Fréttablaðið - 05.12.2002, Side 18

Fréttablaðið - 05.12.2002, Side 18
18 5. desember 2002 FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER hvað? hvar? hvenær? ÚTGÁFUHÁTÍÐ Einar Þorsteinsson ljóðskáld heldur hátíð í tilefni af útgáfu geisladisks með 30 frumsömdum ljóðum í kvöld. Einar segist hafa brasað við að semja ljóð frá barnsaldri. Góðir menn hvöttu hann til að gefa út geisladisk með ljóðum sínum og ákvað hann að slá til. Hann segir ungt fólk ekki verið mikið í að semja ljóð. Sjálfur þekkir hann örfáa og engan sem semur með hefð- bundnu ljóðformi. „Ljóðin þurfa að breytast með minni kynslóð eins og tónlistin hef- ur gert,“ segir Einar, sem er 26 ára. Helstu yrkisefni hans eru þjóðfélagsandinn; hugsanir og viðhorf sem fólk hefur. Einar lét brenna 500 geisladiska með ljóðum sín- um. Aðspurður hvort hann búist við að selja marga sagði Einar: „Nei! Ég býst nú ekki við mikilli sölu en ef ég sel 50 verð ég ánægður.“ Útgáfuhátíðin verður í Vesturporti við Vesturgötu og hefst klukkan 21. ■ Ljóðskáldið Einar Þorsteinsson: Býst við lítilli ljóðasölu EINAR ÞORSTEINSSON Er 26 ára. Hann segir fáa jafnaldra sína semja ljóð. FUNDIR 12.20 Þórgunnur Eyfjörð Pétursdóttir, líffræðingur og M.S.-nemi í heil- brigðisvísindum við læknadeild HÍ, flytur fyrirlesturinn Erfðaefnis- breytingar á litningi 3p í æxlum af mismunandi uppruna í bóka- safni Keldna. 14.15 Rekstrar- og viðskiptadeild Há- skólans á Akureyri og IM á Íslandi efna til ráðstefnu um stefnumót- un og mat á árangri. Ráðstefnan er í stofu L101 á Sólborg. Henni lýkur kl. 16.15. 16.00 Arndís Björnsdóttir flytur erindið Retinitis Pigmentosa, leit að meingenastökkbreytingum í málstofu læknadeildar HÍ. Mál- stofan fer fram í sal Krabbameins- félags Íslands, efstu hæð. 20.00 Jólafundur Nýrrar dögunar, sam- taka um sorg og sorgarviðbrögð, er haldinn í Fossvogskirkju. Guð- rún Ásmundsdóttir leikkona fjall- ar um efnið „Sorg í ljósi jóla“og Erna Blöndal og Örn Arnarson flytja okkur tónlist aðventu og jóla. Á eftir verður boðið upp á kaffi í sal Kirkjugarðanna. Allir vel- komnir, aðgangur ókeypis. 20.30 Kvöldvaka Kvennasögusafns Ís- lands í kaffistofu Þjóðarbókhlöðu. Fram koma Helga Kress, Guðrún Edda Gunnarsdóttir og Björg Einarsdóttir. 20.00 Félag ungra framsóknarmanna í Hafnarfirði heldur opinn fund um landbúnaðarmál í Framsóknar- heimilinu, Dalshrauni 5, Hafnar- firði. Gestur fundarsins er Svein- björn Eyjólfsson, aðstoðarmaður landbúnaðarráherra. TÓNLEIKAR 20.00 Styrkur, samtök krabbameins- sjúklinga og aðstandenda þeirra, verður með jólafund í Kiwanis- húsinu við Engjateig. Rósa Krist- jánsdóttir djákni flytur jólahug- vekju. Barnakór Varmárskóla syngur jólalög. Heiðursgestur á jólafundinum er Vigdís Finn- bogadóttir, verndari Krabba- meinsfélags Íslands og fyrrverandi forseti Íslands. Ingólfur Steinsson heldur tónleika í Kaffileikhúsinu í Hlaðvarpanum, Vestur- götu 3. Tilefnið er útkoma geisladisksins Kóngsríki fjallanna. Ingólfur syngur og leikur á gítar og munnhörpu lög við eig- in texta og annarra íslenskra skálda. 19.30 Aðventutón- leikar Sinfón- íuhljómsveitar Íslands og Mótettukórs Hallgrímskirkju í Hallgríms- kirkju. Á efnis- skránni er Jólaóratóría J.S. Bach. Stjórnandi er Hörður Áskelsson og einsöngvarar eru Monica Groop, Andreas Schmidt, Gunn- ar Guðbjörnsson og Marta Guð- rún Halldórsdóttir. 22.00 Eistneski tenórsaxófónleikarinn Siim Aimla heldur tónleika í Stúdentakjallaranum. Með hon- um leika þeir Ólafur Stolzenwald á bassa og Ásgeir Ásgeirsson á gítar. Á efniskránni eru m.a lög eftir John Coltrane og Thelonius Monk. 22.00 Útgáfutónleikar Smack á Gauki á Stöng í tilefni útkomu hljómplöt- unnar Number One. Haukur Sig. verður með uppistand áður en tónleikar hefjast. 