Fréttablaðið - 05.12.2002, Page 12

Fréttablaðið - 05.12.2002, Page 12
Eftir örfáa daga lýkur verkefnumað mestu á einum fjölmennasta vinnustað iðnaðarmanna á höfuð- borgarsvæðinu: Nýbyggingu höfuð- stöðva Orkuveitu Reykjavíkur. Þær byggingarframkvæmdir, þar sem hýst verður á einum stað sameinað fyrirtæki þriggja fyrrum veitna borgarinnar, hafa verið mikil vítamínsprauta í öllu atvinnulífi á höfuðborgarsvæðinu þar sem hundruð manna hafa haft atvinnu. Áhrifa þessara umsvifa hefur gætt um allt efnahagslífið eins og gerist með framkvæmdir af þessu tagi, öll- um til hagsbóta. Nú dregur hins vegar hratt saman á öllum sviðum í atvinnulífi lands- manna. Fyrir er mikill samdráttur og at- vinnulausum fjölgar með ógnar- hraða. Talað er um að ekki sé óvarlegt að ætla að atvinnulausir verði um átta þúsund eftir fjóra mánuði. Enn eru sveiflur í hagkerfi okkar Íslendinga allt of miklar. Á undan- förnum árum hafa þær verið mildað- ar með erlendum lántökum. Og fá- breytnin er reyndar mikil þegar að er gáð. Menn ganga ekki lengur að störf- um í svonefndum upplýsingaiðnaði. Eða í líftækniiðnaði. Og ungt fólk hef- ur ekki lengur leyfi til þess að skella sér á sjóinn til þess að rétta af fjár- haginn. Við eigum ekki lengur fiskinn í sjónum. Ekki flá menn lengur feitan gölt á verðbréfamarkaði. Og ferðaþjónustan á greinilega lengra í land, m.a. vegna ótrúlegs seinagangs við fjárfestingu ríkis og borgar í ráðstefnu- og tónlistarhöll, sem allt bendir þó til að geti orðið sú mikla lyftistöng sem til þarf á því sviði. Hún ein og sér leysir þó engan veginn þann vanda sem við blasir til framtíðar. Náttúruverndarsamtök Íslands, sem ég hélt að væru fjárvana áhuga- mannasamtök eins og öll slík, auglýsa þessa dagana í sjónvarpi á dýrasta tíma þá skoðun sína að „það tapa allir á Kárahnjúkavirkjun“. Fyrir utan nánari skýringu á þeirri fullyrðingu þætti mér fróðlegt að vita hver borg- ar þá herferð. Það tapa hins vegar allir á því að áform um byggingu þriggja álvera bíða fyrir utan íslenskt hagkerfi og hafa beðið lengi. Þeir sem hæst hafa látið gegn áformum um virkjanaframkvæmdir hafa með einhverjum hætti komist undan því að svara hvað gera eigi í staðinn. Ég ætla ekki að henda á lofti grín um að menn geti bara farið í skóla eða að tína ber. En þeir sem hæst hafa gegn áformum um virkj- anaframkvæmdir geta ekki komist upp með að láta eins og samdráttar- skeið séu náttúrulögmál eða að brott- flutningur fólks og eyðing heilu byggðanna verði bara af því bara. Það þarf a.m.k. að mínu viti ansi harðsvírðaða menn til þess að horfa framan í átta þúsund atvinnulausa menn á næstu mánuðum og segja: „Það tapa allir á Kárahnjúkavirkjun“. ■ 12 5. desember 2002 FIMMTUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Þverholti 9, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. BRÉF TIL BLAÐSINS Ístríðslok 1945 bjuggu 12.267manns á Vestfjörðum. Þá voru Íslendingar 130.356. Vestfirðingar voru því 9,4 prósent mannfjöldans. Í dag eru íbúar Vest- fjarða þriðjungi færri en í stríðslok – eða 8.014. Íslend- ingum hefur hins vegar fjölgað um nærri 120 prósent, eru í dag um 286.250. Aðeins 2,8 prósent þeirra búa á Vestfjörðum. Það er hins vegar spurning hvort Vestfirðingum hafi fækkað. Ég held ekki. Þeim hefði fækkað ef skæðar drepsóttir hefðu lagst yfir skagann og fellt íbúana. Það gerðist ekki. Vestfirðingar fluttu einfaldlega burtu og flestir til Reykjavíkur og nágrennis. Þar búa þeir sem Vest- firðingar í bænum. Sú sjálfsmynd eldist reyndar af kynslóðunum – en það er annað mál. Ef Vestfirðingar eru jafn stór hluti þjóðarinnar og í stríðslok má ætla að þeir séu nærri 27 þúsund alls. Þar af búa bara 8 þúsund á Vest- fjörðum en 19 þúsund í Reykjavík og nágrenni. Þetta er að vísu töluleg einföldun. Á Vestfjörðum búa fleiri en Vestfirðingar – ekki síst fólk fætt í Póllandi og Asíu. Brottfluttir Vest- firðingar eru því enn fleiri en ein- faldur töluleikur segir