Fréttablaðið - 31.01.2020, Síða 12

Fréttablaðið - 31.01.2020, Síða 12
Leikfélag Akureyrar, Sinfóníu-hljómsveit Norðurlands og Menningarhúsið Hof gætu boðið 20 manns upp á ný og mikil- væg sérfræðistörf. Störf sem væru spennandi kostur fyrir bæjarbúa og aðra sem hefðu áhuga á að setj- ast að á Akureyri. Störf sem henta fjölbreyttum hópi fólks með ólíka menntun og reynslu að baki á borð við leikara, rafvirkja, smiði, bóka- safns- og upplýsingafræðinga, hljóðfæraleikara, kennara, verk- efnastjóra, klæðskera, hönnuði og viðburðastjóra. Umsvif félaganna þriggja, LA, SN og Hofs, hafa margfaldast eftir sameiningu þeirra undir hatti Menningarfélags Akureyrar og hafa til að mynda tekjur af fram- leiðslu tvöfaldast á milli ára. Þessi auknu umsvif kalla á f leira starfs- fólk sem hefur sérfræðiþekkingu á hinum ýmsu sviðum og það segir sig sjálft að með auknu vinnuaf li ef list atvinnu- og menningarlífið enn frekar. Sláandi aðstöðumunur Við sjáum fyrir okkur að fastráða leikara við Leikfélag Akureyrar, fastráða leiðara við Sinfóníu- hljómsveit Norðurlands, fastráða verkefnastjóra, hönnuði og iðn- og tæknimenntað fólk. Hægt yrði að fara í samstarf við grunn- og fram- haldsskóla Akureyrar og ráða til starfa listgreinakennara sem ynnu þvert á stofnanir og þannig styrkja menningaruppeldi barna og ung- menna á Akureyri. Nú þegar er Leikfélag Akureyrar og Mennta- skólinn á Akureyri að vinna í sam- einingu að stofnun leikhúsbrautar við skólann svo framtakssemin er sannarlega til staðar. Menningarfélag Akureyrar rekur Leikfélag Akureyrar, Menningar- húsið Hof og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands fyrir einungis 4% af því fjármagni sem sambærilegar stofnanir á höfuðborgarsvæðinu fá úr ríkissjóði. Þessi aðstöðumunur er sláandi og í algjöru og hrópandi ósamræmi við mikilvægi stofnan- anna og þjónustusvæði þeirra. Til að ná jafnvægi, og sanngirni, þyrfti Menningarfélag Akureyrar að fá 10% af framlögum til sambærilegra stofnana á höfuðborgarsvæðinu. Innviðir og aðstaða fyrir hendi Til að setja hlutina í samhengi fengu Listasafnið á Akureyri, Leik- félag Akureyrar, Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og Menningarhúsið Hof 200 m.kr. árið 2019 til rekst- ursins frá ríkinu. Samtals greiddu stofnanirnar um 420 m.kr. í launa- kostnað og af þeirri upphæð runnu um 150 m.kr í opinber gjöld. Enn fremur greiða þessar stofnanir virðisaukaskatt af vörum og þjón- ustu sem nær hátt í 60 m.kr árlega. Samtals eru því þessar stofnanir að greiða meira í opinber gjöld en þær fá úthlutað frá ríkinu. Menning og listir eru grund- völlur blómlegra samfélaga. Í gegnum skapandi starf þróast hæfileikar, hugvit og nýsköpun sem hafa jákvæð áhrif bæði á mannlíf og efnahag. Starfsemi Menningarfé- lagsins gleður og nærir íbúa og gesti enda starfar hér fólk sem hefur metnað, hugsjónir og eljusemi fyrir því sem það gerir. Hér á Akureyri er ekki langt að sækja innblásturinn. Við finnum hann í listalífinu, nátt- úrunni, birtunni, myrkrinu, fjöllun- um, hafinu, leiklistinni, tónlistinni og ekki síst fólkinu sem nýtir tæki- færin sem lífið hefur upp á að bjóða. Ef sanngirni væri gætt gætu