Fréttablaðið - 02.01.2020, Blaðsíða 24
Tískubylgjur
næsta áratugar
munu horfa til
umhverfismála.
Margir, mismunandi tísku-straumar hafa einkennt áratuginn sem er að líða.
Oft hefur verið sagt að bæði allt og
ekkert sé í tísku og því segir Andri
Unnarsson fatahönnuður erfitt að
spá fyrir um tísku næsta áratugar.
Andri er í meistaranámi í fata-
hönnun við Konunglega listahá-
skólann í Kaupmannahöfn.
„Tískan hefur verið í ákveðinni
upplausn, það er allt í tísku og ekk-
ert. Það er alveg jafn kúl að vera
í öllu svörtu eða í einhverju með
blómamunstri. Það verður gaman
að sjá hvernig það mun þróast.“
Tískustraumar hafa því verið mjög
óútreiknanlegir, sérstaklega eftir
komu samfélagsmiðla. „Ég myndi
segja það. Það er ekki hægt að gefa
sér fyrir fram einhverja ákveðna
litapallettu eða eitthvað ákveðið
form fyrir næsta áratug, en hvernig
við neytum fatnaðar mun vissu-
lega móta útlitið á honum.“
Umhverfisvernd í höndum
nýrra fatahönnuða
Andri er viss um að tískufatn-
aður verði sjálf bærari með meiri
áherslu á umhverfisvernd. „Það
mætti alveg gera ráð fyrir að
fyrirtæki fari að vinna meira
með hönnun á endurnýtanlegum
efnum eða að endurvinna gamlar
flíkur, í stað þess að kaupa alltaf
inn nýtt. Þau munu reyna að finna
lausnir í þeim dúr.“
Þó það væri jákvætt ef tískurisar
myndu framleiða færri fatalínur á
ári þá telur Andri ólíklegt að það
muni gerast. „Það væri frábært en
ég held að við sem neytendur séum
ekki nógu meðvituð um eigin fata-
neyslu til að hætta að kaupa svona
mikið og stærstu tískurisarnir hafa
ekkert talað um að minnka við sig.
En vonandi gerist það samt.“
Fatahönnuðir framtíðar verða
Tíska næsta áratugar
Karen Briem
og Andri Hrafn
Unnarsson vöktu
mikla athygli
síðastliðinn vetur
þegar þau hönn-
uðu búninga fyrir
Hatara sem tóku
þátt í Eurovision.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
þó líklega meðvitaðri um ábyrga
neyslu og framleiðslu. „Flestir skól-
ar eru að hamra þetta í nemendur
í fatahönnun. Þú getur hvort eð er
eiginlega ekki stofnað tískufyrir-
tæki og ætlað þér að fara í gamla
viðskiptamódelið, það myndi ekki
reka sig með sölu.“ Fatahönnuðir
verða að leita annarra leiða til að
framleiða föt og auglýsa sig.
„Með því að til dæmis koma sér
öðruvísi á framfæri en að vera með
hefðbundnar tískusýningar sem
er fáránlega dýrt. Mörg fyrirtæki
eru að nota samfélagsmiðla sem
aðalupplýsingamiðil sinn. Það er
gaman að sjá að fólk er að nota
önnur form af tískusýningum en
„runway“ formið.“
Meiri rómantík
í minni framleiðslu
Smærri hönnuðir eru sjaldnar að
opna verslanir í dag, til að minnka
álagningu á föt og geta þá frekar
lagt áherslu á umhverfisvæna
og vandaða hönnun. Þó stóru
búðirnar munu líklega ekki hverfa
þá verður kannski minna af nýjum
fataverslunum í vestrænum heimi.
„Fólk er að kaupa meira af netinu
hvort sem er þannig að það væri
ekki beint að vinna með þér að
reka verslun, allavega ekki í vest-
ræna heiminum. Það er aðeins
öðruvísi í Asíu skilst mér, þar sem
er meiri gróska í kringum það að
reka fataverslun.“
Það sem Andri væri helst til í
að sjá er minni fjöldaframleiðsla í
tískuheimi framtíðarinnar. „Það er
meiri rómantík í fötum ef þau fá að
vera búin til með aðeins flóknari
hætti en að framhlið og bakhlið sé
splæst saman á tíu mínútna fresti
í verksmiðju. Frekar að það sé
nostrað við þau, með smá arki-
tektúr í sköpuninni.“
Sólrún
Freyja Sen
solrunfreyja@frettabladid.is
Kjóllinn á myndinni er einnotaog innblásinn af neyslumenningu.
Andri Unnarsson fatahönnuður
segir erfitt að spá fyrir um tísku
næsta áratugar.
Þú getur hvort eð
er eiginlega ekki
stofnað tískufyrirtæki
og ætlað þér að fara í
gamla viðskiptamódelið,
það myndi ekki reka sig
með sölu. Fatahönnuðir
verða að leita annarra
leiða til að framleiða föt
og auglýsa sig.
6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 . JA N ÚA R 2 0 2 0 F I M MT U DAG U R