Fréttablaðið - 23.12.2002, Page 15

Fréttablaðið - 23.12.2002, Page 15
15MÁNUDAGUR 23. desember 2002 Generalprufa og tvö Þorláksmessuboð Ég kem til með að eyða meiri-hlutanum af Þorláksmessunni í Þjóðleikhúsinu. Ég tek þátt í upp- setningunni á Með fullri reisn og generalprufan fer fram í dag,“ segir Margrét Eir Hjartardóttir söngkona, sem ætlar að byrja dag- inn á því að fara í ræktina svo hún fái nú ekki samviskubit yfir jólin. Hinni sígildu spurningu um hvort hún fái sér skötu í tilefni messu heilags Þorláks svarar Margrét neitandi. „Ég meika bara ekki að borða skötu. Lyktin er of ógeðs- leg.“ Seinni partinn ætlar Margrét að slappa af og rölta um miðbæ- inn og upplifa stemninguna. „Síð- an er mér boðið í tvö Þorláks- messuboð um kvöldið og ég ætla að mæta í bæði. Sérstaklega hlakka ég til að fara í annað boð- ið þar sem verður óvænt uppá- koma.“ Margrét gerir lítið úr því þegar ýjað er að því hvort vitur- legt sé að sækja gleðskap kvöldið fyrir aðfangadagskvöld. „Ég hef alltaf verið róleg á þessum kvöld- um enda alveg vonlaust að eyða aðfangadeginum í þynnku. Það er í mesta lagi að ég upplifi mannlíf- ið og gamanið yfir einu rauðvíns- glasi.“ Að lokum segist Margrét vera búin að klára allan jólaund- irbúninginn. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég er búin að öllu enda þurfti ég að skipuleggja þetta svona þar sem ég verð föst uppi í Þjóðleikhúsi meirihlutann úr deginum.“ ■ MARGRÉT EIR HJARTARDÓTTIR Kemur til með að eyða meirihlutanum af Þorláksmessunni í Þjóðleikhúsinu.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.