Fréttablaðið - 31.01.2020, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 31.01.2020, Blaðsíða 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —2 6 . T Ö L U B L A Ð 2 0 . Á R G A N G U R F Ö S T U D A G U R 3 1 . J A N Ú A R 2 0 2 0 Rauði þráðurinn + www.audi.is DÓMSMÁL Markaðsmisnotkunar­ mál lykilstarfsmanna Landsbank­ ans fær efnismeðferð hjá Mann­ réttindadómstól Evrópu (MDE) samkvæmt ákvörðun dómsins fyrr í mánuðinum. Sigurjón Árnason, fyrr ver andi banka stjóri Lands bank ans, Ívar Guðjóns son, f y r r verandi for­ stöðumaður eig in f jár fest inga bank ans, og Sindri Sveins son, fyrr­ verandi starfsmaður eig in fjár fest­ inga bankans, voru allir dæmdir til fangelsisrefsingar fyrir markaðs­ misnotkun með dómi Hæstaréttar í febrúar 2016. Þeir vísuðu málinu til Mannrétt­ indadómstóls Evrópu sem hefur úrskurðað um meðferðarhæfi mál­ anna. Líkt og nokkur fjöldi annarra svokallaðra hrunmála komst málið í gegnum nálaraugað í Strassborg en mjög lítill hluti kæra fær efnis­ meðferð hjá dóminum. Hefur dómurinn beint spurn­ ingum til íslenska ríkisins um mál kærendanna þriggja sem byggja á því að brotið hafi verið á rétti þeirra til réttlátrar málsmeðferðar og að mál þeirra hafi ekki verið dæmd af óvilhöllum dómstól vegna f járhagslegs taps sem tilteknir dómarar við Hæstarétt urðu fyrir við fall bankanna. Er meðal annars á því byggt að þeir dómarar við Hæstarétt, sem áttu hlutabréf í Landsbankanum og urðu fyrir tjóni við fall bankans, hefðu átt að víkja sæti í málinu vegna vanhæfis. Óskar dómurinn eftir svörum frá ríkinu um fjárhagslega hagsmuni dómaranna Eiríks Tómassonar, Markúsar Sigurbjörnssonar og Viðars Más Matthíassonar í ein­ hverjum hinna föllnu banka þegar þeir atburðir gerðust sem leiddu til málaferla og að lokum sakfell­ ingar Sigurjóns, Ívars og Sindra. Umræddir dómarar eru allir komn­ ir á eftirlaun. Eins og Fréttablaðið hefur áður greint frá eru mál um meint van­ hæf i dómara við Hæstarétt í málum fyrrverandi eigenda og lykilstarfsmanna úr öllum föllnu bönkunum þremur komin til efnis­ meðferðar hjá MDE. Málin eru nú orðin fjögur og varða meint vanhæfi sex hæsta­ réttardómara sem dæmdu umrædd mál hér heima. Einn þeirra, Markús Sigurbjörnsson þá forseti Hæsta­ réttar, sat í dómi í þeim öllum. – aá MDE tekur mál Sigurjóns fyrir Mannréttindadómstóll Evrópu tekur markaðsmisnotkunarmál þriggja stjórnenda Landsbankans til efnismeðferðar. Spurningum beint til íslenska ríkisins um hlutabréfaeign þriggja dómara við Hæstarétt. Dómstóllinn skoðar nú fjögur mál sem varða meint vanhæfi sex dómara við Hæstarétt. Um átta hundruð manns mættu á baráttufund BSRB, Bandalags háskólamanna og Félags hjúkrunarfræðinga sem haldinn var í Háskólabíói í gær. Opinberir starfsmenn hafa verið með lausa kjarasamninga í tíu mánuði og virtust fundarmenn sammála um að þolinmæðin væri á þrotum. Formaður BSRB segir skilaboð félagsmanna um aðgerðir skýr. Sjá síðu 4 FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN HEILBRIGÐISMÁL Alþjóðaheilbrigð­ ismálastofnun lýsti í gærkvöld yfir neyðarástandi á heimsvísu vegna kórónaveirunnar. Um átta þúsund manns hafa smitast af veirunni sem á upphaf sitt að rekja til Wuhan í Kína. Um 170 manns hafa látist. Áhrif veirunnar eru margvísleg. Hefur Rússland lokað landamær­ unum að Kína og nokkur flugfélög hafa fellt niður flug til þangað. Hætt hefur verið við ýmsar fjöldasam­ komur í Kína. – ab, bdj / sjá síðu 8 Neyðarástand á heimsvísu Í Wuhan-borg. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.