Fréttablaðið - 02.01.2020, Blaðsíða 10
Orðið „áskoranir“ skýtur oft upp koll-inum í stjórnmála-tali en þær geta líka farið saman við óskir, ekki síst
þegar nýtt ár rennur upp. Af því
sem er fyrirséð mun að minnsta
kosti þrennt ögra stjórnmálalífinu
á þessu ári.
Rétt eins og á árinu 2019 verður
loftslagsváin risavaxin áskorun.
Stjórnvöld munu leggja fram upp-
færða aðgerðaáætlun í loftslags-
málum en fyrsta f jármagnaða
aðgerðaáætlun Íslands var kynnt
haustið 2018. Með verkefnum í
landgræðslu, skógrækt og endur-
heimt votlendis sem eru þegar
farin af stað munum við binda
50% meira kolefni en nú er gert á
hverju ári árið 2030. Þegar opin-
berir styrkir til uppsetningar hrað-
hleðslustöðva um landið allt voru
kynntir tók atvinnulífið rækilega
við sér en alls má gera ráð fyrir um
hálfum milljarði í fjárfestingu í
hleðslustöðvum á komandi ári. Þá
kynnti ríkið stóraukna fjárfestingu
í almenningssamgöngum í gegnum
borgarlínuverkefnið, ákveðið var
að forgangsraða fjármunum í rann-
sóknir á loftslagsmálum og stofn-
aður var nýr samstarfsvettvangur
stjórnvalda og atvinnulífs, Græn-
vangur, um loftslagsmál. Kynntar
voru nýjar grænar ívilnanir og
grænir skattar. Í þessum mála-
flokki er tími aðgerða löngu runn-
inn upp. Ísland getur lagt sitt lóð
á vogarskálar og haft raunveruleg
áhrif með aðgerðum, rannsóknum
og nýsköpun. Ósk mín fyrir Ísland
er að þessar aðgerðir fari að skila
árangri og við setjum okkur áfram
metnaðarfull markmið í barátt-
unni við þessa miklu ógn.
Tæknibreytingar munu hafa áhrif
á vinnumarkað, samfélag og stjórn-
mál. Á árinu sem var að líða var
kynnt skýrsla um fjórðu iðnbylt-
inguna og áhrif hennar á íslenskt
samfélag sem unnin var á vegum
forsætisráðuneytisins. Þar kom
meðal annars fram að miklar líkur
eru á að um 28% íslensks vinnu-
markaðar verði fyrir verulegum
breytingum eða störf hverfi alveg
vegna sjálfvirknivæðingar en á bak
við þessi prósent eru um 54 þúsund
einstaklingar. Þá er því spáð að 58%
starfa taki töluverðum breytingum
en einungis 14% starfa breytist lítið.
Ljóst er að áhrifin verða mismun-
andi fyrir karla og konur og sömu-
leiðis mun búseta skipta máli. Þar
kom einnig fram að Ísland er tækni-
lega vel í stakk búið til að bregðast
við fjórðu iðnbyltingunni en við
getum gert margt til að taka forystu
og tryggja að tæknin skapi tækifæri
fyrir okkur öll. Von er á tillögum
að aðgerðum en þar þarf að líta til
menntunar og rannsókna, hvernig
ágóðinn af tækniframförum skilar
sér til almennings og hvaða áhrif
tæknibreytingar hafa haft á lýðræð-
islega umræðu og fjölmiðlun. Ljóst
er að efla þarf fræðslu og umræðu
um áhrif tæknibreytinga á samfélag
og samskipti því nú þegar hefur
tæknin breytt því hvernig við tölum
saman. Ósk mín er sú að við tök-
umst á við þessar breytingar með
þau skýru markmið að tækniþróun
verði til að efla velsæld alls almenn-
ings, virki eins og vítamínsprauta á
þekkingarsköpun og rannsóknir og
styðji við lýðræðislegar undirstöður
samfélagsins.
