Fréttablaðið - 31.01.2020, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 31.01.2020, Blaðsíða 16
Það á að bæta einhverju við bæði í opnunarhátíðina og við lokakvöldið. Hafþór Barði Birgisson, íþrótta- og tómstundafulltrúi Allar upplýsingar veita Helga Pálsdóttir lögg. fasteignasali Sími 822 2123 helga@fastlind.is Þorsteinn Yngvason lögg. fasteignasali Sími 696 0226 thorsteinn@fastlind.is Bjarkardalur 4-6 Reykjanesbæ NÝJAR, FULLBÚNAR vandaðar 3 herbergja íbúðir með bílskúr. Tvær stærðir: 108,4m2 og 130,3m2. Verð frá 44,9 milljónum. 20 mínútna akstursfjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu. Íbúðirnar eru einstaklega vandaðar og skilast með gólfefnum á öllum rýmum, fallegum innréttingum, ísskáp m. frysti, uppþvottavél og smekklegri lýsingu frá Lumex. NÝTT Í SÖLU! ÍÞRÓTTIR Íþrótta- og tómstundaráð Reykjanesbæjar gat ekki veitt sund- fólki úr bænum styrk upp á 300 þús- und til að það gæti gert atlögu að því að komast meðal annars á Ólympíu- leikana í Tókýó. Ráðið veitti þó 500 þúsund króna styrk til að Nettó- mótið í körfubolta gæti haldið veg- legt lokakvöld en mótið er 30 ára í ár. Tölvan sagði einfaldlega nei. Már Gunnarsson, ein stærsta íþróttastjarna landsins og handhafi Kristalkúlunnar, er mjög líklegur til árangurs á Ólympíuleikum fatlaðra. Hann hefur verið í frábæru formi að undanförnu, sló til að mynda tíu Íslandsmet á heimsmeistaramóti fatlaðra í sundi í september. Sund- ráð Íþróttabandalags Reykjanesbæj- ar vildi styrkja Má í undirbúningi hans fyrir Evrópumeistaramótið í 50 metra laug og Ólympíuleikana ásamt þeim Karen Mist Arngeirs- dóttur og Evu Margréti Falsdóttur en báðar stefna þær hátt og eru titl- aðar afrekssundmenn innan ÍRB. Reglur íþrótta- og tómstundaráðs eru þó þannig að æfingaferðir falla ekki undir reglur sjóðsins og fengu þau því synjun. Það voru þó til 500 þúsund krónur til að styrkja 30 ára afmælismót eins stærsta körfuboltamóts landsins á sama fundi. Í bréfi til ráðsins segir að mótið hafi gengið vel, það sé haldið með góðum styrk frá Nettó og Reykjanesbær hafi lánað út öll íþróttamannvirki, sem og grunn- skóla til gistingar fyrir iðkendur en um 1.300 frá 25 liðum mættu á síðasta mót. Fjölmörg önnur fyrirtæki í Reykjanesbæ komi einnig að mótinu með beinum og óbeinum styrkjum. Gríðarleg sjálf boðavinna fer fram í kringum mótið við undirbúning, dómgæslu, mótstjórn, aðstöðu- og veitingamál og hefur allur ágóði runnið beint í barna- og unglinga- starf Keflavíkur og Njarðvíkur. Það sé mikilvæg tekjulind fyrir starfið. Til að gera mótinu hátt undir höfði, sem glæsilegast og veglegast, þarf mótið fjárstyrk og veitti ráðið því 500 þúsund krónur og kallaði það afmælisgjöf. „Það á að bæta ein- hverju við bæði í opnunarhátíðina og við lokakvöldið,“ segir Haf þór Barði Birgisson, íþrótta- og tóm- stundafulltrúi. Eva Stefánsdóttir, formaður ráðsins, baðst undan svörum í síma, vildi fá spurningar í tölvupósti. Ómar Jóhannsson, formaður sundráðs ÍRB, segir synjunina vissu- lega vonbrigði því það sé vilji til að gera vel við afreksfólk á Ólympíuári. „Þetta eru sterkir sundmenn og eru að vinna til verðlauna og gera frá- bæra hluti. Okkur langaði að fara þessa ferð því árangur kostar sitt.