Fréttablaðið - 31.01.2020, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 31.01.2020, Blaðsíða 28
Auðvelt er að gera ofn óvirkan með því að byrgja hann með sólbekk, gluggatjöldum eða húsgögnum. Þegar kólnar í veðri er nauð-synlegt að yfirfara og jafn-vægisstilla hitakerfi hússins svo að það uppfylli sitt meginhlut- verk; að skapa þægilegan innihita, halda kostnaði í lágmarki og að nýting heita vatnsins sé í hámarki. Jafnvægisstilling felur í sér að hámarksrennsli til hvers ofns er stillt. Rennsli til ofna er stillt með innri stillingu á ofnloka. Á eldri kerfum getur þurft að endurnýja þennan búnað til að hægt sé að Njóttu þess að vera í þægilegum innihita í kuldatíð vetrarins stilla kerfið með góðum árangri. Mælt er með að láta fagmann stilla ofnakerfið. Auðvelt er að gera ofn óvirkan með því að byrgja hann með húsgögnum, sólbekkjum og gluggatjöldum. Ef ekki er hugað að þessu kemst hiti illa út í herbergið þar sem ofnloki lokar fyrir rennsli þegar hitastig á bak við húsgögnin hefur náð inn- stilltum herbergishita. Yfirleitt er ekki þörf á að breyta stillingu hitastillis á lofthitastýrð- um lokum ef viðhalda á óbreyttum herbergishita. Þegar búið er að finna þægilegan herbergishita er gott að setja minnispunkt á stillingu sem hentar viðkomandi herbergi. Til að minnka heitavatnsnotkun og lækka orkureikning er ráð að nota loftstýrða ofnloka til að jafna innihitann, fara yfir þéttleika og einangrun glugga og hurða og loka gluggum þegar kalt er úti. Heimild: veitur.is Vindmyllur eru umhverfisvænn kostur. MYND/GETTY Vindmyllur hafa breytt vindorku í rafmagn í rúm-lega 130 ár. Talið er að fyrstu vindtúrbínurnar, það er vind- myllur sem framleiða rafmagn, hafi verið notaðar í Skotlandi, Danmörku og í Ohio í Bandaríkj- unum. Minnstu vindtúrbínurnar eru notaðar til að hlaða vararaf- stöðvar fyrir til dæmis báta og hús- bíla en stærri vindmyllur geta séð heimilum fyrir rafmagni. Vind- myllugarðar með mörgum stórum vindmyllum verða sífellt vinsælli en talið er að notkun vindmylla sé mun umhverfisvænni en aðrar aðferðir við framleiðslu rafmagns. Mörg lönd notast við vindmyllur til framleiðslu raforku til að draga úr losun jarðefnaeldsneytis. Vindmyllur verða vinsælli 8 KYNNINGARBLAÐ 3 1 . JA N ÚA R 2 0 2 0 F Ö S T U DAG U RORKA ÍSLANDS Rétt viðbrögð við hvers kyns raf- mangsslysum skipta sköpum. Ef maður verður fyrir raf-straumi skiptir mestu að stytta tímann sem straumur- inn varir. Sekúndubrot skipta þar máli og áríðandi að viðstaddir bregðist rétt við þegar slys ber að höndum. Rafstraumur getur framkallað vöðvakrampa sem varir eins lengi og straumurinn fer um líkamann. Það þýðir að fólk getur í sumum tilfellum ekki losað sig frá straum- gjafanum. Hjartað er vöðvi sem gengur fyrir raf boðum og því getur straumurinn valdið krampa í hjartanu og þar með truflað raf- boð þess og leitt til hjartastopps. Þegar rafmagnsslys verður er talað um tvo snertifleti, þar sem rafstraumur fer inn í líkamann og þar sem hann kemur út. Straumur- inn veldur oft sjáanlegum bruna á snertiflötum en á milli þeirra getur hann valdið innvortis bruna sem ekki sést. Því meiri sem raf- straumurinn er og því lengur sem hann varir, þeim mun dýpri og meiri verður bruninn. Hringið strax í 112 og tilkynnið um slysið því rétt meðhöndlun skiptir miklu máli. Heimild: Bæklingurinn Rafmagn er dauðans alvara, frá Mann- virkjastofnun Rafmagn er dauðans alvara OPINN ÁRSFUNDUR SAMORKU 10. MARS KL. 13 Í HÖRPU SÝNING Á HREINORKUFARARTÆKJUM TAKTU DAGINN FRÁ! samorka.is ORKUSKIPTI HVAÐ ÞARF TIL? Stofnað 1995 Samtök orku- og veitufyrirtækja í 25 ár

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.