Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.12.2002, Qupperneq 25

Fréttablaðið - 23.12.2002, Qupperneq 25
MÁNUDAGUR 23. desember 2002 MEL B Hyggst nú reyna fyrir sér í kvikmynda- bransanum í Hollywood eftir misheppnað- an sjónvarpsferil. Mel B: Komin með nýjan karl TÓNLIST Mel B, fyrrum kryddpía og tengdadóttir Íslands, er komin með nýjan kærasta. Hinn heppni heitir Ed Fraiman og er sjón- varpsframleiðandi. Mel og Ed kynntust við fram- leiðslu á þættinum „Burn It“ sem sýndur var á BBC í ágúst. Sam- bandið er víst orðið afar alvarlegt og hefur hún beðið hann um að eyða áramótunum með sér í Los Angeles. Þar stefnir hún á að kom- ast að í hinni stóru Hollywood. Ástarsambönd Mel B hafa ávallt komist í fjölmiðla en hún var meðal annars gift Jimmy Gulzar og átti í sambandi við leik- arann Max Beesley og að sjálf- sögðu hann Fjölni Þorgeirsson. ■ Nicole Kidman: Tilnefnd til hnattar KVIKMYNDIR Ástralska leikkonan Nicole Kidman hefur hlotið tilnefn- ingu til Golden Globe-verðlauna sem besta leikkona í aðalhlutverki. Tilnefninguna fær hún fyrir túlkun sína á rithöfundinum Virginiu Woolf í myndinni The Hours en Woolf skrifaði bækur í byrjun síð- ustu aldar og var talin tilheyra hópi módernista ásamt skáldum á borð við James Joyce og T.S. Eliot. Kid- man er nánast óþekkjanleg í hlut- verkinu enda búið að setja á hana gervinef og aðrar æfingar gerðar á andliti hennar. NICOLE KIDMAN Keppir við mótleikkonu sína Meryl Streep um Golden Globe-verðlaun. GÖMUL EN GÓÐ Liza Minnelli og Ray Charles tóku lagið saman á tónleikum í Madison Square Garden á miðvikudag. Tónleikarnir báru yfirskriftina „Kraftaverk á 34. stræti.“

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.