Fréttablaðið - 02.01.2020, Blaðsíða 8
Gosið í Eyjafjallajökli árið 2010 og áhrif þess var án efa eitt stærsta fréttamál áratugarins. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Mörgum þeirra mála sem ríkis-
stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur
setti á dagskrá í upphafi annars
áratugar 21. aldar hefur verið
haldið á lofti allan áratuginn þótt
hann hafi ekki dugað til að ljúka
þeim. Í stað þeirra voru þjóð-
inni þó færðar margar gjafir. Hún
eignaðist nýja höfn í Landeyjum og
nýjan Herjólf með. Nýtt tónlistar-
hús reis í Reykjavík og Vaðlaheiðar-
göng voru opnuð. Nýr dómstóll tók
til starfa. Um þessar gjafir reifst
þjóðin lungann af áratugnum en
þær á hún fjórf lokknum að þakka
sem skiptist á um að stýra þjóðar-
skútunni árin 2010 til 2020.
Tveir forsætisráðherrar öðluð-
ust heimsfrægð á þessu tímabili.
Annar fyrir kynhneigð sína og
hinn fyrir skattaskjólsreikninga.
Sá þriðji þurfti frá að hverfa eftir
nokkra mánuði vegna hneykslis-
máls sem faðir hans f læktist í með
meðmælum sínum til dæmds kyn-
ferðisbrotamanns. Var þá röðin
komin að síðasta fjórf lokknum og
ekkert bendir til annars en Katrín
Jakobsdóttir ljúki fullu kjörtíma-
bili.
Fullveldi eða alþjóðasamvinna
Landsmenn gengu tólf sinnum að
kjörborðinu á þessum tíu árum en
tíðar kosningar urðu ekki til þess
að sætta sjónarmið þeirra í mál-
unum sem kosið var um.
Tvívegis var kosið um Icesave
í upphafi áratugarins; mál sem
klauf þjóðina í andstæðar fylking-
ar. Afstaða landsmanna til máls-
ins mótaðist að töluverðu leyti
eftir afstöðu til aðildar Íslands að
samningnum um Evrópska efna-
hagssvæðið.
Landsmenn gátu ekki fengið
nóg af illdeilum um Evrópumál.
Auk Icesave-deilunnar var bæði
sótt um aðild að ESB og sú umsókn
afturkölluð. Þjóðin lokaði svo ára-
tugnum á sama stað og hún hóf
hann. Persónur og leikendur stilltu
sér upp á sama stað og fyrr en í
stað Icesave sem leyst var úr fyrir
alþjóðlegum dómstól, kom þriðji
orkupakkinn sem á það eitt sam-
eiginlegt með Icesave-málinu að
vera fullkomlega óskiljanlegt mál
allri alþýðu manna.
Átta dómsmálaráðherrar
Þrisvar var gengið til alþingis-
kosninga á þeim áratug sem er að
líða. Tilraunir til að auka traust til
Alþingis hafa ekki borið árangur;
hvorki skýrslur starfshópa né
úrskurðir siðanefnda. Auk tíðra
stjórnarslita hefur í sífellu þurft
að skipta um dómsmálaráðherra
á undanförnum árum en átta ráð-
herrar hafa stýrt ráðuneytinu á
áratugnum.
Þrátt fyrir óróleika í stjórn-
málunum voru landsmönnum
tryggð ýmis mikilvæg réttindi á
síðasta áratug. Samkynhneigðum
var tryggður réttur til að ganga í
hjónaband árið 2010 og fólki með
alvarlega fötlun hefur verið tryggð
notendastýrð persónuleg aðstoð.
Frelsi kvenna yfir eigin líkama var
undirstrikað með nýjum lögum
um þungunarrof og frelsi einstakl-
inga til að að skilgreina sig á eigin
forsendum aukið með lögum um
kynrænt sjálfræði.
Ekki náðist þó að virkja rétt
þjóðarinnar til að skilgreina sam-
félag sitt og stjórnskipun upp á nýtt
þótt lagt hafi verið í slíka vegferð
í upphafi áratugarins. Segja má
að landið hafi verið sett á sölu og
tekið úr sölu sitt á hvað allan ára-
tuginn. Þannig var helstu hálend-
Málin sem lifa enn eftir heilan áratug
Fjórflokkurinn sat í stjórnarráðinu allan síðasta áratug. Á þeim tíma hefur þjóðin rifist um mörg mál sem enga lúkningu hafa
fengið. Sum eru dottin upp fyrir en önnur gætu enn orðið að veruleika. Sagan sýnir þó að landsbyggðarmálunum gengur best.
Aðalheiður
Ámundadóttir
adalheidur@frettabladid.is
Þrátt fyrir sundurlyndi þjóðarinnar í pólitískum deilumálum átti hún einnig augnablik samhugs á nýliðnum áratug.
Hún sameinaðist í hömlulausri sigurvímu sumarið 2016 yfir gengi landsliðsins á Evrópumótinu í fótbolta og varð
sem einn maður, fyrst í ákafri leit og svo þjóðarsorg með foreldrum Birnu Brjánsdóttur. Svo fór hún aftur að rífast.
isperlum landsins, Herðubreið og
Norðurljósunum sveif lað framan í
moldríkt kínverskt ljóðskáld allan
fyrri hluta áratugarins án þess að
kaupin yrðu handsöluð við hann.
