Fréttablaðið - 21.01.2020, Page 15

Fréttablaðið - 21.01.2020, Page 15
Þetta bætiefni inniheldur glúkósamín og kondtrótín súlfat en þessi tvö efni hafa reynst mörgum vel fyrir liðina. Dagsskammtur inniheldur 1000 mg af glúkósamíni og 200 mg af kondrótíni ásamt engifer, túrmerik, C-vítamíni og rósaldin (rosehips). C -vítamín stuðlar að eðlilegri myndun kollagens fyrir eðlilega starfsemi brjósks. Glucosamine & Chondroitin Complex Fæst í Lyf og Heilsu, Apótekaranum og flestum stórmörkuðum. Efni sem bæklunarlæknar mæla með Nú á bætiefnaformi Mér finnst ég finna mikinn mun þegar ég tek ensímin því það er eins og það sé alltaf eitthvað sem meltingin er ekki alveg að þola. Anna Steinsen Anna Steinsen er einn af fjórum eigendum fyrirtæk-isins KVAN þar sem fjöldi fólks hefur sótt námskeið til þess að þroska sig í samskiptum og samvinnu við annað fólk. Áður vann Anna lengi vel sem þjálfari og fyrirlesari hjá Dale Carnegie en vinnur nú í fullu starfi við fyrir- tæki sitt og sinnir því ábyrgðar- mikla hlutverki að vera fjögurra barna móðir og sjá um velferð þeirra með eiginmanni sínum. Svefn og félagsleg samskipti Sýn Önnu á lífið og tilveruna er afar skýr og telur hún góðan svefn vera grunninn að góðri heilsu, bæði líkamlegri og andlegri. „Félagsleg samskipti við fólk koma strax í kjölfarið en rannsóknir hafa sýnt fram á að mikilvægi félagslegra samskipta vegur þungt þegar kemur að heilsu manna og langlífi. Mataræði og hreyfing skipta líka gríðarlega miklu máli en ekkert af þessu verður í lagi ef svefninn er ekki í lagi. Ef þú ferð seint að sofa og borðar drasl, hefur það gífurleg áhrif á heilsuna. Bara með því að laga svefninn og fara fyrr að sofa ertu búin að bæta andlega heilsu töluvert sem auðveldar svo að fara í aðrar lífs- stílsbreytingar. Það hjálpar lítið að ætla að borða bara hollt ef það vantar svefn.“ Stólajóga Anna tekur sér ýmislegt fyrir hendur og hún hefur m.a. lært kundalini jóga hjá Auði Bjarna- dóttur. „Í dag er ég með jóga fyrir eldri borgara en það er stólajóga þar sem elstu þátttakendur eru yfir 90 ára gamlir. Það er dansað í stólunum, tekin öndun og farið með möntrur en þetta er ótrúlega gefandi og skemmtilegt því þessi hópur er bæði þakklátur og ótrú- lega skemmtilegur.“ Máttur matarins Anna hefur alltaf verið heilsu- hraust. Fyrir u.þ.b. 10 árum kynntist hún konu sem hafði tekið mataræðið afar föstum tökum vegna ristilsjúkdóms og náð að laga ýmislegt en dóttir Önnu þjáist af sama sjúkdómi. „Það varð til þess að ég hellti mér út í þau fræði, fór að kynna mér þau og læra um mátt matarins. Ég prófaði mig áfram sjálf, tók út óhollustu, unna matvöru, sykur, glúten og mjólkurvörur og þegar ég var búin að hreinsa mig prófaði ég að taka inn aftur þessar vörur og fann muninn. Þessi þekking og reynsla nýtist mér enn í dag og nú veit ég hvað ég þarf að forðast til að mér líði sem best. En það er aldrei neitt bannað því um leið og eitthvað má ekki, þá get ég ekki hætt að hugsa um það og ég held að það eigi við um ansi marga.“ Hvað varðar bæti- efni þá tekur Anna daglega inn D-vítamín, magnesíum, ómega-3, B12 og svo Digest Gold meltingar- ensímin sem hún er afar hrifin af. „Mér finnst ég finna mikinn mun þegar ég tek ensímin því það er eins og það sé alltaf eitthvað sem meltingin þolir ekki alveg, ég verð útþanin og fæ óþægindi sem ég losna algerlega við þegar ég tek þau inn með matnum.“ Finna tilgang okkar og hafa gaman Anna hefur ákveðið lífsmottó sem hún fylgir og má yfirfæra það í nokkur heilræði sem flestir ef ekki allir geta nýtt sér. n Fá nægan svefn og vera í félags- legum samskiptum við fólk. n Anda djúpt og fá ferskt loft. n Passa mataræðið og fá hreyf- ingu. Það er aldrei neitt bannað Hvað varðar bætiefni þá tekur Anna daglega inn D-vítamín, magnesíum, ómega-3, B12 og svo Digest Gold meltingar- ensímin sem hún er afar hrifin af. Digest Gold Enzymedica er fyrir fólk með fjölþætt meltingarvandamál. Heildræn nálgun er það sem þarf til að byggja upp og viðhalda góðri heilsu. Svefninn er mikilvægastur en mataræði og góð melting leika líka lykilhlutverk til að koma á jafnvægi. n Finna tilgang okkar og hafa gaman af lífinu. n Vera fylgin okkur sjálfum – þetta er okkar vegferð. n Melta betur og hraðar. Meltingarensím í bætiefna- formi geta dregið úr ýmiss konar óþægindum sem fylgja neyslu á ákveðnum matvælum og dregið úr einkennum fæðuóþols. Þau geta haft afar jákvæð áhrif á líkams- starfsemina, aukið næringarupp- töku og hjálpað þörmunum að ná eðlilegri virkni þannig að þeir virki betur en nokkru sinni fyrr. Meltingarensímin frá Enzyme- dica eru 100% náttúruleg og án allra aukaefna. Þau vinna á mis- munandi pH-gildum og ná þannig að melta hvert orkuefni mun betur og hraðar. Digest Gold er sérstak- lega gott fyrir fólk sem glímir við fjölþætt meltingarvandamál og einnig þá sem þurfa stuðning við starfsemi gallblöðru. Digest Gold er jafnframt söluhæsta meltingar- varan í Bandaríkjunum. Sölustaðir: Apótek, heilsuhús og heilsuhillur verslana. FÓLK KYNNINGARBLAÐ 3 Þ R I ÐJ U DAG U R 2 1 . JA N ÚA R 2 0 2 0

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.