Fréttablaðið - 02.01.2020, Blaðsíða 16
Frá degi til dags
Halldór
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir RITSTJÓRAR: Davíð Stefánsson david@frettabladid.is, Jón Þórisson jon@frettabladid.is,
MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is.
Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is
LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Nægjusemi
ætti að ráða
ríkjum á
þessum
gleðidegi og
það þarf að
auka vitund
fólks á þeirri
skaðsemi sem
skoteldunum
fylgir.
Starfið felst í
því að greina
vandann,
veita félags-
lega ráðgjöf
og efnislegan
stuðning.
Sunna Karen
Sigurþórsdóttir
sunna@frettabladid.is
EKKERT
BRUDL
Vistvænni bleiur
Bambo Nature bleiur
4 tegundir
kr./pk.1.198
Einu sinni á ári breytist höfuðborgarsvæðið í litríkt og glitrandi sprengjusvæði. Ísland verður með eftirsóttustu löndum heims og ferðamennirnir flykkjast til landsins til þess að fylgjast með ævintýralegri skotgleði landans. Þeir
horfa með undrun þegar fjölskyldur koma saman á
götum úti þar sem þær skiptast á að kveikja í hverri
rakettunni á fætur annarri, börn og fullorðnir með
kveikjara, stjörnuljós og önnur eldfæri á lofti, og
fagna síðan ákaft þegar skothvellirnir heyrast.
Flugeldagleði Íslendinga er engu lík. Eldf laug
unum er skotið á loft í þakklætisskyni fyrir hið
liðna samhliða því sem litið er til hins nýja, í von
um bjartari og betri framtíð. Áramótunum fylgir
tilhlökkun og gleði og fátt jafnast á við samveru
stundirnar með vinum og vandamönnum fram
undir morgun. Hefð sem dregur fólk saman með
f lugeldasýningu í hverri götu í öllum úthverfum
borgarinnar og víðar.
Flugeldabrjálæði væri raunar frekar réttnefni
yfir þessa áramótahefð Íslendinga. Þessari óþörfu
hefð fylgir nefnilega fátt annað en skammvinn
gleði, peningasóun og svartur reykjarmökkur
sem leggst yfir alla borgina, svo ekki sé nefnt
ruslið sem blasir við á nýársmorgun og fæstir
kæra sig um að þrífa upp. Loftmengun fer langt
yfir heilsuverndarmörk og nú í ár mældist svif
ryk mest um sexfalt það sem heilsuverndarmörk
miða við. Sama var upp á teningnum á síðasta ári,
líkt og undanfarin ár, en þá skipaði umhverfis
ráðherra starfshóp sem átti að skila tillögum í
febrúar um hvernig hægt væri að bregðast við.
Þeim tillögum hefur enn ekki verið skilað inn.
Það verður að teljast staðreynd að f lugeldarnir
hafa f leiri ókosti en kosti, en þó verður að hafa
í huga að þeir eru mikilvæg tekjulind bæði fyrir
björgunarsveitir landsins og ferðaþjónustuna.
Önnur staðreynd sem einnig þarf að líta til er
loftslagsváin. Raunverulegt vandamál sem allir
þurfa að láta sig varða. Þess vegna er kominn tími
á að endurskoða áramótahefð okkar en með það
að leiðarljósi að halda þeim tekjum sem áramótin
skila þjóðinni. Ekki með boðum og bönnum,
enda skila þau engu, heldur þarf að skýra reglu
verkið utan um skotelda og leita leiða til þess að
draga úr notkun þeirra. Með auknum hagvexti
eykst f lugeldasala ár frá ári og við erum komin
langt fram úr okkur í skotgleðinni. Nægjusemi
ætti að ráða ríkjum á þessum gleðidegi og það
þarf að auka vitund fólks á þeirri skaðsemi sem
skoteldunum fylgir. Þannig drögum við bæði úr
mengun og þeir sem þola hana illa fá betur að
njóta.
Nýju ári fylgja nýjar áskoranir, stórar sem
smáar, og með samheldni og fræðslu getum
við gert enn betur. Þessu þurfa stjórnvöld, með
umhverfisráðherra í fararbroddi, að huga að.
Flugeldagleðin
Skaupið
Nú er hafið það árvissa og bráð-
skemmtilega tímabil þar sem
landsmenn rífast um Skaupið.
Hvort það hafi verið gott eða
vont, skemmtilegt eða leiðinlegt.
