi Barba-
pabba eykst
STJÓRNMÁL Sitjandi þingmenn Sam-
fylkingar eru að vissu marki í ör-
uggum þingsætum en nýliðar í bar-
áttusætum á framboðslistum
flokksins sem hafa litið dagsins ljós
að undanförnu. Á
þessu eru vissulega
undantekningar.
Gísli S. Einarsson
þingmaður situr í
þriðja sætinu í Norð-
vesturkjördæmi og
gæti reynst erfitt
fyrir flokkinn að sækja það sæti en
varaþingmaðurinn Anna Kristín
Jónsdóttir er hins vegar í 2. sætinu,
sem ætti að vera nokkuð öruggt. Þá
hafa nokkrir nýliðanna á suðvestur-
horninu ástæðu til bjartsýni.
Miðað við að Samfylkingin fái
svipaðan þingmannafjölda og síðast
má gera ráð fyrir að meðalaldur
þingflokksins lækki um ríflega þrjú
ár og meira ef flokknum tekst að
bæta við sig þingsætum.
Sviptingum á fylgi Samfylkingar
samkvæmt skoðanakönnunum má
helst líkja við rússibanareið. Flokk-
urinn hefur farið frá því að mælast
í um 40% fylgi í kringum prófkjör
flokksins fyrir síðustu þingkosning-
ar í það að mælast aðeins um 13,5%
fylgi fyrir rétt rúmlega ári síðan. Í
nýjustu könnun Gallup mælist fylg-
ið svo 32%.
„Ég held að þessi langi með-
göngutími þar sem flokkurinn er
búinn að rokka allt niður í 14% fylgi
og upp í 32% núna segi okkur að það
sé mikið flökt á fólki. Ég hef sagt að
það sé ekki svo slæmt,“ segir Guð-
mundur Oddsson, skólastjóri og
bæjarfulltrúi Alþýðuflokksins í
Kópavogi til margra ára. Hann seg-
ir skoðanakönnunina nú gefa vonir
um að til sé að verða flokkur sem sé
nógu stór til að geta valið sér sam-
starfsaðila í ríkisstjórn. „Ég veit
náttúrulega ekki hvort þetta sé for-
ystunni að þakka, eða kenna,“ segir
hann en telur að flokknum hafi tek-
ist upp við val á lista án þess að til of
mikilla átaka kæmi auk þess sem
sumir telji góðan hlut kvenna hafa
skilað sér í atkvæðum kynsystra
þeirra.
„Ef þú leggur upp í þessa baráttu
í þokkalegum friði er ég á því að það
þurfi talsverða kunnáttu og leikni
til að spilla þeim friði,“ segir Guð-
mundur og kveðst ekki sjá mikil
merki um átök í flokknum. Helst
hafi komið til deilna í Norðvestur-
kjördæmi þar sem Gísli S. Einars-
son og Karl V. Matthíasson tókust á
um þriðja sætið. „Það er dálítill hér-
aðs- og flokkarígur þar frekar en
illindi á milli manna.“
„Það hefur mikil orka farið í það
að ná þessari hjörð saman og menn
verið miskátir með forystu flokks-
ins. Það er ákveðin stjórnkúnst að
halda þessari hjörð saman. Verk-
efni morgundagsins er að halda
fastar utan um þetta.“
brynjolfur@frettabladid.is
Almennt má segja að þingmenn Samfylkingar hafi raðast í öruggu sætin á
framboðslistum meðan nýliðarnir verða að berjast fyrir þingsætum sínum.
Meðalaldur þingmanna gæti lækkað um þrjú ár við næstu kosningar.
Nýliðarnir í
baráttusætunum
SKIPTING EFSTU
FRAMBJÓÐENDA
Aldur Karlar Konur
18-30 1 1
31-40 3 1
41-50 5 2
51-60 3 4
61- 0 1
Samtals 12 9
NOKKRIR ÞINGMENN SAMFYLKINGAR
Meðalaldur þingmanna Samfylkingar lækkar að líkindum um þrjú ár og jafnvel meira ef
flokkurinn bætir við sig þingmönnum.
„Ég veit nátt-
úrulega ekki
hvort þetta sé
forystunni að
þakka.“
Mansal og hórumang:
Stúlkurnar
innilokaðar
STOKKHÓLMUR Maður og kona á
sextugsaldri voru handtekin í
Stokkhólmi á mánudag grunuð
um að hafa hneppt stúlkur frá
Eystrasaltslöndunum í kynlífs-
þrælkun. Konan rak vændishús
í norðurhluta Stokkhólms.
Stúlkurnar voru innilokaðar og
voru til reiðu fyrir kúnna allan
sólarhringinn. Af greiðslu
kúnnanna tók konan 70%.