Orð síðustu kosninga var tví-
mælalaust orðið „innviðir“. Grettis-
taki hefur verið lyft frá þeim í að
ef la ýmsa félagslega og áþreifan-
lega innviði. Nægir þar að nefna
heilbrigðiskerfið, háskólana og
vegakerfið. Ríkisstjórnin hefur
aukið útgjöld í samfélagsleg verk-
efni um 115 milljarða frá árinu 2017
sem er meira en talið var mögulegt
nokkrum misserum fyrr. Þessir
milljarðar hafa farið í bætta geð-
heilbrigðisþjónustu, minni kostnað
sjúklinga, nýjan Landspítala, minni
skerðingar á framfærslu örorkulíf-
eyrisþega, hærri barnabætur, minni
skattbyrði á tekjulægri hópa, hærri
framlög á hvern háskólanema,
ýmsar samgöngubætur og stór verk-
efni á sviði loftslagsmála. En enn er
frekari þörf á innviðauppbyggingu
eins og við vorum rækilega minnt á í
umfangsmesta rafmagnsleysi síðari
tíma nú í desembermánuði. Aukin
opinber fjárfesting mun einnig
styðja við hagstjórn á tíma þar sem
hægist á í hagkerfinu.
Mín ósk á þessu ári er því sú að
áfram verði haldið á braut velferðar
og uppbyggingar í loftslagsmálum,
tæknibreytingum og samfélags-
innviðum, landsmönnum öllum til
heilla, því það er í senn almanna-
hagur og skynsamleg stefna.
Þrjár óskir fyrir 2020
Nú er upp runnið árið 2020. Þetta er fallegt ártal og ég heyri á mörgum að þeir hafa góða tilf inningu f yrir
þessu ári. Ég er einn þeirra.
Árið 2019 var mikill prófsteinn á
styrk ríkisstjórnarinnar og þá ekki
síður íslenska hagkerfisins. Við
stóðum fyrir réttu ári frammi fyrir
hörðum deilum á vinnumarkaði
sem leystar voru með tímamóta-
samningum sem kallaðir hafa
verið Lífskjarasamningurinn. Það
var mikið högg þegar Wow air
varð gjaldþrota og ekki var það
síður mikill skellur þegar loðna
fannst ekki við strendur Íslands.
Það sýndi svo ekki verður um það
deilt að íslenskt hagkerfi er sterkt að
þola slík áföll. Við höfum frá hruni
náð að byggja okkur upp þannig að
kaupmáttur hefur aldrei verið meiri
og lífsgæði almennt með því besta
sem gerist í heiminum.
Í mínum huga er mikilvægasta
verkefni stjórnmálanna að skapa
umgjörð fyrir fólk til að nýta hæfi-
leika sína og auka þannig lífsgæði
sín og lífshamingju. Við erum svo
lánsöm á Íslandi að búa í þjóðfélagi
þar sem félagslegur hreyfanleiki
er mikill og stéttaskipting með
því minnsta sem gerist og gengur í
samfélögum. Það þýðir ekki að allir
séu ánægðir og sáttir heldur að allir
hafi tækifæri til að verða ánægðir
og sáttir.
Það sem er mér efst í huga um
þessi áramót er að hvetja ungt fólk
til þátttöku í stjórnmálum. Við
höfum séð það á síðustu árum að
ungt fólk hefur mikið að segja og
vill taka þátt í að skapa framtíð sína.
Besti farvegurinn fyrir þann kraft
sem yngri kynslóðir eiga í brjósti
sínu er að taka þátt í stjórnmála-
starfi. Framsókn hefur borið gæfa
til að eiga í röðum sínum öf lugt
ungt fólk sem hefur barist fyrir
hagsmunum yngri kynslóða. For-
ysta Framsóknar hefur í gegnum
tíðina hlustað á þessar raddir og til
dæmis hrint mikilvægum baráttu-
málum yngra fólks í framkvæmd
og vil ég þar sérstaklega nefna fæð-
ingarorlof en flokkurinn hefur bæði
hrint í framkvæmd því brýna jafn-
réttismáli sem fæðingarorlof feðra
er og nú rétt fyrir jól var samþykkt
á Alþingi frumvarp félags- og barna-
málaráðherra um lengingu fæðing-
arorlofs úr níu mánuðum í tólf.
