Fréttablaðið - 14.01.2020, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 14.01.2020, Blaðsíða 2
Veður Skafrenningur um allt land og víða él en úrkomulítið á Suður- og Vesturlandi. Heldur hægari eftir hádegi í dag. Þurrt um landið suð- vestanvert, rigning á Austfjörðum, en slydda eða snjókoma norðan til. Vægt frost, en hiti um og yfir frost- marki. SJÁ SÍÐU 18 Life Drink var valin besta varan í flokki náttúrulegra bætiefna. 100% vegan og hreint bætiefni. Vegan Vetur í Eyjafirði M E N N I N G Tónsk á ld ið Hildu r Guðnadóttir hlaut í gær tilnefningu til Óskarsverðlaunanna fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Joker. Þegar hefur Hildur unnið Golden Globe verðlaun og fengið tilnefningu til BAFTA-verðlauna fyrir tónlistina í þeirri kvikmynd. Aðrir sem fengu tilnefningu í sama f lokki voru Alexandre Desplat fyrir Little Women, Randy Newman fyrir Marriage Story, Thomas Newman fyrir 1917 og John Williams fyrir nýjustu Star Wars myndina. Samanlagt hafa keppinautar Hildar hlotið 90 til- nefningar til Óskarsverðlauna og unnið níu sinnum. Kvikmyndatónlistin er að þessu sinni talinn einn jafnasti f lokkur- inn og er Hildur talin næst sigur- stranglegust. Gáfu sérfræðingar henni 37 á móti 10 eða rúmlega 21 prósenta líkur. Sigurstranglegastur var talinn Thomas Newman með um prósenti meira. Er hinn 87 ára Williams, talinn eiga minnstu möguleikana. Eftir að tilnefningarnar voru birtar settu sumir veðbankar sama stuðul á alla hina tilnefndu. En lík- legt er að töluverð hreyfing verði á stuðlunum á næstunni, sérstaklega eftir veitingu BAFTA-verðlaunanna þann 2. febrúar. Óskarsverðlauna- af hendingin sjálf fer fram viku síðar. – khg Næstlíklegust til að vinna Óskarsverðlaun Hildur Guðnadóttir. SAMSETT MYND HEILBRIGÐISMÁL „Mér finnst að það ætti að vera krafa að fólk sem vinnur við sjúklingaumönnun eigi að vera bólusett,“ segir Bryndís Sig- urðardóttir, smitsjúkdómalæknir á Landspítalanum, sem kveður aðeins um 70 prósent starfsfólks spítalans hafa verið bólusett gegn inflúensu. „Við erum að reyna að komast yfir 90 prósent. Mér finnst 70 prósent vera nokkuð lágt meðal heilbrigðis- starfsmanna. Það er alveg búið að sýna fram á það að heilbrigðisstarfs- fólk getur smitað sjúklinga áður en það veikist og það á að vera bólusett á hverju ári,“ segir Bryndís. „Sumir bara neita,“ svarar Bryn- dís um ástæðu þess að svo margir úr starfsliði Landspítalans séu óbólusettir. „Sumir segjast aldrei fá f lensuna og sumir segjast verða veikir af því að fá f lensubóluefni en við vitum að flensubóluefni er dautt efni – þú færð ekki inflúensuna af því að fá bólusetningu.“ Að sögn Bryndísar verður þó að hafa í huga að Landspítalinn sé fimm þúsund manna vinnu- staður. „Þarna er fólk sem er ekkert endilega í tengslum við sjúklinga,“ bendir hún á. Inf lúensan nær að jaf naði hámarki hérlendis í lok janúar og í byrjun febrúar. Jafnvel þótt einhver vildi stökkva til núna og bjarga sér fyrir horn með bólusetningu á ell- eftu stundu þá er það ekki í boði því bóluefni er á þrotum og ekki verður pantað meira í vetur. Bryndís segir Landspítalann eiga 500 skammta eftir. „Við erum með bóluefni fyrir starfsfólkið okkar og þá einhverja sjúklinga hérna á göngudeild en almenningur úti í bæ sem er ekki endilega tengdur göngudeildinni eða kannski með undirliggjandi sjúkdóm kemst ekki í bóluefni,“ segir Bryndís. Á síðustu árum hafi bóluefnið ávallt klárast og það finnist henni benda til þess að panta þurfi f leiri en þá 75 þúsund skammta sem hingað komi. „Þannig að best er að fólk sem er veikt með f lensu haldi sig heima, haldi fyrir munn og nef þegar það hnerrar og hóstar og noti hand- spritt þegar f lensufaraldurinn stendur sem hæst,“ segir smitsjúk- dómalæknirinn. gar@frettabladid.is Vill skylda spítalafólk til að fá bólusetningu Bóluefni gegn inflúensu er á þrotum á Íslandi og ekki á að panta meira. Aðal inflúensutímabilið að hefjast. Aðeins 70 prósent af starfsfólki Landspítalans eru bólusett. Smitsjúkdómalæknir segir að skylda ætti hópinn í bólusetningu. Bryndís Sigurðardóttir segir of lítið pantað af bóluefni.FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Það er alveg búið að sýna fram á það að heilbrigðisstarfsfólk getur smitað sjúklinga áður en það veikist og það á að vera bólusett á hverju ári. Bryndís Sigurðardóttir, smitsjúk- dómalæknir á Landspítalanum Janúarsnjórinn setur nú svip sinn á höfuðstað Norðurlands jafnt og aðra staði víða um land. Upplýst Akureyrarkirkja og götuljósin vörpuðu ævin- týralegum ljóma á umhverfi sitt og á þá sem fram hjá gengu þar síðdegis í gær. Áfram er búist við snjóatíð á landinu á næstunni. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN ÖRYGGISMÁL „Í gegn um tíðina hafa verið brögð að því að bílum og jafn- vel flutningabílum, hafi verið ekið inn á skólalóð og upp að inngangi íþróttamiðstöðvarinnar á skóla- tíma. Það er undir engum kringum- stæðum í boði,“ segir Þorbjörg Gísla- dóttir, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, í tilkynningu á vef sveitarfélagsins. „Á lóðinni eru börn að leik allt niður í fimm ára gömul, öll börn eiga að vera örugg fyrir bílaumferð á lóð skólans sem og aðrir starfsmenn hans,“ ítrekar Þorbjörg. Akstur á skólalóðinni sé bannaður. – gar Flutningabílar á skólalóðinni Vík í Mýrdal. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM 1 4 . J A N Ú A R 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.