Fréttablaðið - 23.12.2002, Page 20

Fréttablaðið - 23.12.2002, Page 20
20 23. desember 2002 MÁNUDAGUR LIKE MIKE kl. 12, 2 og 4 JAMES BONDkl. 2, 5, 6.30, 8, 10 og 11.30 Sýnd kl. 12, 2, 4, 6, 8, 10 og 11.30 Sýnd í lúxus kl. 3, 7 og 11kl. 1.50 og 3.55SANTA CLAUSE 2 HARRY POTTER kl. 8 HARRY POTTER ÍSL TAL kl. 2 og 5 GULL PLÁNETAN kl. 2,4 og 6 ísl. tal Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10 GULL PLÁNETAN kl. 2, 4, 6 og 8 VIT498 LILO OG STITCH/ísl.tal kl. 2 VIT 429 SANTA CLAUS 1.40, 3.40, 5.50, 8, 10.10 VIT485GOST SHIP kl. 10.10 VIT 487 kl. 6.20, 8.10 og10.10HLEMMUR kl. 5.55, 8 og 10.05HAFIÐ 1.45, 4, 8 og 10.20EINRÆÐISHERRANN Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10.10 VIT 494 Sýnd í lúxus kl. 6, 8 og 10.10 VIT 495 Ævintýrið heldur áfram af full-um krafti í þessum öðrum hluta Hringadróttins sögu og engin hætta á að aðdáendur bálksins verði fyrir vonbrigðum. The Two Towers tekur við þar sem skilið var við sundrað föruneyti hringsins fyrir ári síðan í Fellowship of the Ring og hvergi er slegið af. Hraðinn er meiri enda miklar stórorrustur á dagskrá. Það er skemmst frá því að segja að stríðsatriði myndarinnar eru yfir- þyrmandi í mikilfengleik sínum og maður man hreinlega ekki eftir jafn mögnuðum senum á hvíta tjaldinu. Frábær leikarahópurinn slær heldur ekki af frekar en í fyrri myndinni. Ian McKellen er fjall- traustur í hlutverki Gandalfs og þeir Legolas og Aragorn eru enn meiri töffarar en í síðustu mynd. Það má vart milli sjá hvor er flottari þó Aragorn hafi vinninginn. Dverg- urinn Gimli sér svo um að halda húmornum uppi en senuþjófur myndarinnar er tölvuteiknaður sem hlýtur að teljast stórvikri en Gollum í meðförum Andy Serkis er hrein snilld. Annar hluti Hringadróttins sögu er mögnuð upplifun sem maður þarf að sjá aftur og aftur. Þórarinn Þórarinsson Magnaður millikafli KVIKMYNDIR TÓNLIST Ástralska söng- og leikkonan Kylie Minogue ætlar að taka upp lag með rokkgoðinu Ozzy Osbourne. Saman munu þau flytja lagið „Especially For You.“ Það var Kelly Osbourne, dóttir Ozzy, sem átti hugmyndina að sam- starfinu en hún og Kylie kynntust þegar sú síðarnefnda var á tónleika- ferðalagi um Bandaríkin í síðasta mánuði. Kylie hefur meira að segja samþykkt að koma fram í raunveru- leikaþáttunum um Osbourne-fjöl- skylduna í byrjun næsta árs. Kylie hefur áður sungið dúett með frægum poppstjörnum svo sem Ís- landsvinunum Robbie Williams og Nick Cave. ■ KVIKMYNDIR Eftir að jólasteikin hefur runnið sína leið í gegnum meltingarveginn og krakkarnir eru komnir með leið á leikföng- unum sem þau fengu í jólagjöf kemur að því sem bíóáhugamenn hafa beðið hvað spenntastir eft- ir, því annar hluti Hringadrótt- inssöguþríleiksins verður frum- sýndur annan í jólum. Það magnaðasta af öllu saman er að þrátt fyrir að síðasta mynd hafi skilið eftir himinháar eftir- væntingar til hinnar næstu eru flestir dómar í jákvæðari kantin- um. Sumir sleppa sér meira að segja algjörlega og eru þegar byrjaðir að tala um þríleikinn sem „bestu“ kvikmyndaröð sög- unnar. Svarthöfði og Guðfaðir- inn verða nú ekki ánægðir með það. Þeir sem ekki hafa séð fyrri myndina hafa ekkert með það að gera að sjá þessa. Þeim verður ómögulegt að fylgjast með sögu- þræðinum þar sem Peter Jackson leikstjóri eyðir sama sem engu púðri í það að rifja upp atburði fyrri myndarinnar. Hann sér greinilega fyrir sér að fólk muni horfa á myndirnar í einni bunu. Myndin byrjar þó á því að áhorfendur fá að sjá fall Gandalfs alla