Fréttablaðið - 14.01.2020, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 14.01.2020, Blaðsíða 12
Frá degi til dags Halldór ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir RITSTJÓRAR: Davíð Stefánsson david@frettabladid.is, Jón Þórisson jon@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Sighvatur Arnmundsson sighvatur@frettabladid.is Hér eru ekki slíkir hags- munir undir að það réttlæti virkjun á þessum stað sem myndi rýra verulega gildi Há- lendisþjóð- garðs. Í því felast um leið tækifæri til að efla þjónustu og styrkja atvinnulíf á landsbyggð- inni til hagsbóta fyrir sam- félagið allt. Búningar www.hókuspókus.is Verslun og vefverslun Laugavegi 69 S. 551-7955 Það er sjálfsögð krafa og réttlætismál að opin-berum störfum sé dreift með sem jöfnustum hætti um allt land. Um leið er þetta ein af stærri byggðaaðgerðum hins opinbera enda mikil- vægt að stuðla að fjölbreyttum atvinnutækifærum um allt land. Þrátt fyrir reglulega umræðu í þessa veru undanfarin ár sýna nýlegar tölur Byggðastofn- unar að enn er langt í land. Fjöldi opinberra starfa er ekki í samræmi við íbúafjölda og þar hallar á landsbyggðina. Stefna ríkisstjórnarinnar er að snúa þessari þróun við. Forsætisráðherra hefur lagt áherslu á að skoðað verði sérstaklega þegar ný starfsemi hefst á vegum hins opinbera hvort starfsemin geti verið sett á lagg- irnar utan höfuðborgarsvæðisins. Þá er í byggða- áætlun að finna kraftmiklar aðgerðir til að fjölga opinberum störfum á landsbyggðinni. Í haust setti ég af stað vinnu við gerð áætlunar til að efla starfsemi þeirra stofnana á landsbyggðinni sem undir mig heyra. Ég lagði ríka áherslu á að slíka áætlun þyrfti að útfæra í samráði við forstöðumenn þeirra stofnana sem um ræðir. Þá þyrfti slík áætlun að færa starfsmönnum meiri sveigjanleika og hag- ræði um val á starfsstöð auk þess sem fjármagna þyrfti áætlunina frá upphafi. Sömuleiðis þyrfti að kanna leiðir til aukinnar hagræðingar í rekstri, m.a. með því að sameina starfsstöðvar opinberra stofnana í sama húsnæði. Afrakstur þessarar vinnu liggur nú fyrir og verður áætlunin kynnt í dag. Í áætluninni er að finna áherslur og aðgerðir ráðuneytisins og þeirra stofnana sem um ræðir. Jafnframt eru þar tölusett markmið um fjölgun starfa á landsbyggðinni. Í mínum huga er þó einna mikilvægast að það eigi sér stað ákveðin hugarfars- breyting hjá hinu opinbera í garð fjölgunar starfa á landsbyggðinni. Að það myndist samstaða um að hafna þeirri aldagömlu hugmynd að opinberar stofnanir og fyrirtæki séu bundin af því að eiga lög- heimili í steinsteypu í Reykjavík. Í því felast um leið tækifæri til að efla þjónustu og styrkja atvinnulíf á landsbyggðinni til hagsbóta fyrir samfélagið allt. Hugarfarsbreyting Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðherra Brýna sverðin Innan úr stjórnkerfinu berast nú þau tíðindi að hagsmunagæslu- menn sjókvíaeldisfyrirtækjanna vilji láta sverfa til stáls gegn Sigurði Guðjónssyni, forstjóra Hafrannsóknastofnunar. Í því ljósi má skoða hugmyndir Teits Björns Einarssonar, varaþing- manns Sjálfstæðisf lokksins, um að gerð verði stjórnsýsluúttekt á stofnuninni. Sigurður vill að ekki verði farið of geyst í uppbygg- ingu á laxeldi í sjókvíum, vegna mögulegra skaðlegra áhrifa á villta laxastofna og nytjastofna í hafinu. Þykir sjókvíaeldis- mönnum hann þar vera óþægur ljár í þúfu og