Fréttablaðið - 31.01.2020, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 31.01.2020, Blaðsíða 10
Frá degi til dags Halldór ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir RITSTJÓRAR: Davíð Stefánsson david@frettabladid.is, Jón Þórisson jon@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Forystufólki Eflingar hefur tekist, með snjöll- um og vel útfærðum hætti, að taka sér dagskrár- valdið. Stjórnsýsla sveitarfélaga eflist, tækifæri skapast til að bæta þjónustu og geta þeirra að berjast fyrir hags- muna- málum íbúanna eykst. Gæði og glæsileiki endalaust úrval af hágæða flísumFlísabúðin Stórhöfða 21 | s: 545 5500 | flis.is Gæði og glæs ileiki endalaust úrval af hágæ ða flísum Finndu okkur á facebook Eru öll ljósin kveikt? Stundum mætti halda ekki. Óþarfi er að fjölyrða um kröfugerð Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg. Þær kröfur, sem virðast óumsemjanlegar, fela í sér heildarlauna-hækkanir sem eru tvöfalt hærri – um 180 þúsund á mánuði – en um hefur verið samið við nánast allt starfandi fólk á almennum markaði á grunni Lífskjara- samningsins. Það þýðir, eins og sýnt var fram á í úttekt Markaðarins í vikunni, að launamunur á milli ófaglærðs og háskólamenntaðs starfsfólks á leikskólum borgarinnar mun minnka verulega og verða í sumum tilfellum nær enginn og jafnvel snúast við. Þá verða dagvinnulaun leik- skólaliða, sem eiga að baki um tveggja ára nám á fram- haldsskólastigi, nánast þau hin sömu og hjúkrunarfræð- inga og iðjuþjálfa. Dettur einhverjum í hug að það yrði samfélagslega samþykkt að gera háskólamenntun þeirra stétta – og annarra – í reynd verðlausa? Auðvitað ekki. Viðbrögð Eflingar hafa verið fyrirsjáanleg. Félagið hefur ekki gert minnstu tilraun til að leiðrétta meintar rangfærslur heldur hefur farið þá leið, eins og oft áður, að skjóta sendiboðann. Fullyrðingar um að kröfurnar séu alls ekki til þess fallnar að valda höfrungahlaupi, þar sem aðrar stéttir fylgja í kjölfarið og fara fram á sambærilegar launahækkanir, eru með eindæmum ósvífnar í ljósi þess sem sýnt hefur verið fram á hvað felist í reynd í kröfum félagsins. Sú leið, að ætla að sækja mun meiri kjarabætur til ákveðins hóps launafólks, án eftirmála er fullreynd. Standi vilji til þess, eins og allir eru sammála um, að bæta kjör þeirra lægst launuðu væri nærtækara að biðla til Reykjavíkurborgar um markvissar aðgerðir á húsnæðis- og leigumarkaði sem kæmu þeim hópi hvað best. Forystufólki Eflingar hefur tekist, með snjöllum og vel útfærðum hætti, að taka sér dagskrárvaldið. Flestir fjölmiðlar spila með í meðvirkni sinni, mögulega af ótta við viðbrögðin að öðrum kosti úr herbúðum stéttar- félagsins. Það sama á við um háskólamenn sem veigra sér margir við því að stíga fram og útskýra, sem þeir ættu að gera þekkingar sinnar vegna og í raun skyldu, afleiðingarnar fyrir vinnumarkaðinn ef orðið verður við kröfum Eflingar. Á meðan spilar meirihluti stjórnmála- manna á stundarvinsældir. Allir sem ekki bugta sig og beygja gagnvart málflutningi Eflingar, sem sagan hefur sýnt að er hættulegur og elur á sundrung í samfélaginu, eru umsvifalaust skilgreindir sem hluti af einhverjum efnahagslegum forréttindahópi og ómarktækir sem slíkir – óvinir fólksins. Byltingarfólkið í Eflingu fær því sitt fram og einokar umræðuna án mikillar mótspyrnu. Það hefur enginn haldið því fram, ólíkt því sem Efling fullyrðir í áróðursstríði sínu, að félagið hafi ekki sjálf- stæðan samningsrétt og sé bundið af Lífskjarasamn- ingnum. Efling, ásamt öllum helstu verkalýðsfélögum landsins, stóð hins vegar að þeim samningi, sem það kaus að túlka sem „tímabundið vopnahlé“, sem hefur í flestum meginatriðum heppnast eins og lagt var upp með. Hann tók meðal annars mið af versnandi efnahagsástandi, og þá um leið litlu svigrúmi fyrirtækja til að taka á sig mikinn launakostnað, og það skyti því skökku við ef hin sömu stéttarfélög teldu sig nú vera í þeirri stöðu – þegar niðursveiflan ætlar að reynast dýpri og langvinnari – að sækja langtum meiri launahækkanir til hins opinbera. Við vitum flest, fyrir utan kannski Eflingu, hvernig það endar. Það er því til mikils að vinna fyrir hagsmuni alls launafólks að koma í veg fyrir þá niðurstöðu. Meðvirkni  Írónía Gunnlaugur Ingvarsson, for- maður Frelsisflokksins, upplýsti á Útvarpi Sögu að hann og Har- aldur Ólafsson, formaður Heims- sýnar, ætluðu ásamt reytingi úr félagatali samtakanna í Brexit- gleðina í London undir leiðsögn Halls Hallssonar, sem hann sagði sérfræðing í ESB og breskum stjórnmálum. Þessi sérþekking endurspeglast til dæmis í Váfugli, pólitískum spennutrylli hans um útgöngu Íslands úr stórríki Evr- óníu. Þegar bókin kom út í ensku þýðingunni Vulture’s Lair kynnti Hallur hana einmitt í húsa- kynnum breska þingsins þangað sem hann mun nú væntanlega leiða íslensku farfuglana. Váflug Lítil hætta er á að Brexit muni valda íslensku gleðilestinni vandræðum í vegabréfaeftir- litinu þar sem Bretar voru aldrei aðilar að Schengen og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráð- herra hefur undirritað samning sem heldur samskiptum ríkjanna í sömu skorðum í bili. Breytir því ekki að leyniþjón- usta Breta er öflug og hefur góðar gætur á hugsanlegum óvinum ríkisins og gæti átt einhverjar skýrslur um ljót orð sem sumir ferðalanganna létu falla um heimsveldið breska í Icesave- deilunni en þar lét fararstjórinn Hallur ekki sitt eftir liggja og g ti James Bond því átt sitthvað vantalað ið hann. toti@frettabladid.is Þau ánægjulegu tíðindi komu frá Alþingi í vikunni að búið væri að samþykkja tillögu ríkisstjórnar-innar að tillögu til þingsályktunar um stefnu- mótun í málefnum sveitarfélaga. Stefnumótunin, sem er hin fyrsta sinnar tegundar á Íslandi, hefur verið lengi í undirbúningi og víðtækt samráð farið fram um allt land. Á aukalandsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga í haust var samþykkt með afgerandi meirihluta að lýsa yfir stuðningi við tillöguna og þá framtíðarsýn og áherslur sem í henni felast. Vissulega eru skiptar skoðanir um einstakar aðgerð- ir, ekki síst varðandi ákvæði um lágmarksfjölda íbúa, sem verður 250 frá almennum sveitarstjórnarkosn- ingum 2022 og 1.000 fjórum árum síðar. Sum minni sveitarfélög hafa sett fyrirvara og lagt áherslu á að vilji íbúa eigi að ráða för. Það kom t.d. mjög vel fram á fjöl- mennum íbúafundi sem ég sótti á Grenivík í vikunni. Þar hefur byggst upp blómlegt samfélag þar sem íbúar njóta góðrar þjónustu og búa við atvinnu öryggi. Það eru ýmsar leiðir til að tryggja að svo verði en umfram allt er það að mestu í höndum íbúanna sjálfra. Stefnumörkuninni er að sjálfsögðu ekki beint gegn einstökum sveitarfélögum heldur felur hún í sér heildarsýn fyrir allt landið um eflingu sveitarstjórnar- stigsins með ýmsum aðgerðum. Það stendur ekki til að sameina samfélög eða byggðarlög – þau verða áfram til og vonandi blómleg og fjölbreytt. Sveitarfélög hafa síðan góðan tíma til að ákveða á lýðræðislegan hátt hvernig lágmarksviðmiðum verður náð og því fylgir mikill fjárhagslegur stuðningur úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Ég tel þessa stefnumörkun vera eitt mesta umbóta- verkefni í opinberri stjórnsýslu sem um getur. Stjórn- sýsla sveitarfélaga eflist, tækifæri skapast til að bæta þjónustu og geta þeirra til að berjast fyrir hagsmuna- málum íbúanna eykst. Nýtt og öflugra sveitarstjórnar- stig verður til. Nú þegar þessi ánægjulegu tíðindi liggja fyrir hefst vinna í ráðuneytinu við að útfæra einstakar aðgerðir stefnumótunarinnar, meðal annars varðandi lágmarksíbúafjölda og í þeirri vinnu verður áfram haft náið og gott samráð við sveitarstjórnarstigið. Mikil tíðindi Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórn- arráðherra 3 1 . J A N Ú A R 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R10 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.