Fréttablaðið - 14.01.2020, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 14.01.2020, Blaðsíða 14
Íslenskt heilbrigðiskerfi hefur verið talið gott enda mannað mjög hæfu fólki. Íslenskir heilbrigðisstarfsmenn hafa hins vegar ritað greinar á liðnum áratugum um að íslenskt heilbrigðiskerfi gæti verið betra. Embætti landlæknis (EL) hefur gert úttektir á vandamálum Landspítal- ans nýlega, í desember fyrir ári og síðan eftirfylgniúttekt í september 2019. Þau tvö vandamál sem standa upp úr að mati Landlæknisemb- ættisins eru mikill skortur á hjúkr- unarfræðingum sem veigra sér við að vinna á Landspítalanum vegna álags, vinnuaðstæðna og launakjara. Hitt vandamálið sem snertir alla er fáránlegt plássleysi í löngu úreltu húsnæði. Það er sambærilegt við að landslið Íslands í knattspyrnu væri enn að nota Melavöllinn og Laugar- dagsvöllurinn væri enn þá fjarlægur draumur. Samkvæmt skýrslu EL þá eru sjúklingar stundum vistaðir í geymslurými eða á salernum. Tæki og tól hafa að stórum hluta ekkert rými og eru því úti um alla ganga. Þrengslin bjóða upp á óheft smit milli sjúklinga. Vinnuaðstaða starfs- fólks er mjög þröng og „búningsher- bergi“ margra er skápur 30x30 cm. Staðan er grafalvarleg að mati Landlæknisembættisins því í skýrsl- unni frá desember 2018 er tekið fram að ekki verði við þetta unað“ þ.e. ástandið á Landspítalanum. Land- spítalinn brýtur lög á sjúklingum með aðstöðuleysinu samkvæmt skýrslu EL. Þessi grafalvarlega staða þvingar starfsmenn Landspítal- ans til að spila úr því sem þeim er skammtað. Það er alls ekki víst að það sé öllum sjúklingum nægjanlegt hvað þá að þeir fái þá þjónustu sem þeim ber og mælt er fyrir í lögum. Embætti landlæknis gerir eftir- fylgniúttekt 8 mánuðum síðar, í ágúst 2019. Þá hefur ástandið versn- að því „meðallegutími sjúklinga á Bráðamóttökunni hefur aldrei verið lengri. Fjöldi sjúklinga sem eru á Bráðamóttökunni í 72 klst. eða lengur hefur farið vaxandi.“ Föstudaginn 13. desember 2019 birtist grein í Mannlífi um breska heilbrigðiskerfið. Þar er sagt frá rannsókn á hver eru áhrif biðtíma á bráðamóttökum eftir því að komast á sérhæft legudeildarpláss. Eftir því sem sjúklingar þurftu að bíða lengur eftir sérhæfðu legudeildarplássi á sjúkrahúsi minnkuðu lífslíkur þeirra og dánartíðni jókst. Um 5.500 sjúklingar dóu á Bretlandi á þremur árum eingöngu vegna biðar á bráða- móttöku eftir að komast á sérhæfða legudeild. Biðtími bresku sjúkling- anna var 6–11 klst. á bráðamóttöku en heildarfjöldi sjúklinga var fjórar milljónir. Á Íslandi er ástandið verra, meðal- dvalartíminn á Bráðamóttökunni eftir innlögn á Landspítalann er 22,8 klukkstundir samkvæmt úttekt Landlæknis. „Þegar úttektin (á Landspítalan- um) var gerð var lengsta bið eftir inn- lögn 66 klst. (á bráðamóttökunni), en dæmi eru um að sjúklingar hafi beðið lengur en 100 klst. á deildinni eftir innlögn. Þeir sem bíða hvað lengst eftir innlögn eru aldraðir ein- staklingar, sjúklingar með f lókin margþátta vandamál og sjúklingar í einangrun. “(LE) „Að mati stjórnenda felst vandi LSH að miklu leyti í skorti á hjúkr- unarfræðingum sem í auknum mæli hverfa til annarra starfa vegna álags, vinnuaðstæðna og launakjara .