leiðina niður í námu Moríu. Eftir það heldur sagan áfram frá þeim punkti sem við skildum við hana síðast. Föruneytið tvístrað og Fróði og Sammi einir á leiðinni til Dóms- dyngju að eyða hringnum. Pípin og Kátur eru fangar orkahóps sem er á leiðinni til Sárumanns og Aragorn, Gimli og Lególas fylgja þeim stíft eftir. Álfarnir hafa ákveðið að flýja meginland- ið og sigla vestur þar sem allt út- lit er fyrir það að ráðabrugg Sárumanns og Saurons að taka Miðgarð muni takast. Margar nýjar persónur eru kynntar til sögunnar. Þar er mik- ilvægasti nýliðinn án efa Gollrir. Hann var fyrst kynntur til sög- unnar í Hobbitanum, forsögu Hringadróttinssögu, og er skepnan sem Bilbó Baggins (gamli frændi Fróða úr fyrstu myndinni) rændi hringnum af. Óhætt er að fullyrða að aldrei hefur tölvuskepna verið jafn trúverðug í hlutverki sínu. Það þarf eitthvað stórt að ger- ast til þess að klúðra því að þessi þríleikur verði helsta „djásnið“ í kvikmyndasögunni. biggi@frettabladid.is THE TWO TOWERS Gollrir er ein skemmtilegasta persóna Hringadróttinssögu. Hann er jafnframt ein sú mikilvægasta og á eftir að hafa mikil áhrif á söguframvinduna áður en yfir lýkur. „Djásnið“ snýr aftur Á annan í jólum verður annar hluti stærsta þríleiks kvikmyndasögunnar frum- sýndur. Það er kvikmyndin „The Two Towers“ sem gerð er eftir ævintýri J.R.R. Tolkien. Gollrir er meðal annars kynntur til sögunnar. Vandræðaleg þögn myndaðist ástórtónleikum Charlotte Church í Toronto í Kanada á dög- unum. Ástæðan var sú að á afar hjartnæmu augnabliki tónleikana sagði stúlkan áhorfendum sínum hvað henni fyndist æðislegt að vera stödd þarna, í Bandaríkjun- um. Eftir að sviðsmaður benti henni á mistök sín sagði hún; „Það sagði mér einhver baksviðs að við værum stödd í Kanada. Fyrirgefið mér, ég elska Kanada. Toronto er ein af mínum uppáhaldsborgum. Þið haldið örugglega að ég sé að ljúga núna, en ég er ekki að því.“ Leikarinn James Gandolfini,sem leikur Tony í The Sopranos, er skil- inn við eiginkonu sína. Skilnaðurinn gekk fljótt yfir og talað er um að parið hafi skilið á vingjarnlegan hátt. Þau giftu sig fyrir þremur árum síðan og eiga þriggja ára gamlan son saman. Leikkonan Winona Ryder segistekki vera háð verkjalyfjum. Hún heldur því enn fram að hún hafi meiðst við upptökur myndar- innar „Alien: Resurrection“ árið 1997 og hafi síðan þurft að taka lyf við verkjunum. Þeir sem eru nánir henni segja hana bera öll einkenni fíkils. Eftir dauða leikarans RichardHarris og allar vangavelturnar um hver eigi að taka við af hlut- verki Dumbledores spruttu upp sögusagnir um að kvikmyndafram- leiðandinn ætlaði að tölvuteikna hann. Nú segja talsmenn Warner Brothers að það hafi aldrei komið til greina. Þeir sem hafa séð hver- su raunverulegur Gollum er í nýju Lord of the Rings myndinni hljóta að hafa velt því fyrir sér hvað líði langur tími þangað til að hægt DÓMAR Í ERLENDUM MIÐLUM Internet Movie Database - 9.4/10 (14. sæti yfir bestu myndir allra tíma) Rottentomatoes.com - 98% = Fresh Ebert & Roeper - Ekki búnir að dæma Los Angeles Times - 3 stjörnur af 5 KYLIE MINOGUE Kylie þrykkti sitt fyrsta lag á plötu árið 1989 þegar hún söng með Nágranna- stjörnunni Jason Donovan. Kylie og Ozzy: Taka saman upp lag LORD OF THE RINGS: The Two Towers LEIKSTJÓRI: Peter Jackson LEIKARAR: Elijah Wood, Ian McKellen og Viggo Mortensen. FRÉTTIR AF FÓLKI HARRY POTTER ÍSL TAL kl. 2, 6 og 8 HARRY POTTER kl. 6 og 9.15

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.