Fréttablaðið - 02.01.2020, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 02.01.2020, Blaðsíða 17
Húsnæðis- og mannvirkjamál á einum stað Íbúðalánasjóður og Mannvirkjastofnun hafa sameinast undir nýju nafni, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS). Sameiningunni er ætlað að stuðla að heildstæðri yfirsýn yfir húsnæðis- og mannvirkjamál á einum stað ásamt því að efla stefnumótun og framkvæmd húsnæðis- og mannvirkjamála til hagsbóta fyrir almenning. Við tökum á móti viðskiptavinum okkar í höfuðstöðvum okkar að Borgartúni 21, 105 Reykjavík og í síma 440 6400. Borgartún 21 440 6400 hms.is Finnur Þ. Gunnþórsson framkvæmda- stjóri og ICF Markþjálfi Það er mikilvægt fyrir þá sem hafa nóg að gera í nútímanum að skipu-leggja hvíld. Eins þarf að skipuleggja ráðrými til þess að nálgast innri sköpunargáfu sem er tengd sjálfum lífskraftinum. Fyrir suma virðist sköpunin streyma fram fyrirhafnar lítið. Samt sem áður þá vill svo til að ítrekað missir fólk tilfinninguna fyrir sér sjálfu. Hvernig getur staðið á því, fyrst við erum við sjálf? Auðvitað er bent á áreitið í nútím- anum: Kröfur efnahagslífsins, nauð- syn hreyfingar, neysluhyggjuna og svo mætti lengi telja. Í tengslum við aðra menn Manneskjan er margslungin, svo sem alheimur í sjálfri sér og eins og Desmond Tutu benti á þá er mann- eskja ekki manneskja nema í tengsl- um við aðra menn. Þá var hann að benda á að við erum til í samhengi, komin af mönnum og lifum í mann- anna samfélagi. Manneskjan nýtur sín aðeins í samböndum og lifir ein- göngu af í samböndum. Það þýðir ekki að við getum ekki verið ein, frekar að við sem verur í alheim- inum erum sambandsverur. Er það hins vegar alveg víst að við höfum tekið tímann til að taka eftir því hvort við erum sammála þessum hugmyndum og skoðunum og hvað okkur finnst um þær svona í raun og veru? Ef við gáum vel að getum við tekið eftir því að við höldum ákveðnum skoðunum fram í samtali eða gagn- vart okkur sjálfum meira svo sem eins og af gömlum vana en djúpri sannfæringu. Jafnvel þó við gerum það í miklum sannfæringarham. Hver mótar okkur? Það getur verið að við höfum tekið við einhverjum skoðunum úr skóla- kerfinu. Áður fyrr héldu því miður sumir sem ekki voru vitlausir að þeir væru heimskir af því að þeim hafði alltaf þótt það gefið til kynna í skólakerfinu beint og óbeint af því að þeir voru til dæmis að glíma við lesblindu og lítill skilningur var fyrir hendi. Getur verið að þú hafir tekið við skoðunum þínum í skólakerfinu eða frá foreldrum þínum eða systk- inum? Kannski nánum vinum? Og hafir ekki enn þá hugsað út í hvað þér raunverulega finnst? Hvað finnst þér? Ef sjálfsmynd þín er á einhvern hátt brostin þá getur verið að það sé meðal annars vegna þess að þú hefur meðtekið skoðanir sem hafa verið settar fram sem reynast þér illa. Þær hafa ekki endilega verið ætlaðar til ills af þeim sem töluðu til þín á sínum tíma en hafa haft þessi áhrif engu að síður. Hefurðu einhvern tíma hlustað á tónlist af því að hún var sú tón- list sem að var meðtekin af fólkinu í kringum þig frekar en af því að þú kynnir við hana á eigin forsendum; svona jafnvel alveg óvart eins og að þú hafir yfirtekið vana annarra? Þessi pistill fjallar ekki um með- virkni. Hann getur átt við fólk sem á gott með að setja mörk og hefur verið blessunarlega laust við stjórn- semi. Pistillinn fjallar um athyglina, vitundina sjálfa: Hverju tekurðu eftir sem þú hefur ekki verið að taka eftir hingað til? Og af hverju er það skemmtilegt fyrir þig? Fjölmiðlar Það er líka hægt að meðtaka skoð- anir eða hugmyndir úr bókum og fjölmiðlum ýmiss konar. Ef til vill voru þessar hugmyndir og skoð- anir handhægar og gagnlegar fyrir okkur á sínum tíma. En það er langt frá því víst að við séum sammála þeim núna. Aðrar þeirra eru okkur kærar og við viljum jafnvel berjast fyrir þeim. Ert þú skoðanir þínar? Skoðanir þurfa alls ekki að vera slæmar, þær geta verið mjög góðar. En þær eru ekki beinlínis við sjálf. Það erum við sem höfum hug- myndir og skoðanir. Sjálfsmótun Líttu svo á að hér með sé búið að hvetja þig til þess að taka eftir skoðunum þínum. Þá geturðu haft gaman af því að spá í hvort þú getur munað eftir því hvaðan þær koma, hvernig þú myndaðir þær með þér og eins hvort þú sért sammála þeim eða ekki. Ég hef hugsað það mikið um þetta sjálfur að ég hef nú stefnt tveimur erlendum sérfræðingum hingað til lands sem hafa áhuga á því hvernig viðhorf okkar gagnvart okkur sjálf- um og því sem við fáumst við gera okkur gott eða verða til hindrunar. Fáist næg þátttaka verðum við með ráðstefnu saman í Kríunesi í febrú- arlok. Mary Colleran er meðferðar- aðili sem starfar á Írlandi og hefur aðstoðað fjölda fólks við að breyta viðhorfum sínum til batnaðar. Mel- anie Allen hefur haft mikinn áhuga á því hvernig þær myndlíkingar sem við notum og frásagnir okkar í dag- legu lífi móta okkur. Þær hafa báðar bent á það að oft virðist næstum eins og að fólk hafi þjáðst að óþörfu þegar lausnin verður til með því. Allt í einu rofar til og nýtt svigrúm skapast í veru- leikanum. Ætla ég mér að fylgjast með starfi þeirra og halda áfram að læra af þeim á næstu árum. Við getum nefnilega öll lært eitthvað og það sem við lærum breytir því bæði hvaða augum við getum litið okkur sjálf og því hvernig aðrir geta metið okkur. Ekki dæma þig eða aðra of hart. Gefum við okkur næg tækifæri til þess að finna fyrir okkur sjálfum? S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 15F I M M T U D A G U R 2 . J A N Ú A R 2 0 2 0

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.