Fréttablaðið - 31.01.2020, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 31.01.2020, Blaðsíða 20
Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is Kennarastarfið er gefandi en jafnfram krefjandi, segir á norska miðlinum forskn­ ing.no. Rannsókn var gerð við níu grunnskóla í miðvesturríkjum Bandaríkjanna um streitu hjá kennurum og hvaða áhrif hún hefur á bekkinn. Eitt hundrað kennarar svöruðu spurningum, meðal annars um hvort starfið væri streituvaldandi og hvort þeir upplifðu streitu. Næstum allir svarenda sögðust upplifa streitu í starfinu. Yfir 90 prósent upp­ lifðu mjög mikið álag en f lestir kennararnir töldu sig geta tekist á við það. Þó voru 28 prósent sem töldu sig vera í erfiðleikum með að vinna sig frá streitunni. Í þeim hópi sáu vísindamenn kulnun í starfi og minni væntingar til þess að ná árangri. Þá var hærra hlut­ fall þunglyndis hjá nemendum kennara í þessum hópi. Árangur og streita Greinilegt samhengi var á milli mikillar streitu hjá kennara og minni árangurs hjá nemendum þeirra. Rannsóknin var birt í Journal of School Psychology. Eftir nokkurn tíma á meðan rann­ sóknin stóð gátu vísindamenn tengt hegðunar­ og einbeitingar­ vandamál meðal nemenda þeirra kennara sem töldu sig mjög stress­ aða í vinnunni. Hinn hópurinn þar sem kennarar gátu ráðið við streituna stóð sig betur í námi og hafði meiri félagslega færni. Mikil vinna Samkvæmt greininni á forskning er streita algengt vandamál meðal kennara í Noregi eins og í Banda­ ríkjunum. Gerð hefur verið rann­ sókn á því hvers vegna kennarar endast illa í starfi. Í Noregi var spurt um þreytu, áhyggjur og þung­ lyndi frekar en streituvandamál. Næstum allir norskir kennarar finna fyrir tímapressu en hún getur orsakað mikla þreytu. Þá eru aga­ vandamál í skólastofunni og átök við foreldra einnig áhrifavaldar hjá kennurum. Talað er um að það vanti tilfinnanlega betri rann­ sóknir á áhrif kennara á nemendur. Flestir kennarar vinna mikið. Þeir vilja vera vel undirbúnir fyrir tímana og utan skólastofunnar þarf að vinna pappírsvinnu. Stressaðir kennarar smita nemendur Ný amerísk rannsókn sýnir að ef kennari er undir miklu álagi eða er stressaður sendir hann nei- kvæða strauma yfir nemendur og þeim líður verr. Einn af hverjum tíu kennurum íhugar að hætta. Skólastarfið gengur betur og börnin ná meiri árangri ef kennarinn er í góðu jafnvægi. Minni árangur er hjá nemendum þar sem er streita. MYND/GETTY Greinilegt sam- hengi var á milli mikillar streitu hjá kennara og minni árangurs hjá nemendum þeirra. Stundum er fólk að velta því fyrir sér hvað eigi að vera í matinn. Hér eru tvær upp­ skriftir að einföldum réttum sem auðvelt er að gera. Sterk súpa með kalkún Mjög góð súpa sem hentar vel í vetrarkulda. Hægt er að nota hvort sem er afgang af kalkún eða kjúklingi. Súpan er skreytt með steiktum tortilla­kökum og lárperu. Uppskriftin miðast við fjóra. 400 g afgangur af kalkún eða kjúklingi 2 hvítlauksrif 1 laukur 1 tsk. cumin ½ tsk. chili-duft ½ tsk. reykt paprikuduft 5 dl kjúklingasoð (vatn og einn teningur eða soð) 4 dl kókosmjólk 4 dl niðursoðnir tómatar Meðlæti 2 hveiti tortillur 1 lárpera 1 smátt skorinn vorlaukur 1 jalapeno, smátt skorinn Hreinsið kalkúninn frá beinum og skerið niður. Skerið lauk og hvít­ lauk smátt og steikið í potti með olíu og kryddi. Bætið kókosmjólk og tómötum saman við. Látið sjóða og malla síðan í 5­6 mínútur. Skerið tortilla­kökurnar í strimla og steikið þá í olíu á pönnu þar til þær fá gylltan blæ. Maukið súpuna með töfra­ sprota. Bætið síðan kalkún eða kjúklingi út í hana. Bragðbætið með salti, pipar og chili­pipar. Ausið súpunni á disk og skreyt­ ið hana með tortilla, lárperusneið, vorlauk og jalapeno. Saltbakaður silungur Hér er góður réttur sem gaman er að prófa að elda. Þegar fiskur er bakaður í salti verður hann sérstaklega ljúffengur og safa­ ríkur. Silungur eða bleikja henta vel í þannig bakstur. Uppskriftin miðast við fjóra. 800 g silungur eða bleikja 200 g gróft salt 1 sítróna 1 poki blandað salat Skerið fiskinn í mátuleg stykki og hafið roðið á. Setjið saltið í eldfast mót og leggið fiskinn yfir, roðið snýr niður. Bragðbætið með salti, pipar og sítrónusafa. Bakið við 180°C í tólf til fimmtán mínútur eftir þykkt bitanna. Berið fram með soðnum kart­ öflum og góðu salati. Það er hægt að baka allan fisk með þessum hætti. Mjög sniðugt er að leggja fiskinn heilan á saltið og krydda með ferskum kryddjurtum. Hvað á að vera í matinn? Saltbakaður silungur eða bleikja er mikill herramannsmatur. Rafmagnsgítar Rafmagnsbassi Klassískur gítar KassabassiKassagítar Gítarbanjó Fiðla 26.900 Rafmagnsfiðla 42.900 Heyrnartól Míkrafónar í úrvali Þráðlaus míkrafónn Gítarinn ehf Stórhöfða 27 • 110 Reykjavík • S. 552 2125 • gitarinn@gitarinn.is • gitarinn.is Sömgkerfi UkuleleKajun tromma í úrvali Hljóðfæri Gítarmagnari fyrir rafmagnsgítara 12.900 Magnari fyrir kassagítar og míkrafón 24.900 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 3 1 . JA N ÚA R 2 0 2 0 F Ö S T U DAG U R

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.