Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.12.2002, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 23.12.2002, Qupperneq 16
16 23. desember 2002 MÁNUDAGUR BORÐSPIL „Allir fá þá eitthvað fallegt, í það minnsta kerti og spil,“ segir í jólasöngnum sígilda. Og það eru orð að sönnu, í það minnsta hvað spilin varðar sem munu verða í mörgum jólapakk- anum. Samkeppni á borðspila- markaði hefur aldrei verið meiri en einmitt núna. „Við seldum fimm þúsund Viltu vinna milljón? spil í fyrra. Þá voru bara tvö spil að keppa á markaðinum. Ég hef ekki töluna á titlunum núna og svo virðist sem margir ætli að freista þess að leika sama leikinn nú fyrir þessi jól,“ segir Haraldur Jóns- son, framkvæmdastjóri verslun- arsviðs Skífunnar. Haraldur segir að þeir hefðu getað selt miklu meira því spilið seldist upp. Viltu vinna milljón? er nú komið aftur á markaðinn auk nýrrar útgáfu sem er sér- hönnuð fyrir börn og unglinga. Þegar einni beljunni er mál... Trausti Hafsteinsson hjá út- gáfufyrirtækinu Veruleika, sem hefur helgað sig borðspilaútgáfu, var í slagnum í fyrra með Gettu betur spilið og enn í ár með Séð og heyrt spilið. Hann segir lands- lagið allt annað núna. „Það var svakalega gaman í fyrra og lík- lega má rekja þetta mikla fram- boð í ár til þess að vel gekk að selja borðspil þá. Þegar einni beljunni er mál... og allt það,“ segir Trausti. Hann segir sam- keppnina á þessum markaði aldrei hafa verið meiri og erfitt að segja til um hvort eitthvert spil muni skera sig úr. „Við njót- um sérstöðu og erum með al- íslenskt spil. Hin spilin, eins og Viltu vinna milljón?, unglingaspil og Hringadróttinsspilið, eru er- lend spil, þýdd og staðfærð.“ Í fyrra var mikill urgur meðal smærri söluaðila en þá keypti Hagkaup upplagið allt af Trausta og félögum. „Við höfum átt fínt samstarf við Hagkaupsmenn og kvörtum nátt- úrulega ekki. Gettu betur var söluhæst í fyrra og fór í rúmlega sex þúsund ein- tök. Kom okkur á óvart hversu dýrt og flókið ferli er að gera spil en jafnframt mjög gaman. Nú erum við að leggja drög að barna- og ung- lingaútgáfu af Gettu betur. Stefn- um eðlilega að heimsyfirráðum og erum voða kátir.“ Höfundar Séð og heyrt eru Trausti Hafsteinsson og Gunnar Sturla Hervarsson auk spurn- ingahöfunda sem unnu spurning- ar upp úr þremur árgöngum sam- nefnds tímarits sem fjallar um ríka og fræga fólkið. Trausti heldur því fram að leikurinn og virknin í honum svínvirki. „Þetta er ekkert annað en einskær skemmtun og þægilegur spila- tími. Það skiptir máli hvernig þú klæðir þig, hvernig gemsa þú ert með, þú þarft að koma sjálfur með kjaftasögu og svo framveg- is,“ segir Trausti, sem hafnar því alfarið að verið sé að gera grín að hinu íslenska þotuliði með tiltæk- inu. Barátta við hið illa „Ég vil náttúrulega ekki undir neinum kringumstæðum tala illa um helstu samkeppnisaðilana. En er ekki Séð og heyrt það spil sem enginn getur verið þekktur fyrir að vinna?“ spyr Björn Thoraren- sen grallaralegur. Björn hefur um- sjón með Hringadróttinsspilinu sem Fjölvi gefur út. „Jújú, það er mikil samkeppni en okkar spil er aðalspilið. Hringadróttinsspilið fellur náttúrulega eins og flís við rass í tengslum við kynningu á bíó- myndinni og bókunum en þær eru nú að renna út önnur jólin í röð. Allt hjálpar þetta hvert öðru.“ Hringadrótt- inssspilið er afar vandað spil og margir nefna það sem líklegt ofar- lega á sölulistum þegar jólin verða gerð upp. Einnig er Cata – landnemaspilið nefnt en bæði þessi spil eru frá þýska fyrir- tækinu Kosmos í Þýskalandi. Hringadróttinsspilið er þýtt og staðfært af Birni og föður hans Þorsteini Thorarensen sem jafn- framt þýddi Hringadróttinssögu. „Okkar spil er sérstakt að því leyti að það byggir á þessari frábæru sögu og er samvinnuspil sem nýtt. Spilamenn eru ekki í keppni hver við annan sem reyndar hefur ekki þótt spennandi hingað til. Við af- sönnum þá kenningu. Það er ein- faldlega svakaleg spenna í barátt- unni við Sauron og hið illa.