Fréttablaðið - 14.01.2020, Síða 30

Fréttablaðið - 14.01.2020, Síða 30
Þau Una Barkardóttir, Karólína Einarsdóttir og Haukur Guðnason fara öll með hlutverk í nýju sviðsverki eftir þau Ásrúnu Magnús- dóttur og Alexander Roberts. Meðhöfundur og tónlistarstjóri er Teitur Magnússon. Verkið fjallar um ástir og kynlíf ungs fólks en þau segja þetta einhvers konar blöndu af dans, söngleik, kórverki og tón- leikum. Það er f lutt af unglingum á aldrinum 15-19 ára. Miklar væntingar „Ég var í öðru verki eftir Ásrúnu sem hét Hlustunarpartí. Ég frétti af því í gegnum leiklistarkennarann minn. Það var skemmtilegt verk og í svip- uðum stíl og Teenage songbook,“ segir Haukur, þegar þau eru spurð hvernig það kom til að þau tóku þátt í uppfærslunni. Karólína sá að aðstandendur verksins voru að leita eftir píanó- leikara. „Ég elska að spila á píanó og fannst lýsingin á verkinu hljóma vel,“ segir Karólína. „Við höfum f lest unnið með Ásrúnu og Alex áður í fyrri dans- verkum. Ég hafði sjálf tekið þátt í GRRRRRLS og The Great Gathering og var því með mjög háar væntingar þegar Ásrún bað mig um að syngja um mínar kynlífsreynslu. Það má segja að ég hafi alls ekki orðið fyrir vonbrigðum,“ segir Una. Una og Karólína eru báðar í MH en Haukur er í FG. „Ég er á minni seinustu önn í MH. Ég elska að dansa og pæla í hlutum eins mikið og ég get,“ segir Una. „Ásamt því að vera í þessu verki er ég líka í hljómsveit sem heitir Gróa. Þar fæ ég útrás fyrir allar mínar helstu tilfinningar og listsköpun,“ segir Karólína. „Ég er núna að vinna í hlaðvarpi um geðheilsu, það á hug minn allan akkúrat núna fyrir utan verkið að sjálfsögðu,“ segir Haukur. Ekkert vandræðalegt Þau segja að það að opna sig um sín persónulegu mál og allt ferlið að baki verkinu hafi ekki verið eins erfitt og margan myndi gruna. „Ég trúi að krakkar í listum kunni að gefa af sér án þess að skamm- ast sín. Mér finnst þetta ekkert vandræðalegt, því ég veit að ég er ekki einn. Við erum öll að ganga í gegnum það sama, sömu f lóknu tilfinningarnar. Sérstaklega núna á unglingsárunum,“ segir Haukur Tónlist og ást „Ég upplifði aldrei að þetta væri vandræðalegt, hópurinn gaf ekki færi á því. Þegar við sungum text- ana saman hvarf allur ótti því okkur langaði að tala um þetta,“ segir Kar- ólína. „Það er eitthvað óskiljanlegt sem gerist þegar við erum saman í her- bergi. Við vorum alls ekki lengi að mynda ótrúlega sterk tengsl í gegnum textana okkar og söng. Það er ekkert rými fyrir neitt vandræða- legt,“ segir Una. „Verkið sameinar það tvennt sem unglingar hugsa mest um: tónlist og ást. Tilfinningar á borð við að vera í ástarsorg, misnotuð, hafnað, ást- fangin og margar f leiri fá sitt eigið lag. Unglingsárin eru svo mótandi í lífi manneskjunnar, við höfum þörf fyrir útrás þegar það kemur að til- finningum okkar án þess að finna fyrir skömm samfélagsins. Við erum framtíðin, við sköpum nýja normið,“ segir Haukur. Stefna á útrás „Við stefnum á að verða heimsfræg og erum líklega á leið í Evróputúr. Við bjóðum líka fólki að taka þátt í verkinu með okkur, svo þetta er góð leið til að eignast vini,“ segir Una. „Það eru hrein forréttindi að fá að vera í þessu verki,“ segir Karólína. Næ st a s ý n i ng á Te enage Songbook of Love and Sex er 22. janúar í Tjarnarbíói en f leiri sýningar verða svo í febrúar. Miða er hægt að nálgast á tix.is steingerdur@frettabladid.is SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Gústaf Bjarnason gustaf@frettabladid.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson, hlynur@frettabladid.is , Sigfús Örn Einarsson sigfus@frettabladid.is, Svava O’Brien svava@frettabladid.is, Örn Geirsson orn.geirsson@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5077: Atli Bergmann atli@frettabladid.is, Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is. FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is, Viðar Ingi Pétursson vip@frettabladid.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Guðrún Inga Grétarsdóttir gudruninga@frettabladid.is FAXAFENI 5 Reykjavík 588 8477 DALSBRAUT 1 Akureyri 588 1100 SKEIÐI 1 Ísafirði 456 4566 STILLANLEG RÚM • HEILSURÚM OG -DÝNUR • GAFLAR • SÆNGUR • KODDAR • SVEFNSÓFAR • STÓLAR • SÆNGURFÖT, O.FL. 60%A F S L ÁT T U R A L LT A Ð ÚTSALA VEFVERSLUN www.betrabak.is OPIN ALLAN SÓLARHRINGINN Hópurinn stefnir á Evróputúr með verkið. Gestum er boðið að taka þátt í uppsetningunni. FRÉTTBLAÐIÐ/SIGTRYGGUR Næsta sýning er þann 22. janúar í Tjarnarbíói. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR Skapa nýja normið Verkið Teenage Songbook of Love and Sex fjallar um ástir og kynlíf ungs fólks, en flytjendur þess eru á aldrinum 15-19 ára. UNGLINGSÁRIN ERU SVO MÓTANDI Í LÍFI MANNESKJUNNAR, VIÐ HÖFUM ÞÖRF FYRIR ÚTRÁS ÞEGAR ÞAÐ KEMUR AÐ TILFINNINGUM OKKAR ÁN ÞESS AÐ FINNA FYRIR SKÖMM SAMFÉLAGSINS. Haukur DAG HVERN LESA 96.000 ÍSLENDINGAR FRÉTTABLAÐIÐ AÐ MEÐALTALI HEIMILD: PRENTMIðLAMÆLING GALLUP APR-JÚN 2019, 12-80 ÁRA, ALLT LANDIð HAGSTOFA ÍSLANDS, MANNFJÖLDATÖLUR, 2019FRÉTTABLAÐIÐ - MEST LESNA DAGBLAÐ LANDSINS 1 4 . J A N Ú A R 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R26 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.