Fréttablaðið - 21.01.2020, Page 1

Fréttablaðið - 21.01.2020, Page 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —1 7 . T Ö L U B L A Ð 2 0 . Á R G A N G U R Þ R I Ð J U D A G U R 2 1 . J A N Ú A R 2 0 2 0 Hlaðinn búnaði! Volkswagen Crafter Tilboðsverð 4.830.000 kr. Volkswagen Crafter sendibíll. Sjálfskiptur. Atvinnubílar HEKLA · Laugavegi 170 · Sími 590 5000 · Volkswagen.is án vsk. Rautt blys logaði innan um fremur fámennan hóp fólks við Alþingishúsið síðdegis í gær, sem kominn var saman þar til mótmæla. Blysið kastaði rauðleitum bjarma á þinghúsið og dró fram ævintýralegar skuggamyndir þeirra sem þar voru. Í gær kom þing saman á ný eftir jólaleyfi og þar eins og annars staðar er tilveran að komast í fastar skorður, þó seint sé. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR GARÐABÆR Fjölnota íþróttahús í Garðabæ á sér langan aðdraganda. Verkefnið var á hugmyndastigi um árabil og deilt um staðsetn- ingu hússins. Lengi vel var horft til svæðisins í kringum núver- andi athafnasvæði Stjörnunnar í Ásgarði en að endingu var ákveðið að heppilegri kostur væri að reisa húsið í svokallaðri Vetrarmýri við Vífilsstaði í Garðabæ. Nokkur stærstu verktakafyrir- tæki landsins tóku þátt í lokuðu alútboði vegna framkvæmdanna og urðu Íslenskir aðalverktakar hf. hlutskarpastir með tilboð upp á 4,2 milljarða króna. Til samanburðar var hæsta boð upp á 5,3 milljarða. Húsið er teiknað af ASK arki- tektum og öll verkfræðihönnun er í höndum Verkís. Áætluð verklok eru um mitt næsta ár. Jarðvegs- framkvæmdir við húsið hófust í lok febrúar í fyrra en fyrsta skóf lu- stunga var tekin við hátíðlega athöfn í maí. Eins og nafnið gefur til kynna mun íþróttahúsið rísa í mýri. Í ein- földuðu máli gerðu upphaf legar áætlanir ráð fyrir að boraðar yrðu súlur niður á fast og plata síðan steypt ofan á þær. Þegar vinna við grunninn hófst kom hins vegar í ljós að betrumbæta þurfti fyrri lausn sem samkvæmt heimildum Fréttablaðsins mun þýða aukinn kostnað við verkið. Gunnar Einars- son, bæjarstjóri í Garðabæ, segist þó fullviss um að sá kostnaður lendi ekki á bæjarsjóði. „Það er alveg rétt að þetta er f lók- in framkvæmd og ýmsar aðstæður koma upp sem bregðast þarf við. Ég á von á því að lausn liggi fyrir á næsta fundi byggingaraðila og bæjaryfirvalda. Garðabær fór í alls- herjarútboð vegna uppbyggingar- innar sem þýðir að öll hönnun og undirbúningsvinna var í höndum verktaka og því eigum við ekki von á því að verðið hækki,“ segir Gunn- ar. Hann vísar því á bug að umtals- verð töf hafi orðið á verkefninu. „Það eru í mesta lagi 1-2 mánuðir. Þótt einhverjir kranar hafi ekki verið á lofti í óveðrinu sem hefur geisað undanfarið þá er það ekki þar með sagt að verkið sé í kyrr- stöðu,“ segir Gunnar. Sigurður R. Ragnarsson, forstjóri ÍAV, vildi ekki tjá sig um stöðu verkefnisins þegar eftir því var leitað. – bþ Meiri kostnaður lendi ekki á Garðabæ Ýmis vandkvæði varðandi undirstöður nýs fjölnota íþróttahúss í Vetrarmýri í Garðabæ hafa gert það að verkum að mögulega þarf að breyta áætlun í miðju verki. Gunnar Einarsson bæjarstjóri segir að ef kostnaður verður meiri muni það ekki lenda á bæjarsjóði. Öll hönnun og undirbúningsvinna var í höndum verktaka og því eigum við ekki von á því að verðið hækki. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.