Fréttablaðið - 14.01.2020, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 14.01.2020, Blaðsíða 6
40 35 30 25 20 15 10 5 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 ✿ Fjöldi dóma sem fyrnst hafa á ári frá 2008 til 2019 Helmingi færri dómar fyrndir í fyrra en 2017 Nýtt fangelsi á Hólmsheiði var formlega tekið í notkun 10. júní 2016. Þar er pláss fyrir 56 afplánunarfanga og gæsluvarðhaldsfanga. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA FANGELSISMÁL Refsidómum sem fyrnast árlega hefur fækkað eftir mikla fjölgun á eftirhrunsárunum. Í fyrra fyrndust 16 dómar meðan dómþoli beið afplánunar en rúm­ lega helmingi fleiri dómar fyrndust árið á undan. „Refsingar dómstóla þyngdust verulega á árunum í kringum hrunið sem jók þörf á fangarýmum. Þá var ráðist í brýna framþróun fullnustuúrræða með breytingum á lögum um fullnustu refsinga auk þess sem fangarýmum hefur verið fjölgað. Sú vinna er að skila sér í færri fyrndum refsingum,“ segir Páll Winkel, forstjóri Fangelsis­ málastofnunar. Páll nefnir aukna nýtingu sam­ félagsþjónustu og upptöku rafræns eftirlits sem mikilvæga viðbót við fullnustu refsinga auk möguleika á afplánun utan fangelsa. „Þessar breytingar auka einnig líkurnar á að dómþolar geti markvisst aðlagast samfélaginu eftir afplánun sem aftur dregur úr líkum á að viðkom­ andi brjóti af sér aftur,“ segir hann. Lítil breyting hefur orðið á fjölda dómþola á boðunarlista fangels­ anna en um nýliðin áramót biðu 552 dómþolar afplánunar en þeir Tilnefningarnefnd Regins hf. auglýsir eftir framboðum og tilnefningum til stjórnar Regins fyrir aðalfund félagsins sem haldinn verður miðvikudaginn 11. mars 2020. Nefndin starfar í umboði hluthafa og er hlutverk hennar að vera ráðgefandi við val á stjórnarmönnum í stjórn félagsins. Við mat á stjórnarmönnum leggur nefndin mat á hæfni hvers og eins ásamt því að huga að samsetningu stjórnarinnar með það að leiðarljósi að stjórnin í heild sinni búi yfir nægilegri hæfni, þekkingu og reynslu. Vakin er athygli á því að frestur til að skila inn framboðum til nefndarinnar er til mánudagsins 27. janúar 2020 og skal senda þau á netfangið tilnefningarnefnd@reginn.is Frekari upplýsingar má finna á vefsíðu félagsins www.reginn.is/ fjarfestavefur Tilnefningarnefnd Regins hf. Reginn hf. / 512 8900 / reginn@reginn.is / reginn.is AÐALFUNDUR 11. MARS 2020 voru 536 í árslok 2018 og 570 árið þar á undan. Í svari Fangelsismála­ stofnunar kemur fram að töluverður hluti þeirra sem nú bíða afplánunar munu geta afplánað sína refsingu með samfélagsþjónustu. Tæplega 29 þúsund klukkustundir voru unnar í samfélagsþjónustu í fyrra. Það jafn­ gildir 3.600 vinnudögum. Fjöldi fanga í afplánun óskilorðs­ bundinna refsinga og vararefsinga var að meðaltali 128 á síðasta ári. Um 28 prósent þeirra voru erlendir ríkisborgarar en þeir voru 35 að meðaltali á dag. adalheidur@frettabladid.is Í fyrra fyrndust 16 refsi- dómar meðan dómþoli beið eftir að komast í afplánun. Slíkum til- vikum fer nú fækkandi eftir gríðarlega fjölgun á árunum eftir hrun. Þeim sem bíða afplán- unnar fjölgar lítillega. Réttarhöld halda áfram í New York Réttarhöld í máli gegn Harvey Weinstein héldu áfram fyrir sakadómi í New York í gær. Honum er gefið að sök að hafa brotið gegn fjölda kvenna á þeim tíma sem hann var valda- og umsvifamikill kvikmyndaframleiðandi. Weinstein kvaðst saklaus af fimm ásökununum um nauðgun og kyn- ferðisbrot í dómsal í gær. Verði hann fundinn sekur í málunum, á hann yfir höfði sér lífstíðarfangelsisdóm. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTYIMAGES HEILBRIGÐISMÁL „Staðan á Land­ spítalanum er með öllu ólíðandi fyrir sjúklinga, aðstandendur og starfsfólk. Landspítalinn og heil­ brigðiskerfið allt býr við langvar­ andi álag, undirmönnun og fjár­ svelti.“ Þetta segir í ályktun sem þing­ f lokkur Samfylkingarinnar sendi frá sér í gær. Ástandið á bráðamót­ töku og öðrum deildum sé ekki vel­ ferðarsamfélagi sæmandi. Íslendingar séu eftirbátar hinna norrænu ríkjanna þegar kemur að fjármögnun heilbrigðiskerfis­ ins og aðstöðu fyrir starfsfólk og sjúklinga. Stjórnarflokkarnir hafi ítrekað fellt breytingartillögur Sam­ fylkingarinnar um aukin framlög til heilbrigðismála. Í Facebook­færslu Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra er hins vegar bent á að í tíð ríkis­ stjórnarinnar hafi framlög til Land­ spítalans aukist ár frá ári. Alls hafi þau aukist um 12 prósent á föstu verðlagi og um 4,8 prósent á þessu ári. Staðan í heilbrigðiskerfinu verð­ ur rædd á fundi velferðarnefndar Alþingis í dag. – sar Samfylkingin segir fjársvelti spítala ólíðandi FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK 1 4 . J A N Ú A R 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.