“ Hringadróttinsspilið er fram- leitt í 5000 eintökum og Björn bindur vonir við að upplagið muni klárast og nefnir að Bónus hafi þegar keypt stóra sendingu. jakob@frettabladid.is Brjáluð samkeppni á borðspilamarkaði: Margir róa á sömu mið Topplisti Magna Magni Magnússon er einn af spilakóngum Íslands og rekur sérverslun með spil á Laugaveg- inum. „Viltu ekki bara kalla mig Jókerinn?“ spyr Magni. Hann er búinn að vera í þessum bransa í 40 ár og geri aðrir betur. „Ég byrjaði í Frímerkjamiðstöðinni árið 1964 og var síðan frá 1980 hér við Laugaveg 15 eða í Litlu hryllingsbúðinni eins og mín góða kona segir stundum þegar brjálað er að gera hjá okkur.“ Fréttablaðið fékk hann til að nefna sér 10 bestu spilin frá upp- hafi. Ef einhver er fær um að út- nefna sígild spil er það hann. Magni sagði reyndar eitt atriði setja strik í reikninginn því þetta væri ákaflega aldursskipt. 15 ára og yngri vilja önnur spil en þeir sem eldri eru. „Þó þau hafi ekki komist á lista verð ég að fá að nefna Púkk og Myllu einnig.“ 1. Skák 2. Monopoly 3. Scrabble 4. Trivial Pursuit 5. Mastermind 6. Backgammon 7. Pictionary 8. Lúdó 9. Dómínó 10. Mikado TRAUSTI HAFSTEINSSON: Í Séð og heyrt spilinu skiptir máli hvernig gemsa þú átt, hvernig þú ert klæddur og hversu góður þú ert í kjaftasögum. BJÖRN THORARENSEN: „Hringadróttinsspilið er samvinnuspil, sem hingað til hefur ekki þótt spennandi hugmynd, en við sýnum fram á annað.“ Sölulisti Hagkaupa Sigríður Gröndal, yfirmaður sér- vöru Hagkaupa, segir, líkt og all- ir viðmælendur Fréttablaðsins, að aldrei hafi verið fleiri spil á markaði en núna og því dreifist salan meira en var í fyrra þegar í raun voru ekki nema tvö spil. Árið þar áður voru engin. Hún talar um góð og vönduð spil og mikla sölu. Á sölulista Hagkaupa skera tvö spil sig úr: Séð og heyrt spilið nálgast að hafa selst í 1.500 eintökum og Viltu vinna milljón – unglingaspil nálgast 1.000. Önnur hafa selst minna. Sigríður gerir ráð fyrir því að þessar tölur muni rjúka upp nú um helgina og fleiri spil blanda sér í baráttuna. 1. Séð og heyrt spilið 2. Viltu vinna milljón ungl.spil 3. Party og Co 4. Viltu vinna milljón? 5. Trivial Pursuit - Genus 6. Snakes & ladders Jumbo 7. Skák Brio 8. Hringadróttinsspilið 9. Snákaspil Brio 10. Spil Operation MAGNI MAGNÚSSON: Segist vera Jókerinn í spilinu og velur topplista bestu spila frá upphafi. SÉÐ OG HEYRT SPILIÐ: Trónir nú um stundir efst á sölulista Hagkaupa. fiorláksmessuskatan í Rúgbrau›sger›inni Borgartúni 6. Þorláksmessuveislan er frá 11-16. Í boði eru þrjár tegundir skata: amlóði / miðsterk / fullsterk Einnig er í boði: Saltfiskur / plokkfiskur / síld Ver›: 2.600,- s. 561 64444 - borgaris@itn.is BONO Samdi lagið ásamt Dave Stewart úr Eurythmics og Joe Strummer í The Clash heitinni. Nýtt lag eftir Bono: Til heiðurs Mandela TÓNLIST Írski söngvarinn Bono hefur ásamt Dave Stewart úr Eurythmics og Joe Strummer úr Clash samið lag til heiðurs Nelson Mandela, fyrr- verandi forseta Suður-Afríku. Lagið nefnist 48864, sem er sama tala og fanganúmer Mandela í þau 27 ár sem hann sat í fangelsi fyrir stjórn- málaskoðanir sínar. Þá verður lagið flutt í lok tónleikahátíðar 2. febrúar næstkomandi til styrktar rannsókna og umræðu um HIV-veiruna og eyðni. Tónleikarnir eru haldnir inn- an veggja fyrrverandi fangelsis á eyjunni Robben þar sem Mandela dvaldi í 18 ár. Fangelsið er nú sögu- safn. Á meðal annars tónlistarfólks sem treður upp á tónleikunum má nefna Íslandsvinina í Coldplay, Queen og Macy Gray. ■

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.