Stúlkurnar fengu ekki að fara
út úr húsi í frítíma sínum. Tvær
ungar stúlkur frá Eistlandi
voru í íbúð konunnar þegar
sænska lögreglan lét til skara
skríða. ■
EKIÐ Á DRENG Ekið var á tólf ára
pilt á mótum Hagamels og Reyni-
mels rétt fyrir klukkan átta í gær-
morgun. Drengurinn var á leið í
skóla. Hann meiddist lítilega. Að
sögn lögreglu sá ökumaðurinn pilt-
inn ekki tímanlega, en hann var
ekki með endurskinsmerki. Hvetur
lögregla unga sem aldna að nota
slík merki.
PENINGASKÁPUR Í ÓSKILUM Lög-
reglan í Reykjavík hefur undir
höndum læstan peningaskáp, sem
fannst nýlega í austurborginni. Sá
sem telur sig eiga skápinn getur
vitjað hans á lögreglustöðinni.
SKERÐINGARHLUTFALL LÆKKAÐ
Skerðingarhlutfall tekjutrygging-
arauka lækkar úr 67% í 45% og
tekjutrygging hækkar vegna sam-
komulags stjórnvalda og samtaka
eldri borgara. Í greinargerð með
frumvarpi heilbrigðisráðherra seg-
ir að kostnaður við þetta sé áætlað-
ur 250 milljónir króna.
Ísafjörður:
Framleiðsla
á sushi
stöðvast
MATVÆLI Framleiðsla á sushi-rétt-
um í verksmiðju Sindrabergs á
Ísafirði stöðvast frá og með
næsta mánudegi og fram í janú-
ar. Ástæðan er sögð birgðasöfn-
un. Um 20 starfsmönnum verk-
smiðjunnar verður ekki sagt
upp. Sala á framleiðslu Sindra-
bergs á þessu ári er svipuð og
allt árið í fyrra en í héraðs-
fréttablaðinu BB á Ísafirði segir
að neytendamarkaðurinn í Bret-
landi hafi brugðist.
Haft er eftir Elíasi Jónatans-
syni að samningar um sölu á
neytendamarkaði í Bretlandi
hafi ekki skilað því sem ætlað
var og því hafi verið ákveðið að
hætta að selja þangað. ■
LÖGREGLUFRÉTTIR
SVONA ERUM VIÐ
Meðalaldur brúðhjóna hefur hækkað
stöðug frá því um 1970. Íslenska hippa-
kynslóðin gekk yngri í hjónaband, þeir
sem á annað borð giftu sig, en fólk í dag.
Meðalaldur kvenna er alltaf aðeins lægri
en karla en munurinn kynjanna helst sá
sami, hér um bil þrjú ár.
KJÖRKASSINN
Meðalaldur brúðhjóna*
1971-1975:
1986-1990:
1996-2000:
*HEIMILD: HAGSTOFAN
STJÓRNMÁL Þrengri skorður verða
settar við því hvernig sauðfjár-
bændur komast undan útflutn-
ingsskyldu. Þetta verður gert til
að ná betur þeim markmiðum sem
unnið var eftir þegar ákveðið var
að veita vissar undanþágur frá út-
flutningi.
Bændur hafa getað komist hjá
útflutningsskyldu hafi þeir verið
með innan við 70 kindur fyrir
hver hundrað ærgildi sem þeir
hafa yfir að ráða. Tilgangurinn
með því er að draga úr fram-
leiðslu með því að bændur fækk-
uðu kindum til að komast hjá því
að þurfa að flytja hluta fram-
leiðslunnar út fyrir lítið fé.
Að sögn Sveinbjörns Eyjólfs-
sonar, aðstoðarmanns landbúnað-
arráðherra, hefur reynslan verið
sú að helmingur þeirra bænda
sem komast hjá útflutningsskyldu
hafa keypt ærgildi til að komast
inn í svokallaða 0,7 reglu, sem
undanskilur bændur útflutnings-
skyldu. Þetta hafi unnið gegn
markmiðum sem reglan byggir á.
Fyrir það er tekið í frumvarpi
sem landbúnaðarráðherra hefur
fengið samþykkt í ríkisstjórn. ■
Útflutningsskylda kindakjöts:
Þrengt að undanþágum
KINDUR Á BEIT
Bændur geta fækkað kindum til að komast
hjá útflutningsskyldu. Tekið verður fyrir að
menn geti komist hjá útflutningsskyldu
með því að auka greiðslumark sitt.
Karlar 27
Konur 24
Karlar 30
Konur 27
Karlar 35
Konur 32
Andlegi skólinn
Sálarjóga
Einkatímar í desember í sálarjóga.
Upplýsingar í síma 553 6537 og 695 9917.