Fréttablaðið - 02.01.2020, Blaðsíða 18
2 . J A N Ú A R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R16 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SPORT
FÓTBOLTI Það er óhætt að segja
að tölfræði karlaliðs Liverpool í
knattspyrnu á árinu 2019 hafi verið
mögnuð. Liðið spilaði nánast óað-
finnanlega í ensku úrvalsdeildinni
á seinni hluta síðustu leiktíðar en
þrátt fyrir að fá 97 af 114 mögu-
legum stigum í deildinni dugði það
ekki til sigurs.
Liverpool hélt uppteknum hætti
á yfirstandandi leiktíð og hefur
raunar spýtt í lófana þar sem ein-
göngu tvö stig af þeim 57 stigum sem
hafa verið í boði hafa farið í súginn.
Árið skilaði þremur bikurum í
bikarsafnið en Klopp tryggði sér
þar sína fyrstu titla eftir fjögurra ára
veru hjá félaginu. Fyrst vann Liver-
pool Meistaradeild Evrópu, þá Ofur-
bikar Evrópu og í lok ársins bættist
síðan heimsmeistaratitill félagsliða
í flóruna.
Hér má sjá nokkra tölfræðipunkta
frá árinu 2019 hjá Liverpool:
n Liverpool hefur haft betur í 45 af
þeim 58 leikjum sem liðið hefur
spilað á árinu. Jafnteflin voru
sjö en Liverpool beið ósigur í
sex leikjum. Til samanburðar
má nefna að Manchester United
og Tottenham Hotspur báru
samanlagt sigur úr býtum í 51
leik á árinu sem var að líða.
n Liverpool skoraði 129 mörk í
öllum keppnum á árinu 2019 en
í 12 leikjum náði liðið að skora
fjögur mörk eða meira. Eftir-
minnilegasti leikurinn þar sem
liðið náði að finna netmöskvana
hjá andstæðingi sínum fjórum
sinnum var 4-0 sigurinn gegn
Barcelona í seinni leik liðanna í
undanúrslitum Meistaradeildar-
innar.
n Þó nokkrir leikir Liverpool á
árinu enduðu með dramatískum
hætti en liðið skoraði 27 mörk á
80. mínútu leikjanna eða síðar.
Þar á meðal voru sigurmörk í
uppbótartíma leikjanna. Divock
Origi tryggði liðinu til að mynda
eftirminnilegan sigur í ná-
grannaslag á móti Everton.
n Fjórir leikmenn Liverpool kom-
ust í tveggja stafa tölu í marka-
skorun á árinu. Sadio Mané átti
frábært ár en hann skoraði 30
mörk og Mohamed Salah kom
þar á eftir með 24 mörk. Roberto
Firmino skoraði svo 15 mörk og
Origi 11 mörk.
n Alls skoruðu 18 mismunandi
leikmenn fyrir Liverpool á árinu
en þeir komust allir á blað tíma-
bilið 2019 til 2020.
n Fjórir leikmenn Liverpool voru
á meðal tíu efstu í Ballon d’Or
kjörinu en Virgil van Dijk varð
í öðru sæti, Sadio Mané í því
fjórða, Mohamed fylgdi fast
á hæla félaga síns í framlínu
liðsins í fimmta sæti og Alisson
Becker sem var valinn besti
markmaður ársins var í sjöunda
sæti.
n Ekkert lið hefur áður fengið 97
stig í ensku úrvalsdeildinni í
knattspyrnu karla án þess að
það skili liðinu meistaratitli. Þá
var þetta enn fremur þriðji besti
árangur liðs í sögu deildarinnar.
n Liverpool hefur leikið 26 leiki
á heimavelli sínum Anfield í
öllum keppnum á árinu án þess
að lúta í gras en liðið hefur farið
með sigur af hólmi í 22 leikjum
og gert fjögur jafntefli. Eitt af
þessum jafnteflum endaði í
vítaspyrnukeppni þar sem liðið
hafði betur.
n Af þessum 26 heimaleikjum eru
19 deildarleikir þar sem 18
sigrar hafa komið í hús.
Sigur Liverpool á móti
Wolves um síðustu
helgi var sá 17 í röð í
deildinni á heimavelli
en liðið þarf þrjá sigra
í viðbót til þess að
jafna met Manchester
City frá árinu 2012.
n Liverpool hefur nú
farið í gegnum 50
leikja hrinu á heima-
velli í deildinni án þess að
tapa. Liðið hefur á þeim
tíma farið með sigur af hólmi í
40 leikjum og gert tíu jafntefli.
Tvisvar hafa lið náð betri árangri
en það, Chelsea fór í gegnum 86
leiki án þess að lúta í lægra haldi
frá 2004 til 2008 og Liverpool 63
leiki frá 1978 til 1980.
n Liverpool laut í lægra haldi í
einum deildarleik á árinu 2019
en það var gegn Manchester
City í upphafi ársins. Engu öðru
liði hefur tekist að fara í gegnum
heilt ár þar sem það bíður ósigur
í einvörðungu einum deildar-
leik. Manchester United tapaði
í tveimur deildarleikjum árið
2010 og það sama gerði Manc-
hester City árið 2017.
n Arsenal er eina liðið sem hefur
farið taplaust í gegnum heilt
tímabil í ensku úrvalsdeildinni
en liðið stóð uppi sem sigurveg-
ari í 26 leikjum tímabilið 2003 til
2004 og gerði 12 jafntefli. Liver-
pool hefur eins og sakir standa
gert eitt jafntefli á leiktíðinni
sem nú er rúmlega hálfnuð og
sigrað í 18 leikjum.
n Ekkert annað lið hefur unnið í
jafnmörgum deildarleikjum
og Liverpool gerði árið 2019
en liðið hafði betur í 31 af
37 deildarleikjum sínum.
Þá náði liðið í 2,65
stig í leik að meðal-
tali en það er einnig
met. Liverpool fékk
flest stig í deildinni á
árinu 2019 eða 98
stig talsins, sex
stigum meira en
Manchester City.
Liverpool vantaði
hins vegar fjögur stig
til þess að slá stiga-
metið á einu almanaksári en
það met á Man chester United
frá árinu 1993.
Frábært ár að baki hjá Liverpool
Liverpool fær Sheffield United í heimsókn á Anfield í fyrsta leik sínum á almanaksárinu 2020. Sá leikur er lokaleikur 21. umferðar
ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla. Lærisveinar Jürgen Klopp freista þess að fylgja eftir glæsilegum árangri á nýliðnu ári.
Liverpool vann þrjá titla á síðasta ári en liðið bar sigur úr býtum í Meistaradeild Evrópu um vorið, Ofurbikar Evrópu um haustið og heimsmeistaramóti félagsliða rétt fyrir jól. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY