Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.12.2002, Qupperneq 27

Fréttablaðið - 05.12.2002, Qupperneq 27
FÓLK Leikarinn Robert Redford hefur nú bæst í hóp þeirra dæg- urhetja sem fordæma gjörðir Bush Bandaríkjaforseta. Leik- arinn segir forsetan slæman leiðtoga og gagnrýnir harðlega hversu háðir olíu Bandaríkja- menn eru enn. Redford, sem er þekktur fyr- ir að vera mikill umhverfissinni, varaði við því að óhófleg notkun á olíu og jarðgasi væri farin að hafa neikvæð áhrif á utanríkis- mál þjóðarinnar, auk þess aug- ljóslega að skapa mikla loft- mengun í Bandaríkjunum. „Bandarísk húsþök geta hæg- lega orðið Persaflói sólar- orkunnar,“ sagði leikarinn, sem er mikill stuðningsmaður þess að almenningur nýti sólarorku. „Vindar og sólarorka framleiða í dag minna en tvö prósent raf- magnsnotkunar þjóðarinnar. Við getum gert mun betur en það. Þetta myndi einnig halda pen- ingunum inni í landinu, sem myndi styrkja fjárhaginn, loft- mengun minnkaði auk þess sem ný störf myndu skapast.“ ■ 27FIMMTUDAGUR 5. desember 2002 Dreifing: Rún heildverslun, sími: 568 0656 Söluaðilar: Herra Hafnarfjörður • 66°N • Intersport • Guðsteinn Eyjólfsson Íslenskir Karlmenn • Herrahúsið • Ellingsen • Bjarg, Akranesi • Hjá Siggu Þrastar, Ísafirði • Olíufélag útvegsmanna, Ísafirði • JMJ, Akureyri • Joes Akyreyri • Lækurinn, Neskaupstað • Lónið, Höfn • Verslunin 66, Vestmannaeyjum • Efnalaug Suðurlands, Selfossi • Intersport, Selfossi Robert Redford andvígur Bush: „Olían spillir ut- anríkismálunum“ ROBERT REDFORD Kannski ættu Bandaríkjamenn að hugleiða það að kjósa Robert Redford til forseta? FÓLK Jam Master Jay, meðlimur rapphljómsveitarinnar Run DMC, sem myrtur var fyrir skömmu, fær heiðursverðlaun á VH1-tón- listarverðlaunahátíðinni sem fram fer 15. desember. Meðal gesta á hátíðinni verða Michael Imperioli úr Sopranos-þáttunum og Drea de Matteo. Chuck D, Kid Rock og Grandmaster Flash munu leika saman lag sem þeir tileinka Jam Master Jay. Eftirlifandi meðlim- um Run DMC verða afhent verð- laun fyrir framlag þeirra til tón- listarinnar á síðustu tveimur ára- tugum. ■ JAM MASTER JAY Var skotinn til bana í hljóðveri fyrir skömmu. Morðinginn hefur ekki fundist. Jam Master Jay: Heiðraður af VH-1 TÓNLIST The Doors hafa neyðst til að fresta fyrirhuguðu tónleika- ferðalagi eftir að trommuleikari sveitarinnar, Stewart Copeland, handleggsbrotnaði þegar hann datt af hjóli. Copeland, sem er fyrrum trommari The Police, meiddist illa á hendi í slysi nálægt heimili hans í Los Angeles. Talið er að hann geti komið aftur til liðs við starfandi meðlimi sveitarinn- ar, hljómborðsleikarann Ray Manzarek og gítarleikarann Robby Krieger, á tónleikum í Las Vegas þann 19. janúar. Ian Astbury, fyrrum söngvari The Cult, mun reyna að fylla skarð Jim Morrison á tónleika- ferðalaginu, sem átti að hefjast á sunnudag. Copeland hljóp í skarð- ið fyrir upphaflega trommarann John Densmore, sem er orðinn heyrnarlaus. Þetta er í fyrsta sinn sem sveit- in heldur tónleika síðan Morrison lést árið 1971. Hún mun spila á nokkrum tónleikum í Bandaríkjunum áður en hún held- ur til Evrópu. Stefnan hefur verið sett á að taka upp nýja plötu. „Við töldum 30 ára hvíld hæfi- legan tíma,“ sagði gítarleikarinn Krieger um endurvakningu sveit- arinnar. ■ THE DOORS Sveitin hefur ekki spilað á tónleikum síðan Jim Morrisson söngvari lést árið 1971. The Doors fresta tónleikaferðalagi: Trommuleikarinn handleggsbrotnaði

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.