Fréttablaðið - 31.01.2020, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 31.01.2020, Blaðsíða 40
Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is YFIR KAFFISOPA UPPGÖTVUÐUM VIÐ AÐ VIÐ ERUM MIKIÐ AÐ SPILA MEÐ SAMA TÓNLISTARFÓLKINU MEÐ HINUM ÝMSU BAROKK- HÓPUM VÍÐS VEGAR UM EVRÓPU. Hvað? Hvenær? Hvar? Föstudagur hvar@frettabladid.is 31. JANÚAR 2019 Hvað? Velferðarkaffi Hvenær? 08.15 Hvar? Félagsstarfinu í Hæðargarði 31 Fjallað er um þjónustu velferðar­ sviðs frá ýmsum hliðum. Hvað? Málþing um náttúruvernd á miðhálendinu Hvenær? 14.00-17.00 Hvar? Frægarður, húsnæði Land- græðslunnar í Gunnarsholti, Rangár- völlum Umræður um áherslur og sjónar­ mið varðandi hálendisþjóðgarð. Hvað? Unga fólkið á Myrkum Hvenær? 18.00 Hvar? Kaldalón, Hörpu Flutningurinn verður í höndum kammersveitar skipaðri ungum tónlistarmönnum frá Conserva­ torio di „Santa Cecilia“ í Róm og Tónlistarskóla Kópavogs. Hvað? Tangó praktíka og milonga Hvenær? 21.00-24.00 Hvar? Kramhúsið, Skólavörðustíg Argentínskur tangó dunar. Hvað? Intertwined / Myndlistar- sýning Hvenær? 19.00-22.00 Hvar? Deiglan, Akureyri Çağlar Tahiroğlu, gestalistamaður Gilfélagsins, sýnir afrakstur dvalar sinnar í gestavinnustofunni og í Lýðveldinu Kongó. Hvað? Láttu mig reyna … heyrirðu í mér núna? Hvenær? 20.00 Hvar? Norræna húsið Heiða Árnadóttir f lytur verk sem sérstaklega voru samin fyrir hana. Elfa Rún Kristinsdóttir f iðluleikari, Barokk­bandið Brák og Fran­cesco Corti sembal­leikari koma fram á tónleikum í Hörpu á sunnudaginn, 2. febrúar. Yfirskrift tónleikanna er Frumkvöðlar úr for­ tíð og nútíð. Íslenskt verk frumflutt Á efnisskránni eru klassísk verk sem ekki hafa verið leikin oft opin­ berlega hér á landi, sum jafnvel aldrei, og nýtt íslenskt verk. „Við leikum tvöfaldan konsert fyrir fiðlu og sembal eftir Joseph Haydn sem ég veit ekki til að hafi verið spilaður hér áður. Ég hef einu sinni heyrt hann spilaðan á tónleikum erlendis og það var fyrir fimmtán árum,“ segir Elfa Rún, sem er list­ rænn stjórnandi tónleikanna og leiðandi í Brák. „Á efnisskrá eru einnig tvær strengjasinfóníur eftir Carl Philipp Emanuel Bach. Þær eru mjög skemmtilegar og afar krefj­ andi í f lutningi. Við leikum líka tríó sónötu eftir Johann Friederich Fasch, sem er örugglega f lutt hér á landi í fyrsta sinn. Á tónleikunum verður svo frumflutt verk eftir Hlyn A. Vilmars sem var pantað sérstak­ lega fyrir tónleikana.“ Einn fremsti semballeikari heims Elfa Rún og semballeikarinn Fran­ cesco Corti kynntust þegar þau unnu bæði fyrstu verðlaun í alþjóð­ legu Bach­keppninni í Leipzig árið 2006. Hún hefur búið í Berlín í þrettán ár, er margverðlaunaður fiðluleikari og hefur komið fram á tónleikum víða um heim, ýmist sem einleikari, konsertmeistari eða f lytjandi kammertónlistar. Hann er einn fremsti semballeikari heims og spilar um allan heim en gegnir einnig prófessorsstöðu við Schola Cantorum í Basel. „Ári eftir keppnina í Leipzig spiluðum við nokkrum sinnum saman, meðal annars á tónleikum hér á Íslandi, en hittumst síðan ekki aftur fyrr en á tónlistarhátíð í Þýskalandi fyrir tveimur árum þar sem við spiluð­ um sitt með hvorum hópnum. Yfir kaffisopa uppgötvuðum við að við erum mikið að spila með sama tón­ listarfólkinu með hinum ýmsu bar­ okkhópum víðs vegar um Evrópu. Þá datt mér í hug að bjóða honum að koma hingað og hann þáði boðið,“ segir Elfa Rún. Þessir áhugaverðu tónleikar Brákar, Elfu Rúnar og Francesco Corti hefjast klukkan 16.00 í Norð­ urljósasal Hörpu. Verk sem sjaldan heyrast Í Hörpu verða flutt verk sem ekki hafa verið leikin oft hér á landi, sum aldrei, og nýtt íslenskt verk. Elfa Rún Kristinsdóttir er listrænn stjórnandi tónleikanna. Elfa Rún Kristinsdóttir er listrænn stjórnandi tónleikanna Frumkvöðlar úr fortíð og nútíð. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK KVIKMYNDIR Little Women Leikstjórn: Greta Gerwig Aðalhlutverk: Saoirse Ronan, Emma Watson, Florence Pugh, Eliza Scanlen, Laura Dern, Timo- thée Chalamet og Meryl Streep Saga Louise May Alcott, Little Women, sem fjallar um March­ systurnar fjórar, hefur heillað les­ endur allt frá útkomu árið 1868 og ótal kvikmyndir og sjónvarpsseríur hafa verið gerðar eftir henni. Little Women er kvennasaga. Karlmennirnir í sögunni eru unn­ ustar og eiginmenn sem eru í skugga sterkra kvenna sem leggja undir sig sögusviðið. Það er ekki undarlegt að Greta Gerwig hafi stokkið á þetta efni og sett eigið handbragð á það. Aðalpersóna Little Women er Jo March sem þráir að verða rithöfund­ ur og þarf að hafa mikið fyrir því að ná takmarki sínu. Það er þessi þrá Jo sem Gerwig gerir að útgangs punkti myndarinnar og blandar inn í hana á afar fimlegan hátt hugleiðingum um stöðu kvenna á tíma þegar þær þóttu best geymdar í hjónabandi. Sterkar konur Saoirse Ronan er hreint dásamleg í hlutverki Jo og er tilnefnd til Óskarsverðlauna. Hlutverk Jo er stjörnuhlutverk og Katharine Hepburn og Winona Ryder gerðu sér mat úr því í stór­ góðum kvikmyndum frá 1933 og 1994, og sú síðarnefnda var tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn. Í þessari kvikmyndagerð sögunnar leikur Saoirse Ronan hina sérlund­ uðu og sjálfstæðu Jo March. Ronan er gríðarlega hæfileikarík leikkona og skapar hér dásamlega og töfrandi aðalpersónu sem er skapmikil og hvatvís og rekin áfram af takmarka­ lausri þrá til að skapa. Í fyrri kvikmyndum um systurn­ ar fjórar hefur aðaláherslan verið á gagnkvæma væntumþykju og sam­ stöðu systranna en Gerwig, sem skrifaði handritið, beinir sjónum að togstreitu milli Jo og systur hennar Amyar sem finnst hún stöðugt hafa staðið í skugga Jo. Florence Pugh leikur Amy með miklum ágætum og Emma Watson og Eliza Scanlen eru sömuleiðis í fínu formi sem Meg og Beth. Samleikur leikkvennanna er afar minnisstæður, þær skapa nánd og áhorfandinn finnur næstum áþreifanlega hversu sterk um böndum systurnar bindast. Laura Dern er sannfærandi sem hin ást­ ríka móðir þeirra og Timothée Chalamet í hlutverki Laurie skapar ungan ráðvilltan mann sem er í leit að tilgangi. Meryl Streep bregst svo vitanlega ekki í kómísku hlutverki hinnar nöldursömu March frænku. Hér eru atriði sem unnendur bók­ arinnar gjörþekkja, eins og þegar systurnar fara með jólamatinn til fátæku móðurinnar, systurnar ásamt móðurinni að lesa bréf frá föðurnum, Jo og Laurie á skautum að bjarga lífi Amyar og Beth yfir­ komin af þakklæti vegna píanós­ ins sem herra Laurence hefur gefið henni. Þannig er Gerwig trú sög­ unni sem hún er að segja um leið og hún setur sitt eigið mark á myndina. Kvikmyndataka, búningar og tón­ list eru svo til fyrirmyndar. Myndin er tilnefnd til sex Óskars­ verðlauna en Gerwig er ekki til­ nefnd til verðlaunanna fyrir leik­ stjórn sína, eins og hún hefði átt skilið, enda myndin ein af bestu kvikmyndum síðasta árs. Kolbrún Bergþórsdóttir NIÐURSTAÐA: Falleg og heillandi kvik- mynd um sterkar og sjálfstæðar systur. Allir standa sig með prýði en Saoirse Ronan sýnir stórleik í hlutverki Jo. 3 1 . J A N Ú A R 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R24 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð MENNING

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.