“(LE). „Margar erlendar rannsóknir hafa sýnt fram á að fjöldi hjúkrunar- fræðinga getur haft mikil áhrif á gæði þjónustu og öryggi sjúklinga. Í niðurstöðum nýrrar rannsóknar var sýnt fram á að dánarlíkur sjúklinga á sjúkrahúsi jukust um 3% á deildum þar sem mönnun hjúkrunarfræð- inga var ónóg.“(LE) „Til að tryggja góða mönnun hjúkrunarfræðinga þá; skipta starfs- aðstæður og launakjör miklu máli.“ Skýrsla Ríkisendurskoðunar 2017. Eigin reynsla greinarhöfundar sem starfar sem svæfinga- og gjörgæslu- læknir: „Hún kom inn á skurðstofu til okkar vegna þess að hún hafði mjaðmarbrotnað fyrir tveimur dögum og var háöldruð með ýmsa sjúkdóma í farteskinu. Hún var búin að bíða eftir aðgerð í tæpa tvo sólarhringa. Súrefnismettunin var um 70% enda hafði lungnabólgan komið sér fyrir, nýrnastarfsemin hafði helmingast í biðinni. Hún var alverkja enda virkar morfín illa á beinbrot en fyrir vikið var hún orðin rugluð og í óráði. Aðgerðin mun stilla verkina þá daga sem hún á eftir en hefði gert gæfumuninn ef hún hefði sloppið við biðina.“ Yfirstjórn Landspítalans reynir að leysa vandamálin sjálf innanhúss þ.e. manneklu og húsnæðisskort. Öll vandamál Landspítalans eru ekki leysanleg innanhúss því t.d. eru launakjör hjúkrunarfræðinga ekki á forræði Landspítalans. „Húsnæði Bráðamóttöku ber engan veginn þann fjölda sjúklinga sem þar dvelja einatt og eru gerðar alvarlegar athugasemdir við það í skýrslunni.“ (EL) Fjöldi sjúklinga liggur á göngum. „Alltaf [er] verið að slökkva elda en einnig að reyna að gera betur og hlaupa hraðar. Oft bíða allt að 30 sjúklingar eftir innlögn, auk þess sem margir dvelja í 50-60 klst. á deildinni áður en þeir fá úrlausn sinna mála.“ (EL) Þegar kemur að algjörlega óhæfu og háöldruðu húsnæði Landspítal- ans sem er í raun rót alls vandans þá er það heldur ekki á færi stjórnar Landspítalans að byggja hús. Það er Alþingi sem hefur vald til að veita heimildir til að byggja hús og fjár- magna það. Þar hefur Alþingi brugð- ist alvarlega. Til að hægt hefði verið að sinna sjúklingum Landspítalans eins og þeim ber samkvæmt lögum og þó ekki væri nema bara af mannúðar- ástæðum þá hefði nýr Landspítali átt að vera tekinn í notkun í síðasta lagi árið 1985. Við ættum að vera að byggja nýjan Landspítala í dag til að leysa af hólmi þann frá árinu 1985. „Ljóst er að hvorki húsnæði bráða- móttöku né mönnun uppfyllir reglu- gerð um faglegar lágmarkskröfur nr. 786/2007 miðað við þá starfsemi sem þar fer fram sem stendur. Þá er ljóst að ýmis ákvæði um réttindi sjúklinga skv. lögum nr. 74/1997 er ekki hægt að uppfylla við núverandi aðstæður.