til um. Ástæða þess að ég fer með þessu almæltu sannindi er að það er ekki að sjá annað en að þessar samfé- lagsbreytingar hafi farið framhjá Alþingismönnum. Þeir ræða enn um landshluta sem fasta heild; varan- legt hugtak. Þeir vilja verja byggð sem er brostin, brúa ár sem enginn á lengur leið yfir, byggja þar sem engin er þörfin. Ég kasta því hér fram hvort það væri þingmönnum okkar ekki hollt að líta á landshluta sem fólk. Eins og til dæmis Vestfirðinga. Af hverju mega þeir Vestfirðingar sem fluttu í bæinn ekki fá vegabætur í sama mæli og þeir sveitungar þeirra sem urðu eftir? Þeir sem eru enn fyrir vestan geta rennt sér á milli byggðarlaga á hálfgerðum hrað- brautum sem liggja í gegnum fjöll. Hinir sem fluttu suður sitja fastir í umferðarteppu á hverjum degi þar sem vegakerfið annar ekki umferð- inni. Það gæti sinnt innfæddum Reykvíkingum en ekki öllum að- fluttum landsbyggðarmönnum. Ef til vill væri það lausn að landsbyggðarmenn fengju að flytja vegaspottann sinn með sér í bæinn? Annar kostur væri að þingmenn sem ráðstafa fé til vegamála hefðu að leiðarljósi að landshlutar eru ekki síður fólk en land. Það er heillavænlegri skilgreining – að minnsta kosti fyrir fólk. Og um það snýst málið. ■ Af hverju mega þeir Vestfirðingar sem fluttu í bæinn ekki fá vegabætur í sama mæli og þeir sveitungar þeirra sem urðu eftir? Fólk fái vegaspottann sinn með sér í bæinn skrifar um landshluta sem kjördæmi, hugtak og fólk. Mín skoðun GUNNAR SMÁRI EGILSSON Með James Bond höf- uðverk Bíógestur skrifar: Undirritaður, sem er einlæguraðdáandi James Bond til margra ára, ákvað að sjá nýjustu myndina í Laugarásbíói um dag- inn. Myndin er ágæt en hljóð myndarinnar var á köflum það ærandi að maður greip um eyr- um og hætti að njóta myndarinn- ar. Hávaðinn var slíkur að ég og kona mín höfðum mikinn höfuð- verk og suð í eyrum það sem lifði dags. Nú hef ég sótt bíóhús víða um heim (þar með talið í sjálfri Hollywood) en hvergi í heiminum hef ég upplifað annan eins ógnar- hávaða og er oft í íslenskum bíó- húsum. Ekki veit ég hvort forráða- menn bíóhúsa hérlendis hafa al- mennt skertari heyrn en kollegar þeirra erlendis en það hlýtur að vera eitthvað að. Ekki veit ég heldur hvort haft er eftirlit með því að hávaðinn fari ekki yfir skaðleg mörk eða hvers vegna ekki er haft eftirlit með því að lít- il börn fari á sýningar sem greini- lega hvorki hæfa þeim efnislega né hávaðalega séð. En ef bíóunum verður áfram heimilt að hafa hljóðstig þannig að hætta sé á heyrnarskemmdum ættu þau að minnsta kosti að bjóða fólki upp á eyrnahlífar. ■ skrifar og spyr hvað menn ætli að gera í staðinn fyrir Kárahnjúka- virkjun? HELGI PÉTURSSON Um daginn og veginn Átta þúsund atvinnulausir? VIÐSKIPTI Kaupþing hefur fengið samþykki 86% hluthafa sænska bankans J.P. Nordiska við yfir- tökutilboði sínu. Sigurður Einars- son, forstjóri Kaupþings, segist ánægður með niðurstöðuna. „Við væntum góðs samstarfs við þá hluthafa sem kosið hafa að eiga áfram hluti í J.P. Nordiska.“ Kaupþing stefndi að yfir 90% hlut. Við það hefði myndast sölu- skylda þeirra hluthafa sem eftir voru. Almennt er lítt eftirsóknar- vert að eiga hlut í fyrirtæki sem lýtur í einu og öllu stjórn eins eiganda. Því er ekki ólíklegt að Kaupþing nái yfir 90% í framtíð- inni. J.P. Nordiska verður hluti af samstæðureikningi Kaupþings. Í framhaldinu er stefnt að skrán- ingu félagsins á O lista kauphall- arinnar í Stokkhólmi. Beðið er samþykkis sænska fjármálaeftir- litsins. Þá verða hluthöfum J.P. Nordiska afhent bréf í Kaupþingi og félagið skráð á sænskum mark- aði. Gert er ráð fyrir að samþykki fjármálaeftirlitsins liggi fyrir um miðjan desember. ■ LÍTIÐ EFTIR Einungis 4% vantar upp á fulla yfirtöku Kaupþings á J.P. Nordiska. Stefnt er að skráningu Kaupþings í Stokkhólmi um miðjan mánuð. 86% samþykkja tilboð Kaupþings: Skráning í Stokk- hólmi framundan

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.