22.00 Elektróník tónleikar á 22 þar sem fram koma Skurken, Prins Vali- um, Frank Murder, Earthvomit og Tartarus. KVIKMYNDIR 22.30 Kvikmyndaklúbbur Alliance française-Filmundur sýnir hið sí- gilda meistaraverk frá árinu 1937 Blekkingin mikla eftir Jean Reno- ir með Erich von Stroheim, Julien Carette og Jean Gabin í aðalhlut- verkum í Háskólabíói. UPPÁKOMUR 20.00 Fimm rithöfundar lesa úr nýjum bókum í anddyri Borgarleikhúss- ins. Tónlist fyrir upplestur og í hléi. 20.00 Pétur Gunnarsson les úr nýút- kominni bók sinni, Leiðin til Róm- ar, Thor Vilhjálmsson úr bókinni Sveigur og Einar Kárason úr ævi- sögu Kristjáns Kristjánssonar: KK – þangað sem vindurinn blæs, sem hann skrásetti, á Súfistanum í Mál og menningu, Laugavegi. Einnig leikur KK tónlist af nýjum geisladiski sínum, Paradís. 21.00 Útgáfuhátíð Einars Þorsteinsson- ar ljóðskálds í tilefni útgáfu geisla- disks með ljóðum haldin í Vest- urporti, Vesturgötu. LEIKHÚS 20.00 Aukasýning á Með vífið í lúkun- um í Borgarleikhúsinu. Háskólabíó við Hagatorg I Sími 545 2500 I sinfonia@sinfonia.is I www.sinfonia.is AÐALSTYRKTARAÐILI SINFÓNÍUHLJÓMSVEITAR ÍSLANDS M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN 1 1 /0 2 Einstök stund í íslensku tónlistarlífi Aðventutónleikar í Hallgrímskirkju Johann Sebastian Bach: Jólaóratóría Að njóta Jólaóratóríu Bachs er einstök stund. Tveir af okkar fremstu söngvurum, Gunnar Guðbjörnsson og Marta Guðrún Halldórsdóttir, taka höndum saman með heimsþekktum kollegum sínum Andreas Schmidt og Monica Groop. Þau, ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands og Mótettukór Hallgrímskirkju undir stjórn Harðar Áskelssonar, sameinast í flutningi á þessari mögnuðustu jóla- gleðitónlist allra tíma. Í vændum er því einstakur viðburður í tónlistarlífi okkar. í kvöld, fimmtudaginn 5. desember kl. 19:30 (I-III) á morgun, föstudaginn 6. desember kl. 19:30 (IV-VI) laugardaginn 7. desember kl. 17:00 (I-III) 2.500 kr. / 4.000 kr. ef keyptir eru miðar á tvenna tónleika. Hallgrímskirkja, Miðaverð: Miðasalan, sími 568 8000, er opin kl. 13-18 alla virka daga og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka dag. Fax 568 0383 midasala@borgarleikhus.is www.borgarleikhus.is STÓRA SVIÐ SÖLUMAÐUR DEYR e. Arthur Miller Fös. 6/12 kl. 20, lau. 28/12 kl. 20 HONK! LJÓTI ANDARUNGINN e. George Stiles og Anthony Drewe Gamansöngleikur fyrir alla fjölskylduna Lau. 7/12 kl. 20 ATH: Kvöldsýning, Sun. 8/12 kl. 14 MEÐ VÍFIÐ Í LÚKUNUM e. Ray Cooney Í kvöld kl 20 - AUKASÝNING Fim. 12. des kl. 20 - AUKASÝNING ALLRA SÍÐUSTU SÝNINGAR NÝJA SVIÐ JÓN OG HÓLMFRÍÐUR frekar erótískt leikrit í þrem þáttum e. Gabor Rassov Lau. 7/12 kl. 20 Sun. 29/12 kl. 20 JÓLAGAMAN Jólasveinakvæði Jóhannesar úr Kötlum í leikbúningi o.fl. Lau. 7/12 kl. 15 Lau. 14/12 kl. 15 ÞRIÐJA HÆÐIN HERPINGUR eftir Auði Haralds HINN FULLKOMNI MAÐUR eftir Mikael Torfason í samstarfi við DRAUMASMIÐJUNA Lau. 28/12 kl. 20, fös. 10/1 kl. 20 LITLA SVIÐ RÓMEÓ OG JÚLÍA e. Shakespeare í samstarfi við VESTURPORT Sun. 8/12 kl. 20 Mán. 30/12 kl. 20 FORSALUR BROT AF ÞVÍ BESTA - UPPLESTUR OG TÓNLIST Jól í Kringlusafni og Borgarleikhúsi: Rithöfundar lesa - léttur jazz Í kvöld kl. 20 Davíð Oddsson, Halldóra Kristín Thoroddsen, Ingibjörg Haraldsdóttir, Páll Kristinn Pálsson, Sigurður Pálsson og Vigdís Grímsdóttir. Fimmtud. 12/12 kl. 20 Arnaldur Indriðason, Einar Már Guðmundsson, Einar Kárason, Guðrún Eva Mínervudóttir, Stefán Máni og Þórarinn Eldjárn. Sól & Máni - Nýr íslenskur söngleikur eftir Sálina hans Jóns míns og Karl Ágúst Úlfsson FORSALA AÐGÖNGUMIÐA STENDUR YFIR TILBOÐSVERÐ KR. 2.800 GILDIR TIL JÓLA Frumsýning 11. janúar ALLIR Í LEIKHÚSIÐ - ENGINN HEIMA! Borgarleikhúsið er fjölskylduvænt leikhús: börn 12 ára og yngri fá frítt í leikhúsið í fylgd með forráðamönnum. (Gildir ekki á söngleiki og barnasýningar.) GJAFAKORT Í LEIKHÚSIÐ - FRÁBÆR JÓLAGJÖF

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.