“ (EL) Eigin reynsla greinarhöfundar sem er svæfinga-og gjörgæslulæknir: Fárveikur sjúklingur á Bráðamót- töku þarf gjörgæsluvist en öll sex gjörgæsluplássin í Fossvoginum eru full og hin sjö á Hringbrautinni líka. Þá verður á meðan að veita viðkom- andi sjúklingi annars f lokks gjör- gæsluþjónustu utan gjörgæslunnar með þeirri áhættu sem því fylgir þ.e. að hún skili ekki tilætluðum árangri. Ekki sjaldan eru einn til þrír af þeim sex sjúklingum sem liggja á gjörgæsl- unni deildarfærir og þurfa því ekki að vera á gjörgæslunni. Þeir komast ekki á sína legudeild því þær eru yfirfullar. Ástæðan er fyrst og fremst skortur á hjúkrunarfræðingum. Það vantar um 100 hjúkrunarfræðinga á Landspítalann og Alþingi sem getur leyst það gerir ekkert sem virkar. Þess vegna getur orðið talsverð töf á því að koma sjúklingum inn á gjörgæslu meðan aðrar yfirfullar legudeildir eru þvingaðar til að taka við deildarfærum sjúklingum frá gjörgæslu. Fráflæðisvandinn er líka innanhúss. Embætti landlæknis hefur gert tvær úttektir á Landspítalanum og í bæði skiptin fær Landspítalinn fall- einkunn því sjúklingar hans fá ekki þjónustu við hæfi. Sjúklingar liggja á Bráðamóttökunni allt of lengi áður en þeir komast á sérhæfðar deildir Landspítalans og það eitt sér eykur dánartíðni. Auk þess er húsnæði af svo skornum skammti að ekki er hægt að koma við sýkingavörnum né að ræða við eða skoða sjúklinga í einrúmi. Því miður hefur framtíðarsýn Alþingis gagnvart Landspítalanum lengst af verið niðurskurður í mis- miklum mæli. Að byggja nýjan Landspítala 40 árum of seint og skapa starfsstéttum þar svo slæm vinnuskilyrði að hjúkrunarfræðing- ar flýja og læknar eru hættir að sækja um stöður hjá Landspítalanum eru klár merki um ranga framtíðarsýn Alþingis. Til að Landspítalinn geti sinnt mikið veikum einstaklingum sam- kvæmt lögum og af mannúð þarf tvennt til, fleiri hjúkrunarfræðinga og bráðabirgðahúsnæði við bæði gömlu húsin. Hvort tveggja núna strax því sjúklingar Landspítalans geta ekki beðið í 6-10 ár eftir nýjum Landspítala eða betri mönnun hjúkrunarfræðinga. Afleit vinnuað- staða og mikil mannekla á Landspít- alanum er vandamál sem Alþingi ber að leysa því það er eingöngu Alþingi sem hefur vald til þess. Alþingi verð- ur að skipta um gír því annars mun þetta ekki takast hjá okkur. Landspítalinn er sífellt að slökkva elda Á fundi Læknafélags Íslands með velferðarnefnd Alþingis í nóvember sl. var fjallað um vinnuskipulag og álag á lækna sem sinna bráðadeild Landspítalans. Núverandi aðstæður eiga því ekki að koma þingmönnum á óvart. Greint var frá lýsingum lækna á skipulagi starfseminnar og vinnuaðstæðum. Fram kom m.a. að læknar hreyfi- teymis bráðadeildar hafa ítrekað reynt að vekja athygli stjórnenda Landspítala á ástandinu, álaginu, óviðunandi starfsaðstæðum og þróun mála án viðhlítandi við- bragða æðstu stjórnenda eða fram- kvæmdastjórnar. Meðal þess sem læknar gagn- rýna er að mönnun sérfræðilækna í almennum lyflækningum sem sinna þessari þjónustu sé ófullnægjandi. Á haustmánuðum 2019 sinntu níu sérfræðingar í 5,8 stöðugildum á 21 rúma legudeild, auk þess dagdeild, göngudeild, sýklalyfjagjöfum og vaktþjónustu. Einn sérfræðingur getur þurft að bera ábyrgð á með- ferð 40-60 bráðveikra sjúklinga. Ráðleggingar um mönnun lækna m.t.t. vinnuálags og læknisþjónustu segja að við þessar aðstæður