Fréttablaðið - 02.01.2020, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 02.01.2020, Blaðsíða 20
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Hjördís Erna Þorgeirsdóttir | hjordiserna@frettabladid.is s. 550 5767 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@ frettabladid.is s. 550 57686 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Jóhanna Helga Viðarsdóttir Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103, Birgitta Líf er markaðs- og sam-félagsmiðlastjóri hjá World Class. Að auki er hún mikill áhrifavaldur á Instagram með þúsundir fylgjenda. Á áramótum setja margir sér markmið um að hreyfa sig meira á nýju ári og taka upp bættan lífsstíl. Birgitta tekur undir að flestir setji sér áramóta- heit tengd hreyfingu eða heilsunni almennt. „Enda vill maður alltaf stefna að því að verða besta útgáfan að sjálfum sér,“ segir hún. Bara byrja rólega Þegar hún er beðin um góð ráð til þess, svarar hún. „Ég myndi hvetja fólk til að setja sér lítil og raunhæf markmið, til dæmis um að mæta að lágmarki x-sinnum í mánuði eða setja sér markmið um að prófa nýjar æfingar eða hóptíma. Það getur einnig verið góð hvatning að deila markmiðinu með einhverj- um og finna sér skemmtilegan æfingafélaga í leiðinni. Þeir sem fara of geyst af stað eða setja sér óraunhæf markmið eru líklegri til að falla af vagninum og því mikil- vægt að reyna að finna sinn gullna meðalveg til að halda dampi,“ bætir hún við. „Það er endalaust úrval fyrir alla.“ Hreyfingin nauðsynleg Birgitta hvetur fólk til að skoða úrval af þeim hóptímum sem boðið er upp á í líkamsræktar- stöðvum og prófa alls kyns tíma. „Langflestir bjóða upp á tíma með mismunandi erfiðleika- stigi og ættu allir að geta fundið eitthvað og gert á sínum hraða og innan sinna marka, hvort sem það er í jóga, hjólatímum, leik- fimitímum eða öðru. Hreyfing af einhvers konar tagi er ekki bara heppileg heldur nauðsynleg fyrir alla sem hafa tök á að hreyfa sig á annað borð. Almenn hreyfing bætir lífsgæðin og stuðlar að betri heilsu.“ Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is Birgitta er vinsæl á Instagram. Þessa skemmtilegu mynd birti hún þar með hundinum Bellu en báðar eru vel klæddar. Framhald af forsíðu ➛ Birgitta segir að það hafi orðið vitundarvakning síðustu ár meðal eldra fólks hvað hreyfingu varðar. „Fólk hefur áttað sig á hversu góð hreyfingin er fyrir heilsuna og sífellt f leiri stunda æfingar reglu- lega. Aldurshópurinn hjá okkur í World Class er mjög breiður. Ég get tekið dæmi af afa mínum sem er 88 ára og mætir alla daga. Svo lengi sem fólk hefur getu til ættu allir að stunda einhvers konar hreyfingu og að sjálfsögðu má alltaf gera gott betur,“ greinir hún frá og bætir við að aldrei hafi f leiri stundað líkamsrækt hér á landi. „Íslendingar eru langt yfir meðallagi hvað varðar þá sem mæta í líkamsræktarstöðvarnar miðað við höfðatölu. Það virðist orðið eins eðlilegt í daglegu amstri að mæta í ræktina eins og að fara út í búð og við eigum klapp skilið fyrir hversu dugleg þjóðin er.“ Margt hægt að gera Birgitta bendir á að hreyfingin geti verið verið alls konar, til dæmis bara að taka stiga í staðinn fyrir lyftu eða leggja bílnum aðeins lengra frá vinnu eða verslun og fá smá göngutúr. „Fólk ætti að stunda einhverja hreyfingu að lágmarki tvisvar í viku en allt er betra en ekkert,“ segir hún. „Þegar fólk byrj- ar að hreyfa sig reglulega verður það líka hvatning til að borða holl- ari mat. Bæði er það hvatningin og svo þarf maður meiri orku og betri næringarefni þegar hreyfingin er meiri. Mataræði og hreyfing tala því klárlega saman.“ Alin upp í líkamsrækt Birgitta þekkir þetta vel þar sem hún umgengst fólk daglega sem er duglegt að hreyfa sig auk þess sem hún æfir sjálf alla daga, eða að meðaltali 6-8 sinnum í viku. Þar fyrir utan hefur hún kennt börnum og unglingum dans og er lærður einkaþjálfari. Að auki hefur hún tekið námskeið í CrossFit. Hún er þó ekki að kenna eða þjálfa um þessar mundir enda nóg að gera í hennar starfi. Birgitta æfði dans frá þriggja ára aldri. „Það lá síðan beinast við að ég byrjaði að stunda líkams- rækt í kringum 15 ára aldur, enda nánast alin upp í World Class. Áhuginn hefur ekkert nema aukist með árunum og ég lifi og hrærist í þessum heimi.“ Þegar hún er spurð hvort hún hugsi mikið um mataræðið, svarar hún. „Já og nei. Ég borða nokkuð venjulega myndi ég segja, leyfi mér ís, nammi og pitsur þegar mig lang- ar og fer reglulega út að borða en ég reyni þó að stilla öllu í hóf. Ég hef ekki gaman af boðum og bönnum enda horfi ég hvorki á æfingar né mataræði sem eitthvað tíma- bundið ástand heldur eitthvað sem ég vil að endist út lífið. Ég reyni þó auðvitað að borða almennt í holl- ari kantinum og finn mikinn mun á orku og styrk á æfingum eftir því hvernig ég borða.“ Instagram stjarna sem hefur áhrif Það er óhætt að segja að líf hennar snúist um líkamsrækt þar sem hún sér um markaðsmál og samfélags- miðla fyrir World Class, Laugar Spa og WorldFit. „Ég aðstoða mömmu og pabba við þróun og rekstur á stöðvunum og svo hef ég yfirum- sjón með WorldFit, sem er sér- þjálfun innan World Class þar sem æfingarnar samanstanda meðal annars af kraftlyftingum, þol- þjálfun, ólympískum lyftingum og fimleikahreyfingum.“ Birgitta segist oft lenda í spjalla við fólkið sem stundar æfingar reglulega, ekki bara í vinnunni heldur einnig í gegnum samfélags- miðlana. Hún sýnir mikið frá æfingum á Instagram, ræðir um mataræði og sitt daglega líf. „Fólk segir mér frá líðan sinni, góðum félagsskap og svo aukinn styrk og metnað á mörgum sviðum í kjölfar þess að byrja að stunda æfingar. Það er afar jákvætt að heyra af góðum hlutum,“ segir Birgitta Líf og það er örugglega hægt að taka undir orð hennar að hreyfing er alltaf til bóta og aldrei of seint að byrja. Birgitta segir að fólk komist í skemmti- legan félags- skap í gegnum heilsurækt. Svo lengi sem fólk hefur getu til ættu allir að stunda einhvers- konar hreyfingu og að sjálfsögðu má alltaf gera gott betur. Útsalan hafin Str. 36-56/58 Opið í dag 12-18 Bæjarlind 6 • S. 554 7030 Við erum á Facebook 40-50% afsláttur Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is Verslunin Belladonna NETVERSLUN WWW.BELLADONNA.IS ÚTSALAN ER HAFIN 30-50% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM ÚTSÖLUVÖRUM 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 . JA N ÚA R 2 0 2 0 F I M MT U DAG U R

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.