Fréttablaðið - 02.01.2020, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 02.01.2020, Blaðsíða 40
SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Gústaf Bjarnason gustaf@frettabladid.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson, hlynur@frettabladid.is , Sigfús Örn Einarsson sigfus@frettabladid.is, Svava O’Brien svava@frettabladid.is, Örn Geirsson orn.geirsson@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5077: Atli Bergmann atli@frettabladid.is, Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is. FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is, Viðar Ingi Pétursson vip@frettabladid.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Guðrún Inga Grétarsdóttir gudruninga@frettabladid.is Sparaðu allt að 50-70%! info@fedaszdental.huHafðu samband: + 36 70 942 9573 www.tannlaeknathjonusta.is Fyrir Eftir Tannlækningar í Ungverjalandi N Ý F O R M h ú s g a g n a v e r s l u n h ú s g a g n av e r s l u n Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Komið og skoðið úrvalið K371 sófi Fáanlegt í leðri og tauáklæði, margir litir 3ja sæta 2ja sæta og stólar Opið virka daga 11-18 laugardaga 11-15 – við Laugalæk Íslenskt kjöt Íslensk framleiðsla Bjórsalami sem bragð er af. Úrval af vörum sem koma þér og þínum í hátíðarskap. Slakaðu á með Slökun g Lítil orka g Þróttleysi g Veik bein g Hormóna ójafnvægi g Svefntruflanir g Vöðvakrampar, kippir og spenna g Kölkun líffæra g Óreglulegur hjartsláttur g Kvíði g Streita g Pirringur Einkenni magnesíum- skorts www.mammaveitbest.is Slakaðu á með Slökun g Lítil orka g Þróttleysi g Veik bein g Hormóna ójafnvægi g Svefntruflanir g Vöðvakrampar, kippir og spenna g Kölkun líffæra g Óreglulegur hjartsláttur g Kvíði g Streita g Pirringur Einkenni magnesíum- skorts www.mammaveitbest.is Slakaðu á með Slökun g Lítil orka g Þróttleysi g Veik bein g Hormóna ójafnvægi g Svefntruflanir g Vöðvakrampar, kippir og spenna g Kölkun líffæra g Óreglulegur hjartsláttur g Kvíði g Streita g Pirringur Einkenni magnesíum- skorts www.mammaveitbest.is lakaðu á eð lö g Lítil orka g Þróttleysi g Veik bein g Hormóna ójafnvægi g Svefntruflanir g Vöðvakrampar, ki pir og spe na g Kölkun líffæra g Óreglulegur hjartslá tur g Kvíði g Streita g Pi ringur Einke i agnesí skorts i t.i Mikill ljósagangur með blikki og litadýrð getur kallað fram flog hjá fólki með ljósnæma floga- veiki. Blá ljós lögreglubíla og diskó- ljós á dansgólfi geta komið illa við f logaveika og reynst stórvarasöm rétt eins og glæringar frá töfrasprot- um Harrys Potter og félaga, spreng- ingar og jafnvel bjarmi geislasverða í myrkum bíósal. Disney-samsteypan sem fram- leiðir Star Wars-myndirnar sá þann- ig ástæðu til þess að hvetja eigendur kvikmyndahúsa til þess að vara flogaveika sérstaklega við nokkrum atriðum í The Rise of Skywalker sem gætu hugsanlega kallað fram flog. Halla Ásdísardóttir hefur komist í hann krappan í bíó og segir að vissulega skerði f logaveikin lífs- gæði hennar sem kvikmyndaáhuga- manneskju með sérstakan áhuga á nördabíói eins og Harry Potter, Star Wars og Marvel svo eitthvað sé nefnt. „Það er svolítið kaldhæðnislegt að ég hef frekar lent í því að það sé varað við ljósum þegar þau eru ekki í myndunum,“ segir Halla og bendir á að þótt vissulega megi hrósa Disney fyrir varnaðarorðin nú þá marki þau engin straumhvörf þar sem um þekkt vandamál er að ræða. „Það virðist fara rosalega eftir bíó- húsum hvernig tekið er á þessu en auðvitað á bara að koma viðvörun á tjaldið um að það gætu verið vara- söm ljós í myndinni, áður en hún byrjar,“ segir Halla og ítrekar alvar- leika málsins. „Þetta er svakalegur kvíðavaldur enda geta ákveðin ljós og jafnvel hljóð valdið mígreni, flogum og svo miklu álagi á heilann að tilfinningin líkist heilablóðfalli.