þurfi 12 sérfræðinga í fullu starfi. Þekkt er að of margir sjúklingar á hvern lækni skapa hættu á að yfirsýn tap- ist og að öryggi sjúklingsins sé ekki lengur tryggt. Það virðist því miður hafa komið á daginn og varað hefur verið við yfirvofandi stórslysi. Þá var á fundinum með velferðar- nefnd einnig vakin athygli á því að fram hefði komið að skipulag á hjúkrunarþjónustu væri á köflum stopult, starfsaðstaða ófullnægjandi og mönnun kandídata og sérnáms- lækna brigðul. Of fáir læknar Í skýrslu McKinsey um Landspítal- ann frá 2016 var ein megin niður- staðan sú að fjölga þyrfti sérfræði- læknum. Það gæti leitt til skilvirkari og öruggari ákvörðunartöku um meðferð sjúklinga, fækkun legudaga og þar með yrði dregið úr hjúkrunar- þörf. Skemmst er frá því að segja að svo virðist sem lítið hafi verið gert með niðurstöður skýrslunnar sem unnin var að beiðni Alþingis. Aðstaðan á bráða- og móttöku- deildum til að taka við núverandi fjölda bráðveikra sjúklinga er löngu sprungin og alls ófullnægjandi eins og fram hefur komið í lýsingum starfsfólks og sjúklinga sem þangað hafa leitað að undanförnu. Er svo komið að yfirlæknar og sérfræði- læknar telja sig ekki lengur geta borið ábyrgð á mistökum við meðferð sjúklinga sem geta orðið við þessar aðstæður. Á sama tíma hefur hjúkr- unargeta sjúkrahússins verið sprengd með hvatvísum og að því er virðist stundum lítt ígrunduðum ákvörð- unum um að spítalinn sinni nýjum átaks- og sérverkefnum með óljósum sparnaði fyrir samfélagið og allra síst hagkvæmni og öryggi fyrir sjúklinga þegar afleiðingarnar eru skoðaðar heildrænt og í samhengi við áhrif á aðra þjónustuþætti. Það kemur því ekki á óvart að aðildarfélög LÍ starf- andi á Landspítala hafi í ályktun í byrjun ársins krafist að stjórnendur og heilbrigðisyfirvöld axli ábyrgð á þessum ákvörðunum og stefnu. Áður hafa samtök lækna og læknaráð kallað eftir skipun Land- spítalastjórnar yfir sjúkrahúsið. Nú þegar heilbrigðisráðherra leggur fram frumvarp með breytingum á Heilbrigðislögum og vill leggja niður hlutverk læknaráðs og skilgreinda faglega ábyrgð yfirlækna á læknis- þjónustu sem undir þá heyrir er áríðandi að ríkisstjórnin og Alþingi í heild grípi í taumanna áður en í frekara óefni er komið í heilbrigðis- málum þjóðarinnar með alvarlega skertri þjónustu við sjúklinga og álagi á starfsfólk. Skipulagsleysi bitnar á sjúklingum og læknum Gunnar Skúli Ármannsson svæfinga- og gjörgæslu- læknir. Til að Landspítalinn geti sinnt mikið veikum ein- staklingum samkvæmt lögum og af mannúð þarf tvennt til, fleiri hjúkrunar- fræðinga og bráðabirgða- húsnæði við bæði gömlu húsin. Hvort tveggja núna strax því sjúklingar Land- spítalans geta ekki beðið í 6-10 ár eftir nýjum Land- spítala eða betri mönnun hjúkrunarfræðinga. Læknar telja sig ekki lengur geta borið ábyrgð á mistök- um við meðferð sjúklinga á Landspítala Reynir Arngrímsson formaður Læknafélags Íslands 1 4 . J A N Ú A R 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R14 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.