Hvernig lokalagið hafi verið eða
ekki verið.
Þetta eru alveg leiftrandi
skemmtileg rifrildi þar sem allir
eru ósáttir við skoðanir hinna
og engin niðurstaða fæst. Þetta
tímabil er ekki langt, aðeins
örfáir dagar og því áríðandi
að hefja strax undirbúning að
næsta rifrildisefni.
Stóri framboðsleikurinn
Þess þurfti ekki lengi að bíða.
Rúmum hálfum sólarhring eftir
að kreditlisti Skaupsins rann
eftir skjánum, tilkynnti for-
setinn að hann langaði að vera
forseti lengur. Þessi tilkynning
hefur nú þegar hrundið ýmsum
framboðsvangaveltum af stað
og menn strax farnir að að tjá
sig á samfélagsmiðlum. Vanga-
velturnar munu líklega aukast
á næstu vikum. Nöfn manna
munu skjóta upp kollinum og
þeir svo beðnir að bregðast við.
Þeir segjast þá vera að íhuga
málið eftir að menn hafi komið
að máli við sig og f leira skemmti-
legt. Aðrir munu þvertaka fyrir
framboð en svo gefa í skyn að
þeir gætu mögulega verið til-
kippilegir þegar nær dregur.
Þessi samkvæmisleikur er bráð-
skemmtilegur og getur lýst upp
skammdegið.
Bjarni Gíslason
framkvæmda-
stjóri Hjálpar-
starfs kirkjunnar
Fimmtíu ára er enginn aldur“ er oft sagt þegar einhver verður fimmtugur. Það verður reyndar að fylgja sögunni að þeir sem segja þetta eru lang
oftast eldri en fimmtíu ára. En látum það liggja á milli
hluta, það er sem betur fer staðreynd að æfi mannsins
er sífellt að lengjast og heilsan að batna. En 50 ár eru
samt nokkuð. Hjálparstarf kirkjunnar var stofnað 9.
janúar 1970 og er því 50 ára. Og hvað? segir kannski
einhver. Og við höfum nú í fimmtíu ár verið farvegur
fyrir hjálp til sjálfshjálpar. Með góðum stuðningi
Íslendinga, yfirvalda, fyrirtækja, safnaða og einstakl
inga hefur hjálparstarfið verið farvegur fyrir hjálp,
ráðgjöf, valdeflingu, virkni og farsæld fólks á Íslandi
og um allan heim.
Á Íslandi veitir Hjálparstarf kirkjunnar fólki sem býr
við fátækt aðstoð í neyðartilfellum ásamt því að beina
fólki þangað sem það getur vænst aðstoðar sem stofn
unin veitir ekki. Rík áhersla er á valdeflingu kvenna
og að tryggja velferð barna. Starfið felst í því að greina
vandann, veita félagslega ráðgjöf og efnislegan stuðn
ing. Verkefnin erlendis eru flest unnin í samstarfi við
Lútherska heimssambandið og Alþjóðlegt hjálparstarf
kirkna, ACT Alliance. Meginmarkmið eru að fólk sem
býr við sára fátækt geti séð sér farborða á sjálfbæran
hátt. Verndun umhverfis og valdefling, og þá kvenna
sérstaklega, eru áhersluþættir í verkefnunum sem
unnin eru í samvinnu við fólkið sjálft á hverjum stað.
Í tilefni af afmælinu stendur Hjálparstarf kirkj
unnar fyrir málþingi á Grand hóteli á afmælis
deginum fimmtudaginn 9. janúar kl. 16.30. Yfir
skriftin er Valdefling kvenna – Frasi eða framfarir?
Þar verður fjallað um af hverju áhersla er lögð á vald
eflingu kvenna. Ber það árangur? Forsetafrú Eliza Reid,
Magnús Árni Skjöld Magnússon, forseti félagsvísinda
og lagadeildar Háskólans á Bifröst, flytja erindi en þau
eru bæði virk í baráttunni fyrir kynjajafnrétti. Félags
ráðgjafarnir Sædís Arnardóttir og Vilborg Oddsdóttir
fjalla um efnið út frá starfinu á Íslandi og Bjarni Gísla
son framkvæmdastjóri út frá þróunarsamvinnuverk
efnum í Úganda og Eþíópíu. Loks eru pallborðsum
ræður. Verið velkomin á afmælismálþing!
Hjálparstarf í fimmtíu ár
2 . J A N Ú A R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R14 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SKOÐUN