“ Hættuleg geislasverð Halla er eins og sannur nörd mjög spennt fyrir nýju Stjörnustríðs- myndinni en þegar Fréttablaðið ræddi við hana var hún enn að vega og meta hvort það væri áhættunnar virði að reyna að sjá myndina í kvik- myndahúsi. „Mig langar svo mikið til þess en kvíði því líka svaka- lega vegna þess að seinasta mynd var svo ágeng á heilann í mér að ég dáleiddist eiginlega bara og sofnaði,“ segir Halla og bætir aðspurð við að geisla- sverðin sem oft er brugðið á loft í Stjörnustríðum geti verið varasöm þótt þau láti ekki jafn illa og biluð flúrljósapera. „Þau geta alveg verið vara- söm stundum. Það fer samt svolítið eftir því hvernig þau eru opnuð og þeim beitt.“ Hún segist einnig finna fyrir því að geislasverðin í gömlu myndunum séu mein- lausari en í nýrri myndum, þannig að meira flökt virðist verða á þeim eftir því sem tölvutæknibrellunum fleygir fram. Venom gerir árás Ótti Höllu er síður en svo ástæðu- laus þar sem hún hefur lent í miklum hremmingum og haustið 2018 ræddi hún við Fréttablaðið.is um þjáningar sem hún tók út eftir að hún og unn- usti hennar fóru full eftirvæntingar að sjá ofurhetjumyndina Venom í Borgarbíói á Akureyri. Segja má að þar hafi andhetjan Venom gert óvænta og ágenga árás með blikkljósum þannig að hún fann strax fyrir miklum óþægindum og óttaðist að hún myndi hrynja niður í flogi. „Þetta atriði var svakalegt,“ sagði Halla sem fékk strax höfuðverk og sortnaði fyrir augum. „Það kemur stund- u m f y r ir að svona blikkljós nánast dáleiði mig þannig að ég þarf að slíta augun frá þeim með miklu átaki. Ég hélt ég væri að fara að detta út þegar mér tókst að líta undan en þá var ég farin að tárast af verkjum.“ Neitaði sér um Harry Potter Halla er einarður og staðfastur Harry Potter-aðdáandi og ber tvö húðflúr því til staðfestingar og það segir sína sögu um hversu erfið og sársaukafull flogin sem hún fær geta verið að hún þorði ekki að horfa á lokauppgjör drengsins sem lifði af og þess sem ekki má nefna í bíó. „Þá lá alveg við að ég færi að gráta,“ segir Halla um þá stund sannleikans þegar kvíðinn varð spennunni og eftirvæntingunni yfirsterk- ari. „Ég vissi bara að síðustu tvær myndirnar yrðu ógeðslega ágengar vegna þess að það eru svo margir bardagar með töfrasprotum og til- heyrandi ljósglæringum í miklu myrkri.“ Halla tók því þá þungbæru ákvörðun að láta frumsýningar myndanna fram hjá sér fara og bíða þess að geta horft á þær í öruggara umhverfi heima hjá sér með fólki sem væri búið að fara í gegnum myndirnar áður til þess að geta varað hana við á réttum stöðum. Að sama skapi ákvað Halla að leiða frumsýningaræsinginn í kringum The Rise of Skywalker hjá sér fyrir jól og reyna frekar að fá pabba sinn, sem er ákafur aðdáandi, til þess að fylgja sér á myndina eftir hátíðarnar. „Nema ég reyni að plata sæta manninn minn með mér,“ segir Halla og er ekki alveg tilbúin til þess að sleppa enn einni óvissuferðinni til stjörnuþokunnar í fjarskanum. toti@frettabladid.is Geislasverð geta ógnað flogaveikum bíógestum Fólk með ljósnæma flogaveiki hefur verið varað við ljósagangi í nýju Stjörnustríðsmyndinni. Reynslan og harkaleg árás ofurhetjunnar Venom hafa kennt Höllu Ásdísardóttur að stíga svo varlega inn í ævintýraheima að hún þorir varla á The Rise of Skywalker í bíó. „Mamma býr í Englandi og ég hef tekið eftir því að þar er alltaf varað við ljósagangi í kvikmyndahúsum jafnvel þótt þau séu ekki ágeng í viðkomandi mynd,“ segir Halla sem er flogaveik og hefur oft komist í hann krappan í bíó. 2 . J A N Ú A R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R30 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.