vilja koma í hans stað manni sem er tilbúinn að greiða götu sjókvíaeldisins. Kyssa hringinn Það hefur gefist stjórnmála- mönnum vel að kyssa hring norsku eldisrisanna, sem eiga sjókvíaeldisfyrirtækin hér við land. Einar K. Guðfinnsson fór til dæmis beint úr stól forseta Alþingis í vellaunað starf sem stjórnarformaður Landssam- bands fiskeldisstöðva og Daníel Jakobsson, efsti maður Sjálf- stæðisf lokksins á Ísafirði, réð sig til starfa hjá Norway Roayl Sal- mon. Starfið fékk hann í gegnum dótturfélag fyrirtækisins, Arctic Fish. Teitur Björn veit að norsku fyrirtækin líta á árásir hans á Hafró með velþóknun. Það gæti endað einn daginn í þægilegu starfi. thorarinn@frettabladid.is Eitt mikilvægasta málið sem mun koma til kasta Alþingis á vorþingi er frum-varp Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra, um stofnun Hálendisþjóðgarðs. Þetta er mál sem hefur verið lengi í vinnslu og ferlið ber þess merki að vandað hefur verið til verksins. Hálendi Íslands er einstakt svæði á heimsvísu þar sem finna má afar fjölbreytt landslag og náttúru. Tilkoma þjóðgarðs myndi styrkja umgjörðina og gefa almenningi betri tækifæri til að upplifa töfra hálendisins. Meðal þeirra álitaefna sem greiða þarf úr er hvort og hvernig orkuvinnsla og þjóðgarður fara saman. Augljóslega verða aldrei allir fullkomlega sáttir þegar tekist er á um hagsmuni orkunýtingar og náttúru- verndar. Sjálfur hefur ráðherrann sagt að frumvarpið sé málamiðlun. Væri hann einráður myndu engar nýjar virkjanir rísa á hálendinu. Rammaáætlun var einmitt málamiðlun ólíkra sjónarmiða og þótt deilt sé um flokkun einstaka virkjunarkosta hefur þetta fyrirkomulag dugað ágætlega. Miðað við drögin að frumvarpi um Hálendis- þjóðgarð verður dregin lína í sandinn við 3. áfanga rammaáætlunar. Alþingi mun á vorþingi einmitt fjalla um þann áfanga rammaáætlunar og flokkun virkjunarkosta hennar. Einn virkjunarkostur í nýtingarflokki myndi samkvæmt tillögu að ramma- áætlun lenda innan þjóðgarðsins en það er Skrokk- alda. Landvernd hefur varað við þeim áformum en virkjunin yrði staðsett á milli Vatnajökuls og Hofsjökuls. Það færi vel á því að þingmenn myndu færa Skrokk öldu úr nýtingarflokki en áætluð orkuvinnsla virkjunarinnar er 345 gígavatnsstundir á ári. Til samanburðar var heildar orkuvinnsla á Íslandi tæp- lega 20 þúsund gígavatnsstundir árið 2018. Hér eru ekki slíkir hagsmunir undir að það réttlæti virkjun á þessum stað sem myndi rýra verulega gildi Hálendis- þjóðgarðs. Þá á eftir að taka afstöðu til valkosta í biðflokki en fjölmargir þeirra eru innan marka fyrir- hugaðs þjóðgarðs. Verði lög um stofnun Hálendis- þjóðgarðs samþykkt er ljóst að virkjunarkostir í biðflokki innan þjóðgarðs þurfa að standast afar strangar kröfur til að færast í nýtingarflokk. Allir f lokkar á þingi nema Miðflokkurinn skrifuðu undir skýrslu sem frumvarp um þjóðgarðinn byggir á. Það vekur vonir um að góð pólitísk samstaða náist um stofnun þjóðgarðs. Það felast mikil tækifæri í þessu verkefni en um leið fylgir því mikil ábyrgð. Umhverfisráðherra hefur sagt að stofnun Hálendis- þjóðgarðs yrði stærsta framlag Íslendinga til nátt- úruverndar hingað til. Það er í höndum Alþingis að tryggja að svo megi verða. Nýtum tækifærið 1 4 . J A N Ú A R 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R12 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.