“ Ómar ítrekar að hann sé ánægður með að Nettómótið fái styrk enda sé Reykjanesbær titlaður íþróttabær og sundráðið eigi í góðu samstarfi við bæjaryfirvöld. benediktboas@frettabladid.is Fá ekki styrk til að æfa sig fyrir ÓL Þrír afrekssundmenn í Reykjanesbæ fengu ekki 300 þúsund króna styrk frá bænum því æfingaferðir falla ekki undir reglur styrkt- arsjóðsins. Á sama fundi var hálf milljón veitt í afmælisgjöf til að bæta í opnunarhátíð og lokakvöld á Nettómótinu í körfubolta. Már Gunnarsson er talinn líklegur til afreka í Tókýó. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Nettómótið fékk afmælisgjöf frá Reykjanesbæ upp á 500 þúsund til að halda glæsilegt lokakvöld. Tímamót í bænum Íþrótta- og afrekssjóður Reykjanesbæjar samþykkti undir lok síðasta árs að upp- hæð fyrir hverja ferð sem farin er til útlanda á vegum landsliðs hækkaði úr 20 þúsund krónum í 40 þúsund en alls fengu 183 að- ilar styrk úr sjóðnum á síðasta ári. „Æfingaferðir falla ekki undir reglur sjóðsins en ef þau komast á Ólympíuleikana eða NM eða mót sem eru styrkhæf þá gengur það yfirleitt smurt,“ segir Hafþór. Á þriðjudag var skrifað undir samstarfssamning Reykjanes- bæjar, Keflavíkur og Njarð- víkur. Um er að ræða tímamóta- samning en með honum verður íþróttafélögunum gert kleift að ráða íþróttastjóra til starfa. „Heildarvirði samningsins er um 50 milljónir og það er frábært að geta styrkt þessi góðu félög enda er það dýrt að reka þau. Við erum að stíga mikilvægt skref í að aðstoða þau og léttir vonandi undir,“ segir Hafþór og bætir við að loksins sjái til lands eftir erfiða tíð suður með sjó. FÓTBOLTI Síðasti dagur enskra félagsliða til að styrkja leikmanna- hópinn fyrir átökin fram undan er í dag. Janúarfélagaskiptaglugginn lokast í kvöld og má búast við að lið verði allt fram á síðustu stundu að leita að liðsstyrk. Stærstu liðin á Englandi hafa flest haft hægt um sig á leikmannamark- aðnum. Liverpool var búið að ganga frá kaupunum á Takumi Minamino í desember á meðan Pep Guardiola virðist ekki ætla að styrkja leik- mannahópinn fyrir baráttuna í Meistaradeildinni. Hvorki Leicester né Chelsea hafa bætt við leikmanni en Chelsea leitar nú logandi ljósi að framherja í von um að hann geti komið í stað Olivier Giroud sem vill fá að yfirgefa félagið. Jose Mourinho slær ekki slöku við og er búinn að fá tvo leikmenn inn ásamt því að tryggja sér réttinn á Giovani Lo Celso til frambúðar en Tottenham þurfti að horfa á eftir Christian Eriksen til Inter í vikunni. Stærstu félagaskipti gluggans til þessa áttu sér stað í gær þegar Man- chester United tryggði sér loksins þjónustu Bruno Fernandes eftir langar viðræður. United greiðir Sporting 55 milljónir evra fyrir portúgalska landsliðsmanninn sem verður um leið sjöundi dýrasti leik- maður félagsins frá upphafi. Arsenal sótti varnarmanninn Pablo Mari sem félagið þurfti á að halda á meðan Wolves tók inn fjóra leikmenn í von um að gera atlögu að sæti í Meistaradeildinni á næsta ári. Þá hafa liðin í fallbaráttunni nýtt tækifærið til að styrkja hópinn, þar er Aston Villa fremst í f lokki með fjóra nýja leikmenn í janúar. Þegar komið er á lokadag félaga- skiptagluggans þarf yfirleitt að greiða hæsta verð og verður gaman að sjá hvaða lið eru tilbúin að taka þátt í dansleiknum í dag. – kpt Lokadagur félagaskiptagluggans í dag Bruno Fernandes var himinlifandi að skrifa undir í gær. NORDICPHOTOS/GETTY 3 1 . J A N Ú A R 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R16 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.