skap- ast tuttugu spennandi sérfræðistörf á Akureyri strax á morgun. Innviðir og aðstaða eru þegar fyrir hendi. Við þurfum eingöngu á skynsemi og framtakssemi ráðamanna að halda. Menningarfélag Akureyrar rekur Leikfélag Akureyrar, Menningarhúsið Hof og Sinfóníuhljómsveit Norður- lands fyrir einungis 4% af því fjármagni sem sambæri- legar stofnanir á höfuðborg- arsvæðinu fá úr ríkissjóði. Á heimasíðu Landlæknis er að finna eftirfarandi upplýsing-ar um hvert beri að leita eftir heilbrigðisþjónustu: „Bráða- og slysamóttökur eða slysadeildir eru á f lestum heilsu- gæslustöðvum og sjúkrahúsum. Þjónustan er veitt allt árið. Neyðar- númerið 112 (einn, einn, tveir) sinn- ir allri neyðarþjónustu og svarar öllum símtölum vegna neyðartil- vika og aðstoðarbeiðna.“ Á heimasíðu heilsugæslu segir að heilsugæslugæslustöðvar sinni „heimilislæknaþjónustu, hjúkrun, þ.m.t. heimahjúkrun og almennri heilsugæslu, auk slysa og bráðra veikinda. Hlutverk þeirra er að vera hornsteinn heilbrigðisþjónustu utan sjúkrahúsa.“ Að öðru leyti er hvergi minnst á slys eða hvaða aðgerðir heilsu- gæslan getur boðið upp á t.d. vegna minni háttar beinbrota. Ekki virðist heldur vera nein sérfræðiþekking eða sérhæfing í slysalækningum á einstökum heilsugæslum. Þá hafa slysavarnir á undanförnum árum hvorki notið forgangs í áherslum né fjármögnun heilbrigðisyfirvalda á heilbrigðisþjónustunni. Orðið „slysavarðstofa“ er mjög greypt í huga almennings og sömu- leiðis „Slysavarðstofan“ sem var á Heilsuverndarstöðinni við Bar- ónsstíg áður en hún var f lutt yfir á Borgarspítalann eftir að hann var byggður 1967. Slysavarðstofan var í huga almennings mjög föst í sessi á Borgarspítalanum þó að formlega hafi hún ekki heitið slysavarðstofa þar heldur slysadeild. Fyrir nokkr- um árum eftir sameiningu spítal- anna var formlega hætt að nota orðið slysadeild og byrjað að nota orðið „bráðamóttaka“. Þrátt fyrir þessi formlegheit hefur stór hluti almennings haldið áfram að tala um Slysavarðstofuna og að þangað eigi maður að leita ef maður lendir í slysi hversu smávægilegt sem það er. Er þar komin ein helsta skýring á því mikla álagi og þeim viðvarandi vanda sem bráðamóttaka Land- spítalans er að sligast undan. Þessu er öðruvísi varið í Þýska- landi þar sem, auk bráðadeilda á öllum helstu sjúkrahúsum lands- ins, eru starfandi svokallaðir slysa- læknar (unfallarzt) sem taka að sér og sérhæfa sig í minniháttar slysum, einkum beinbrotum, togn- unum, vinnu- og íþróttaslysum. Þessir læknar eru yfirleitt bráða-, bæklunar- eða skurðlæknar sem hafa sérhæft sig í slysalækningum og búa yfir reynslu vegna vinnu á bráðadeildum sjúkrahúsa. Þeir eru með litlar stofur víðs vegar í borg- um og eru með röntgentæki og alla aðgerðaraðstöðu s.s. fyrir gifs, sára- hreinsun og fleira. Í fimm mínútna fjarlægð frá þeim stað sem ég bý stundum hjá dóttur minni í Berlín eru um þrír slíkir læknar. Þessa lækna heimsækja þeir sem verða fyrir minni háttar slysum á dagvinnutíma (frá kl. 8 til 18) og fá hjá þeim fljótt og örugglega gert að sínum meinum. Þeir taka sérstak- lega að sér slys sem verða til og frá og í skólum og vinnustöðum auk íþróttaslysa. Heimilislæknar sem eru mun f leiri en slysalæknarnir vísa öllum slíkum sjúklingum til slysalæknanna enda er forsenda fyrir greiðslu slysatrygginga að sá slysatryggði hafi farið fyrst til þeirra. Slysalæknar sjá um fyrstu aðgerð- ir (diagnose und erstversorgung) og tilkynningar til slysatrygginga, grípa til nauðsynlegra aðgerða en geta einnig vísað til áframhaldandi meðferða s.s. endurhæfingu ef á þarf að halda en sjá síðan um alla eftirfylgni með sjúklingunum. Í Þýskalandi eru um 3.500 starf- andi slysalæknar og á öllum helstu sjúkrahúsum eru bráðadeildir þar sem einnig eru starfandi slysalæknar sem m.a. gæta hagsmuna slysatrygg- inga og þeirra slysatryggðu. Bráða- deildir sjúkrahúsa sinna slysum sem verða utan dagvinnutíma en sinna ekki eftirfylgd með sjúklingum og engar endurkomur eiga sér þar stað til að taka sauma, skipta á umbúðum og svo framvegis. Um þann þátt sjá fyrrnefndir slysalæknar í dagvinnu- tíma og sjúklingar koma til þeirra með sínar röntgenmyndir sem þeir hafa t.d. fengið á bráðadeildum sjúkrahúsa. Augljóst er að fyrirkomulagið í Þýskalandi dregur mjög úr álagi á bráðavaktir sjúkrahúsanna auk þess sem það kemur mun betur og fyrr til móts við þarfir sjúklinga en við eigum að venjast. Til að draga úr álagi á bráðadeild Landspítala mætti nýta þessa þýsku fyrirmynd þannig að heilsugæslu- stöðvar (a.m.k. þær stærstu og öfl- ugustu) kæmu sér upp röntgen- og annarri nauðsynlegri aðstöðu til að sérhæfa sig í slysalækningum með svipuðum hætti og slysalæknar gera í Þýskalandi. Ef ekki eru til sérfræðingar á lausu hér á landi á sviði slysalækninga mætti til að byrja með leita þeirra utan land- steinanna. Til að leggja áherslu á þá stefnu- breytingu sem í þessu fælist mætti breyta nafni þeirra heilsugæslu- stöðva sem hafa getu til að sinna slysalækningum í „Slysa- og heilsu- verndarstöð“. Bráðadeild Landspítala – slysalækningar – innlegg Það á að vera eftirsóknarvert að vera nemandi og íbúi á Íslandi. Við erum lítil þjóð og það ætti ekki að vera of flókið að vera í farar- broddi með ýmsar nýjungar t.d. í menntamálum, umhverfisvernd, endurvinnslu og endurnýjanlegum orkugjöfum svo fátt eitt sé nefnt. Við erum að stærð eins og ein lítil borg í Evrópu. Á Íslandi er samt sem áður nem- endum mismunað þar sem þeir fá ekki möguleika að stunda list- greinar af af li í skólakerfinu. Sam- kvæmt Aðalnámskrá grunnskóla eiga allir nemendur á Íslandi rétt á að stunda list- og verkgreinar þar sem nemendur kynnast margvís- legum vinnubrögðum, tækni og aðferðum þar sem reynir á verk- lega kunnáttu, samhæfingu hugar, handa og hjarta og fjölbreyttar leiðir til að tjá sig á rituðu máli og tali en einnig með því að skapa listaverk. Stundataflan er þétt setin af mikilvægum kennslustundum en list- og verkgreinar eiga sífellt undir högg að sækja. Samkvæmt stóru starfsháttarannsókninni, Starfshættir í grunnskóla við upp- haf 21. aldar, sem gerð var árið 2014, þá fá ekki allir nemendur á Íslandi tækifæri til þess að stunda tónmennt og myndmennt hvað þá að læra leiklist eða dans. Talið er að menntun í list- og verkgreinum séu lykilþættir að bættu siðferði, sam- félagslegri ábyrgð og samkennd. Með menntun í list- og verkgrein- um fá nemendur einstakt tækifæri til að ef la skapandi og gagnrýna hugsun, vinna með tilfinningar, læra að setja sig í spor annarra og viðhalda menningararf leifð. List- og verkgreinar eru einnig mikil- vægur vettvangur fyrir umræðu og lýðræðisleg vinnubrögð og eru kjörnar fyrir samþættingu náms- greina. Það er mjög auðvelt að sam- þætta myndlist og samfélagsfræði eða heimilisfræði og stærðfræði o.s.frv. Samkvæmt menntunar- fræðingnum Elliot Eisner þá eru list- og verkgreinar kjörnar fyrir samþættingu ólíkra námsgreina til að skilja og virða allt skólastarf. Einnig taldi hann að í gegnum list- og verkgreinar lærðu nemendur að komast að ólíkum niðurstöðum og að vandamál geta haft margvís- legar lausnir. Allt eru þetta mikilvæg atriði sem þroska og undirbúa nemendur til þess að leysa vandamál fram- tíðarinnar s.s. loftslagsvána sem er flókið manngert fyrirbæri en krefst skapandi lausna með samstilltu átaki þjóða heimsins. Ekki er nóg með að í sjálfum skól- unum þurfi að sannfæra stjórn- endur um ágæti list- og verkgreina heldur er skólum úti á landsbyggð- inni nú meinuð þátttaka í Mánuði myndlistar sem Samband íslenskra myndlistarmanna hefur staðið að í mörg ár og sent starfandi mynd- listarmenn í skóla landsins til að fræða nemendur um myndlist sem starfsgrein. Ekki gat menntamála- ráðuneytið styrkt verkefnið nema að litlu leyti og í kjölfarið var ekki mögulegt að senda myndlistar- menn til að fræða nemendur um skapandi starf nema einungis á höfuðborgarsvæðinu. Nemendum á Íslandi á ekki að vera mismunað á neinn hátt en hér er um að ræða grófa mismunun eftir búsetu. Allmargir vísindamenn og frum- kvöðlar sem hafa komið fram á sjónarsviðið hafa einnig verið lista- menn. Það þarf ekki leita langt, t.d. Isaac Newton var eðlisfræðingur en einnig myndlistarmaður, Albert Einstein var eðlisfræðingur en líka tónlistarmaður, Leonardo da Vinci var listmálari og vísindamaður, Marie Curie var efnafræðingur og skapandi baráttukona um kynja- jafnrétti og efnarannsóknir. Það er einnig hægt að líta okkur nær og skoða vísindamenn á Íslandi, s.s. Kára Stefánsson sem er bæði læknir og rithöfundur og Vigdísi Finnboga- dóttir sem er málvísindamaður og leikhúsfræðingur. Það á að efla listgreinar í skólum þær hjálpa okkur að virkja skynfæri okkar og hafa áhrif á ímyndunarafl- ið og við lærum að sjá það sem við hefðum annars ekki komið auga á. Markmið allrar menntunar er að auka hæfni og þroska nemenda í gegnum starf þeirra og reynslu sem hjálpar þeim að skapa, skynja og taka virkan þátt í samfélaginu. Nemendum á Íslandi gróflega mismunað eftir búsetu Tuttugu ný sérfræðistörf á Akureyri Gunnhildur Þórðardóttir kennari og myndlistar- maður Einar Magnússon lyfjafræðingur Þuríður Helga Kristjánsdóttir framkvæmda- stjóri Menn- ingarfélags Akureyrar Augljóst er að fyrirkomu- lagið í Þýskalandi dregur mjög úr álagi á bráðavaktir sjúkrahúsanna auk þess sem það kemur mun betur og fyrr til móts við þarfir sjúklinga en við eigum að venjast. 3 1 . J A N Ú A R 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R12 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.