Fréttablaðið - 31.01.2020, Síða 30

Fréttablaðið - 31.01.2020, Síða 30
Oddur Freyr Þorsteinsson oddurfreyr@frettabladid.is Þá er loks komið að síðasta degi hins endalausa janúarmánaðar. Þessi fyrsti mánuður ársins hefur verið ansi litríkur og það hefur ekki verið neinn skortur á slæmum fréttum, svo það er kannski ágætt að enda mánuðinn á einhverju upp- lífgandi. Í gær var byrjað að sýna almenningi pöndutvíburana sem fæddust í dýragarðinum í Berlín í ágúst á síðasta ári og í tilefni af því fengu blaðamenn að sjá þá daginn áður. Þá voru þessar skemmtilegu myndir teknar. Litlu pöndustrákarnir Meng Xiang og Meng Yuan, einnig þekktir sem Pit og Paulie, eru fyrstu pöndurnar sem fæðast í Þýskalandi. Samt sem áður teljast þeir kínverskir og það verður að f lytja þá til Kína innan örfárra ára. Móðir þeirra, Meng Meng, og pabbi þeirra, Jiao Qing, eru í láni frá Kína og hafa búið á svæði sem hefur kostað 10 milljón evrur að standsetja síðan árið 2017. Tvíburarnir virtust kunna vel að meta nýju vistarverurnar. Pöndutvíburar frumsýndir Almenningur getur loks farið og séð pöndutvíburana Meng Xiang og Meng Yuan, sem fæddust í dýragarðinum í Berlín í ágúst á síðasta ári. Þeir eru fyrstu pöndurnar sem fæðast í Þýskalandi. NORDICPHOTOS/GETTY Kannaðir verða menningarheimar Kópavogs og lítt þekktari staðir í bænum. Langar þig að upplifa Kópavog upp á nýtt? Á kvennagöng-unni Góðir grannar kynnir Jo Van Schalkwyk öðrum konum hverfið sitt, menningu og stað- hætti í Kópavogi frá sínu einstaka sjónarhorni. Kannaðir verða menningarheimar Kópavogs, eitt af íþróttasvæðum bæjarins og aðrir lítt þekktir staðir athugaðir undir líf legri leiðsögn Jo Van Schalkwyk. Jo van Schalkwyk hefur varið helmingnum af 46 ára ævi sinni á Íslandi. Hún býr nú 34 breiddar- gráðum fjarri Suður-Afríku, þar sem hún kom í heiminn. Jo hefur unnið í fiskvinnslu, ferða- mennsku, við kennslu og tekið þátt í stjórnmálum á Íslandi. Hún er með mastersgráðu í alþjóða stjórnmálahagfræði. Kópavogur er heimabær Jo, þar sem hún dýfir tánum í kalda potta og reitir af sér brandara á uppi- stöndum. Hún er þriggja barna móðir sem elskar lífið í Kópa- vogi, sem hún deilir einnig með tveimur köttum og eiginmanni. Orðasmíð eru hennar helsta áhugamál. Það er Söguhringur kvenna sem býður öllum konum að slást í hópinn með Jo. Söguhringur kvenna er vettvangur fyrir konur þvert á samfélagið til að hittast og tengjast í gegnum samveru og listræna tjáningu. Jafnframt er boðið upp á hagnýta fræðslu um menninguna og samfélagið sem við búum í. Öllum konum er vel- komið að taka þátt hvenær sem er. Söguhringur kvenna er sam- vinnuverkefni Borgarbókasafns Reykjavíkur og W.O.M.E.N., Sam- taka kvenna af erlendum uppruna á Íslandi. Dagskrá Söguhrings kvenna vetur/vor 2020 er styrkt af félagsmálaráðuneytinu. Hist er við Kópavogskirkju á sunnudaginn, 2. febrúar, klukkan 13.30 til 15. Komið með gamalt brauð fyrir endurnar og vel skó- aðar. Þátttaka er ókeypis. Konur ganga saman í Kópavogi 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 3 1 . JA N ÚA R 2 0 2 0 F Ö S T U DAG U R

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.