Meðan á þeim leik stóð keypti
breskur náttúru- og laxaunnandi
fjölda jarða víða um land án þess
að nokkur tæki eftir því.
Málin sem lifa áratuginn af
n Breytingar á stjórnarskrá:
Alþingi samþykkti í júní 2010 lög
um ráðgefandi Stjórnlagaþing
til að endurskoða stjórnarskrá
lýðveldisins Íslands. Þjóðfundur
var haldinn í nóvember 2010 og
kosið var til stjórnlagaþings sama
ár. Kosningin fór í skrúfuna með
umdeildum úrskurði Hæstaréttar
og úr varð að Alþingi kaus stjórn-
lagaráð sem skilaði drögum að
nýrri stjórnarskrá sem kosið var
um í ráðgefandi þjóðaratkvæða-
greiðslu. Niðurstöður hennar
sýndu afgerandi ósk þjóðarinnar
um nýja stjórnarskrá. Allt kom þó
fyrir ekki og lítið þokast í málinu á
hinum pólitíska vettvangi annað
en ört hækkandi bunkar fundar-
gerða sístarfandi stjórnarskrár-
nefnda. Á meðan nýta baráttu-
menn fyrir nýju stjórnarskránni
öll tækifæri sem gefast til að
benda á þörf fyrir sterkari undir-
stöður lýðræðis og mannréttinda
í landinu.
n Geirfinnsmál:
Sævar Marinó Ciesielski lést
snemma á áratugnum, þann
12. júlí 2011. Tveimur dögum
síðar hóf norn í Vesturbænum
undirskriftasöfnun um áskorun
á innanríkisráðherra að beita sér
fyrir endurupptöku málsins. Þann
7. október sama ár svaraði Ög-
mundur Jónasson, þá innanríkis-
ráðherra, áskoruninni og skipaði
starfshóp til að fara yfir málin.
Starfshópurinn skilaði viðamikilli
skýrslu sem varð grundvöllur
að ákvörðun um endurupptöku
málanna. Hæstiréttur sýknaði
fimm af aðild að mannshvörf-
unum tveimur í fyrra en sáttaum-
leitanir við hina nýsýknuðu fóru í
hnút og lúkning þeirra mála bíður
því næsta áratugar.
n Hrunmálin:
Embætti sérstaks saksóknara
var stofnað árið 2009. Embættið
tók yfir 200 mál til skoðunar en
ákært var í 23 málum og sakfellt
í 17 þeirra og fengu þáverandi
lykilstjórnendur úr öllum við-
skiptabönkunum fangelsisdóma.
Síðasta mál sérstaks saksóknara
er nú í ákæruferli og þau mál
sem hann hefur unnið fyrir hönd
landsmanna á þeim árum sem lið-
in eru frá hruni eru farin að koma
á röngunni til baka frá Mannrétt-
indadómstól Evrópu í Strassborg.
Hróður Íslands vegna málanna
hefur farið víða um heim.
n Nýr Landspítali:
Bygging nýs háskólasjúkrahúss
hefur verið lengi á teikniborðinu.
Nýju spítalaverkefni var hleypt
af stokkunum í nóvember 2009
með viljayfirlýsingu þáverandi
forsætis-, fjármála- og heil-
brigðisráðherra og lífeyrissjóða
um fjármögnun verkefnisins. Lög
um verkefnið voru sett á Alþingi
árið 2010. Verkefnið hefur þokast
hægt áfram en á meðan iðnaðar-
menn af ýmsum þjóðernum reisa
byggingar nýs þjóðarsjúkrahúss
við gömlu Hringbraut eru aðrir
menn enn að vinna fýsileika-
kannanir um heppilega staði fyrir
sömu byggingar.
Þúsund manns ræddu stjórnskipunarmál á þjóðfundi
árið 2010. Þjóðin hefur ekki fengið nýja stjórnarskrá.
Straumhvörf urðu í Guðmundar- og Geirfinnsmálum
með sýknudómi. Enn er ósamið um bótafjárhæðir.
Fjórflokknum hélst misvel á stjórnartaumum landsins árin 2010 til 2020
Bjarni Benedikssson tók við
forystu í ríkisstjórn árið 2017.
Aðeins átta mánuðum síðar
baðst hann lausnar fyrir ráðu-
neyti sitt.
Jóhanna Sigurðardóttir var
forsætisráðherra þegar nýr
áratugur hófst. Hún lauk fullu
kjörtímabili þótt stjórnin héngi
oft á bláþræði.
Katrín Jakobsdóttir tók um-
deilda ákvörðun haustið 2017
og myndaði ríkisstjórn til hægri.
Ekkert bendir til annars en hún
sitji út kjörtímabilið.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
hrökklaðist úr stjórnarráðinu
vegna Pananaskjalanna sem
tryggðu honum stutta heims-
frægð.
2 . J A N Ú A R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð