Fréttablaðið - 31.01.2020, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 31.01.2020, Blaðsíða 2
Gert er ráð fyrir að viðbótarframkvæmdirnar kosti 50 milljónir. Veður Norðlæg átt 5-13 m/s. Snjókoma með köflum um landið norðan- vert, en léttskýjað að mestu syðra. Norðan 8-15 og bætir í ofankomu norðanlands síðdegis. SJÁ SÍÐU 20 Spilað í Hörpu Adólf Sigurgeirsson missti hús í gosinu í Heimaey. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR SAMFÉLAG Eftir eldgosið í Vest- mannaeyjum árið 1973 f lutti all- nokkur hópur Eyjamanna til Grindavíkur og hóf þar nýtt líf. Einn af þessum brottfluttu Eyjamönnum er Adólf Sigurgeirsson sem nú er 89 ára gamall. Hann missti húsið sitt í Vestmannaeyjum í hamförunum á sínum tíma en fjölskyldunni var tekið opnum örmum í sjávarplássi suður með sjó, Grindavík. „Okkur var fyrst tjáð að það væri ekkert húsnæði laust í Grindavík. Síðan fréttist að ég væri járnsmiður og þá var fjölskyldunni þegar útveg- uð íbúð og mér var tjáð að ég fengi aldrei að yfirgefa Grindavík,“ segir Adólf kíminn. Sú ráðstöfun stóð stutt yfir og skömmu síðar var fjöl- skyldunni úthlutað húsi í bænum. Þar hefur Adólf búið síðan og unir hag sínum vel. „Mér hefur alltaf liðið vel í Grindavík. Kannski er það vegna þess að Grindavík er sama rokrass- gatið og Vestmannaeyjar. Ég kann vel að meta rokið,“ segir Adólf. Hann rifjar upp að fjölskyldan hafi ekki fyrr komið sér fyrir í Grindavík en að miklar jarðhrær- ingar urðu á svipuðum slóðum og nú. „Okkur brá illilega enda var skammt liðið frá hamförunum sem við upplifðum í Eyjum,“ segir Adólf. Hann segist hafa rokið til og klætt sig í sparifötin sem hafði vakið furðu eiginkonu hans og þá hafi hann tjáð henni að í þetta skiptið ætlaði hann að flýja með reisn. Adólf segir að jarðhræringarnar nú séu sannarlega óþægilegar en að hann óttist þó ekkert. „Ég verð ekki hræddur en ég upp- lifi helst einmanaleika. Ég missti konuna mína fyrir tveimur árum og það er skrítið að vera einn og hafa engan til að ræða við um þessa atburði,“ segir Adólf. Hann segir að pólskir nágrann- ar hans bjargi þó miklu. „Þetta eru vinir mínir og úrvalsfólk í alla staði. Þau vilja allt fyrir mig gera,“ segir Adólf. Ef eldgos hefst við Grindavík er Adólf með áætlun á reiðum hönd- um. „Þá bruna ég til Þorlákshafnar og sigli aftur til Vestmannaeyja. Loka hringnum,“ segir hann og hlær. bjornth@frettabladid.is Hyggst flýja með reisn úr Grindavík til Eyja Adólf Sigurgeirsson flúði Vestmannaeyjar í eldgosinu 1973 og settist að í Grindavík. Jarðhræringarnar nú vekja ljúfsárar minningar en skjóta Adólf ekki skelk í bringu. Ef gýs hyggst hann loka hringnum og flýja aftur til Eyja. Ég missti konuna mína fyrir tveimur árum og það er skrítið að vera einn og hafa engan til að ræða við um þessa atburði. Adólf Sigurgeirsson í Grindavík REYKJAVÍK Smíða á nýjan þakglugga á Fossvogsskóla og ósonhreinsa heimilisfræðistofuna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ingibjörgu Ýri Pálmadóttur skólastjóra til for- eldra. Líkt og Fréttablaðið greindi frá um helgina hefur borið á leka og myglu þrátt fyrir að farið hafi verið í framkvæmdir í fyrra til að upp- ræta myglu. Alls kostuðu þær fram- kvæmdir 420 milljónir króna. Þakglugginn í miðrými vestur- byggingar skólans lekur, verður byggt yfir gluggann þangað til nýjum verður komið fyrir í vor. Búið er að tæma geymslu í kjallara byggingarinnar sem ekki var tæmd í framkvæmdunum í fyrra. Þar er búið að slípa af málningu og þrífa með þar til gerðum hreinsiefnum. Allt rýmið í heimilisfræðistof- unni hefur verið endurnýjað nema eldhúsinnréttingin. Segir Ingibjörg að þar séu engin merki um leka eða rakavandamál. Þrátt fyrir það var ákveðið að ósonhreinsa allt rýmið. Er um að ræða hreinsun sem tekur tvo til þrjá daga. Að því loknu verður metið hvort það hafi skilað tilætluðum árangri. Í svari Reykjavíkurborgar segir að gert sé ráð fyrir að viðbótarfram- kvæmdirnar komi til með að kosta 50 milljónir króna. – ab Ósonhreinsun í Fossvogsskóla Skólinn var rýmdur að hluta í fyrra. VERÐ FRÁ 119.900 KR. Á MANN M.V. TVO FULLORÐNA & TVÖ BÖRN ALMERÍA 29. MAÍ - 5. JÚNÍ NÁNAR Í SÍMA 585 4000 EÐA Á UU.IS VIÐSKIPTI Íslandspóstur stundar undirverðlagningu á pakkaf lutn- ingum og sendibílaþjónustu innan- lands að sögn Ólafs Stephensen, framkvæmdastjóra Félags atvinnu- rekenda. Í grein á frettabladid.is í dag gerir Ólafur ítarlegan samanburð á gjaldskrá Íslandspósts og landflutn- ingafyrirtækja. Þá hafi gjaldskrá pakkasendinga hjá Póstinum lækkað um áramótin. „Vaknar sú spurning hvort hjá ríkisfyrirtækinu sé einhver rekstrar- snilld í gangi sem gerir því kleift að bjóða svona hagstætt verð, byggt á raunkostnaði við þjónustuna,“ segir Ólafur. Líklega lendi tapið á skatt- greiðendum. – ab / sjá frettabladid.is Rekstrarsnilld hjá Póstinum Ólafur Stephen- sen, fram- kvæmdastjóri Félags atvinnu- rekenda. Reykjavík Bridge Festival hófst í Hörpunni í gærkvöldi. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, sagði fyrstu sögnina við opnun- arathöfn hátíðarinnar sem stendur fram á sunnudag. Jafet Ólafsson, forseti Bridgesambands Íslands, fylgdist grannt með. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN 3 1 . J A N Ú A R 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.