Annað brýnt mál sem snýr sér-
staklega að ungu fólki er frumvarp
mennta- og menningarmálaráð-
herra um nýjan Menntasjóð náms-
manna. Þar er um byltingarkennda
breytingu að ræða, ekki síst hvað
varðar niðurfellingu 30% af náms-
láni að gefnum ákveðnum skilyrð-
um. Í frumvarpinu er einnig áber-
andi sú stefna að nám eigi að vera
öllum aðgengilegt, óháð fjárhag og
búsetu. Í þessu kristallast stefna
Framsóknar frá stofnun flokksins.
Breytingar eru hluti af lífinu.
Ungt fólk er í vaxandi mæli drif-
kraftur breytinga. Viðhorf ungs
fólks í umhverfismálum er mikil-
vægur þáttur í vaxandi meðvitund
allra um mikilvægi þess að takast
á við loftlagsvandann. Ungt fólk
er viljugt til að breyta lífsháttum
sínum til að tryggja komandi kyn-
slóðum betri heim. Hluti af þessum
breyttu kröfum kemur fram í Sam-
göngusáttmála ríkisins og sveitar-
félaganna á höfuðborgarsvæðinu.
Í honum felst að margra áratuga
stöðnun í samgöngum á höfuð-
borgarsvæðinu er rofin með fjöl-
þættum aðgerðum sem miða að
fjölbreyttum samgöngum.
En unga fólkið er ekki aðeins
búsett á suðvesturhorni landsins.
Það er mikilvægt að þau skilyrði séu
sköpuð um allt land að fólk geti sest
þar að og átt gott líf. Samgöngur,
fjarskipti, raforka, heilbrigðisþjón-
usta og menntun eru þar í lykilhlut-
verkum.
Það býr mikill kraftur í íslensku
samfélagi. Þann kraft þurfum við að
leggja áherslu á að virkja. Við stönd-
um frammi fyrir miklum breyt-
ingum þegar sjálfvirknivæðing og
gervigreind fjórðu iðnbyltingar-
innar verða að veruleika. Lykillinn
að því að Ísland standi framarlega
meðal þjóða er að leiða saman ólíka
krafta og byggja upp fjölbreytt sam-
félag sem þar sem allir hafa tækifæri
til að skapa sér gott líf.
Ég óska öllum landsmönnum
gleðilegs árs og hlakka til að vinna
að frekari umbótum í íslensku sam-
félagi. Þar verður samvinnan í aðal-
hlutverki.
Ísland tækifæranna 2020
Katrín
Jakobsdóttir
formaður
Vinstri grænna
og forsætisráð-
herra
Hugleiðingar formanna við áramót
Hvað ber árið 2020 í skauti sér? Hver verða brýnustu verkefni þjóðarinnar sem takast þarf á við? Hvar liggja helstu sóknarfærin?
Leiðtogar þeirra stjórnmálaflokka sem eiga fulltrúa á Alþingi horfa hér fram á veginn og gera grein fyrir helstu áherslunum.
Af því sem er
fyrirséð mun að
minnsta kosti þrennt ögra
stjórnmálalífinu á þessu ári.
Sigurður Ingi
Jóhannsson
formaður
Framsóknar-
flokksins og
samgöngu- og
sveitarstjórnar-
ráðherra
Það býr mikill
kraftur í íslensku
samfélagi. Þann kraft
þurfum við að leggja áherslu
á að virkja.
2 . J A N Ú A R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð