Fréttablaðið - 14.01.2020, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 14.01.2020, Blaðsíða 8
 Það er alltaf erfitt að missa verðmæta meðlimi úr liðinu okkar. David Epperson, ofursti í flug- hernum Þetta tvennt, að vera prestur og að vera kvæntur, virðist ósam- ræmanlegt. Benedikt XVI, fyrrverandi páfi Við fundum öskuna rigna niður yfir okkur. Randolf Evan, brúðkaupsljósmyndari Aðalfundur Viðskiptaráðs 2020 Fimmtudaginn 13. febrúar kl. 9.00 í Húsi atvinnulífsins Fulltrúum allra aðildarfélaga Viðskiptaráðs Íslands er heimilt að sækja fundinn. Frestur til að koma lagabreytingatillögum til stjórnar er þremur vikum fyrir auglýstan fund. Dagskrá aðalfundar er samkvæmt 9. grein laga ráðsins: 1. Skýrsla stjórnar 2. Reikningar bornir upp til samþykktar 3. Úrslit formanns- og stjórnarkjörs tilkynnt 4. Lagabreytingar 5. Kosning kjörnefndar 6. Tekju- og gjaldaáætlun kynnt og árgjöld ákvörðuð 7. Önnur mál Nánari upplýsingar um aðalfund, stjórnarkjör og atkvæðagreiðslu má finna á vi.is FILIPPSEYJAR Öskugos hófst í eld- f jallinu Taal á Filippseyjum á sunnudag og á mánudag fór hraun að renna úr fjallinu. Taal, sem er á eyjunni Luzon í norðurhluta eyja- klasans og 70 kílómetrum sunnan við höfuðborgina Manila, er mjög virkt eldfjall og jarðskjálftar tíðir í kringum það. Síðast gaus fjallið árið 1977 en að meðaltali hefur það gosið á 15 ára fresti síðustu 500 árin. Strax eftir að öskugosið hófst lýstu stjórnvöld yfir neyðarástandi og hófu að rýma svæðið í kringum fjallið, hérað sem kallast Batangas. Þurftu átta þúsund manns að yfir- gefa heimili sín. Taal er ekki landtengt við Luzon eyju sjálfa en stendur stutt frá st röndinni. Jarðf ræðistof nu n Filippseyja, Philvolcs, hafa hins vegar áhyggjur af því að gosið gæti hrundið f lóðbylgju af stað yfir á ströndina. Þá er einnig óttast að öskufall, gas og steinar úr spreng- ingum gætu ógnað byggðinni auk þess sem mikil hætta er talin á stóru sprengigosi á komandi dögum. Alls býr um hálf milljón manns á hættusvæðinu og stjórnvöld stefna að því að koma öllum burt. Phil- volcs hafa einnig beðið um alls- herjarrýmingu. Þegar hafa allar rykgrímur klárast í verslunum og apótekum. Þykk askan reis um 15 kílómetra upp í loftið og lagðist yfir allt. Myndaðist víða drullusvað og bílar fólks sem reyndi að komast burt festust í eðjunni. Öskuskýið varð sífellt dekkra með hverjum klukkutímanum og að lokum var öll f lugumferð um Manila stöðvuð. Viðbúnaðarstig var hækkað í 4 af 5 mögulegum á mánu- dag og strax í 5 síðar um daginn. Herinn var sendur á svæðið til að aðstoða fólk við að komast í burtu en auk þeirra sem skipað var að fara hafa tugir þúsunda f lúið af sjálfs- dáðum. Hafa margir nýtt sér sérstök neyðarskýli sem stjórnvöld komu upp. Þá hefur Rauði krossinn sent fólk á svæðið til að aðstoða. Þó að fólkið sem býr í námunda við fjallið sé í mestri hættu hafa stjórnvöld einnig áhyggjur af fjar- lægari svæðum. Alls búa um 25 milljónir manna í 100 kílómetra radíus við fjallið og askan berst langar leiðir með vindi. Þá hafa stjórnvöld einnig áhyggjur af vatns- bólum og landbúnaðarsvæðum. Þegar eldgosið hófst á sunnu- dag var parið Chino Vaflor og Kat Palomar að láta pússa sig saman. Vígslan var utandyra og sáu gest- irnir strókinn rísa hærra og hærra á bak við turtildúfurnar sem sóru sína eiða. Gestirnir héldu stillingu sinni og veislan var ekki blásin af. „Við fundum öskuna rigna niður yfir okkur,“ sagði brúðkaupsljós- myndarinn Randolf Evan. „En við urðum ekkert smeyk fyrr en um nóttina þegar askan þykknaði og varð að leðju.“ kristinnhaukur@frettabladid.is Þykkt öskuský og drullusvað Öskugos hófst í eldfjallinu Taal á Filippseyjum á sunnudag og á mánudag fór hraun að renna úr fjallinu. Stjórnvöld óttast stórt sprengigos og herinn hefur verið sendur á svæðið til að aðstoða við rýmingu. Þykk askan frá gosinu lagðist yfir allt og bílar fólks á flótta festust í eðjunni sem myndaðist. NORDICPHOTOS/GETTY TRÚMÁL Benedikt XVI, fyrrver- andi páfi, lýsir áhyggjum sínum af stefnubreytingu eftirmanns síns Frans er varðar einlífi klerka. En Frans hefur boðað að giftum mönnum verði veitt heimild til að vígjast til prests á Amasón-svæð- inu í Suður-Ameríku. „Þetta tvennt, að vera prestur og að vera kvæntur, virðist ósam- ræmanlegt,“ segir Benedikt í nýrri bók sem hann og Robert Sarah, kardináli frá Frönsku-Gíneu, skrif- uðu saman. Einlífi klerka hafi verið stundað um aldir og geri þeim kleift að sinna skyldum sínum. Margir innan kaþólsku kirkj- unnar eru reiðir Benedikt. Ekki vegna afstöðunnar heldur vegna þess að hann rjúfi skyldubundna þögn sína. Benedikt, sem er 92 ára gamall, var fyrsti páfinn í um sex aldir til að segja af sér embætti. En hann var sakaður um að hafa stungið kynferðisbrotamálum presta undir stól í sinni embættis- tíð. Benedikt telur sig þó ekki bund- inn af þessari þagnarskyldu og hefur nokkrum sinnum áður sagt skoðanir sínar í greinum og við- tölum. Frans og Benedikt eru mjög ólíkir páfar. Hinn fyrrnefndi er frjálslyndur, vill opna kirkjuna og milda afstöðu hennar í ýmsum samfélagslegum málum. Benedikt var aftur á móti mikill íhaldsmaður og oft kallaður „Rottweiler kirkj- unnar.“ Nýlega kom út kvikmynd, The Two Popes, um ágreining og vináttu þessa tveggja ólíku páfa og það sem gerðist í aðdraganda þess að Benedikt sagði af sér. – khg Benedikt talinn rjúfa þögnina Nýlega kom út bíómynd um sam- skipti páfanna.NORDICPHOTOS/GETTY ÞÝSKALAND Tveir hermenn í banda- ríska f lughernum fundust látnir í þýskri herstöð í síðustu viku. Tví- tugir piltar að nafni Xavier Leap- hart og Aziess Whitehurst. Tilkynnt var um andlát þeirra á sunnudag og greint frá því að rannsókn væri hafin. Hermennirnir tveir þjónuðu á Spangdahlem stöðinni nálægt borginni Trier í Rínarlöndum og störfuðu í þjónustudeildinni við orrustuþoturnar. Fundust þeir í herbergjum sínum á fimmtudag klukkan 18.30. Brugðust þeir ekki við endurlífgunartilraunum og voru þeir úrskurðaðir látnir 20 mínútum síðar. „Það er alltaf erfitt að missa verð- mæta meðlimi úr liðinu okkar,“ sagði ofurstinn David Epperson. En þetta er þriðja áfallið sem herstöðin verður fyrir á skömmum tíma. Í september létust tveir flugmenn Bradley Haile 19 ára og Jacob Black- burn 20 ára, í bílslysi á stöðinni. Annar hermaður af stöðinni, Tyler Mayfield 33 ára, lést í bílslysi þegar hann var að flytja sig yfir á aðra stöð mánuði síðar. Í október hrapaði F-16 orrustuþota til jarðar nálægt Spangdahlem. Flugmaðurinn náði þá að skjóta sér úr vélinni en slasað- ist. – khg Tveir bandarískir hermenn fundust látnir á herstöð LONDON Elísabet II Bretadrottning virða ósk Harrys Bretaprins og her- togaynjunnar Meghan sjálfstætt líf en kveður málið flókið. „Ég og fjölskylda mín styðjum heils hugar ákvörðun Harrys og Meghan um að hefja nýtt líf sem ung fjölskylda,“ sagði í yfirlýsingu Elísabetar í gær. Harry og Meghan ætla að láta af opinberum störfum. Konungsfjöl- skyldan ræddi framtíð þeirraq í gær. „Þó að við hefðum frekar viljað hafa þau áfram í fullu starfi innan konungsfjölskyldunnar, þá virðum við og skiljum ósk þeirra um að fá að lifa sjálfstæðara lífi sem fjölskylda. Þau verða áfram mikilsmetinn hluti af fjölskyldu minni. Harry og Meg- han hafa látið það í ljós að þau vilji ekki reiða sig á almannafé í sínu nýja lífi,“ sagði Elísabet II. – ilk Styðja Harry og Meghan Meghan Markle og Harry prins. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES 1 4 . J A N Ú A R 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.