Skessuhorn


Skessuhorn - 13.02.2019, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 13.02.2019, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 2019 9 Fyrsta mót ársins í Vesturlands- deildinni í hestaíþróttum fór fram á föstudagskvöldið í reiðhöll- inni Faxaborg í Borgarnesi. Rúm- lega hundrað gestir mættu til að horfa á, en keppt var í slaktauma- tölti. Efstur eftir forkeppni var Siguroddur Pétursson á hryss- unni Eldborgu frá Haukatungu Syðri. Héldu þau sæti sínu í úrslit- um og sigruðu með 7,3 í einkunn. Þar með varði Siguroddur sæti sitt frá síðasta ári, en hann keppti þá á Hryn frá Hrísdal. Í liðakeppnin bar lið Söðulsholts sigur úr být- um en það skipuðu þau Leifur Ge- org Gunnarsson, Anna Renisch og Fredrica Fagerlund. Að þessu sinni voru einnig riðið til B úrslita og var það Leifur Gunnarsson og Sveðja frá Skipaskaga sem unnu í þeim með 6,75 í einkunn. Eftirtalin voru efst í einstak- lingskeppni: 1. Eldborg frá Haukatungu Syðri og Siguroddur Pétursson. 2. Prins frá Skúfslæk og Ylfa Guð- rún Svafarsdóttir. 3. Sómi frá Kálfsstöðum og Heiða Rún Sigurjónsdóttir. 4. Stígandi frá Efra Núpi og Fre- drica Fagerlund. 6. Ísar frá Skáney og Haukur Bjarnason. Alls eru það sjö lið sem keppa í Vesturlandsdeildinni 2019 og eru fimm liðsfélagar í hverju, alls 35 keppendur: Lið Söðulsholts Anna Renisch Elise Englund Berge Elisabeth Maríe Trost Fredica Anna Lovísa Fagerlund Leifur Georg Gunnarsson Lið Skáney/Hestalands Haukur Bjarnason Randi Holaker Guðmar Þór Pétursson Brynja Kristinsdóttir Heiða Dís Fjelsted Lið Stelpnanna í Superjeep og Sonax Hrefna María Ómarsdóttir Ylfa Guðrún Svafarsdóttir Susanna Sand Ólafsdóttir Fríða Hansen Flosi Ólafsson Lið Berg/Hrísdals Anna Dóra Markúsdóttir Jón Bjarni Þorvarðarson Siguroddur Pétursson Palli Hólmarsson Styrmir Guðmundson Lið Stóra-Kropps Máni Hilmarsson Benjamín Sandur Ingólfsson Konráð Axel Gylfason Þorgeir Ólafsson Guðjón Örn Sigurðsson Lífland/LIT/Ihest Þórdís Fjeldsted Ísólfur Ólafsson Benedikt Þór Kristjánsson Iðunn Svansdóttir Heiða Rún Sigurjónsdóttir Fornistekkur/Skúfslækur Steinn Haukur Hauksson Lárus Sindri Lárusson Matthías Kjartansson Einar Ásgeirsson Hlynur Pálsson iss Siguroddur varði sæti sitt í slaktaumatöltinu Siguroddur og Eldborg í brautinni. Frá verðlaunaafhendingunni á föstudaginn. WEST ICELAND Travel Ferðast um Vesturland 2019-2020 Fr ee Co pyPublished by Skessuhorn - www.skessuhorn.is Travel W EST ICELA N D - Ferðast um Vesturland 2019-2020 - Your guide to W est Iceland West Iceland Vesturland Kynning á ferðablaðinu Travel West Iceland 2019-2020 Útgáfuþjónusta Skessuhorns, í samstarfi við Markaðsstofu Vesturlands, mun í apríl 2019 gefa út ferðablaðið Travel West Iceland 2019-2020. Blaðið verður á ensku og íslensku. Allir sem starfa við ferðaþjónustu á Vesturlandi og vilja koma sér á framfæri við ferðafólk eru hvattir til að vera með í blaðinu og gera sig sýnilega fyrir gesti. Þau fyrir- tæki sem eru skráðir samstarfsaðilar Markaðsstofu Vesturlands fá sem hluta af félagsaðild 1/8 aug- lýsingu í blaðinu. Auk þess eru stærri auglýsingar boðnar til sölu. Blaðið verður litprentað í A5 broti, 96-112 blaðsíður og gefið út í 60 þúsund eintökum. Efnistök í blaðinu verða með svipuðu sniði og undanfarin ár. Þar verður almennur kafla um Vestur- land, héraðslýsingar fyrir Akranes og Hvalfjörð, Borgarfjörð, Snæfellsnes auk Dala og Reykhóla á ensku og íslensku sem og ábendingar um mark- verða viðkomustaði og náttúruundur. Kort verða á sínum stað auk viðburðaskrár og fjallað um Vestur- land að vetri. Helstu dreifingarstaðir nú verða á höfuðborgar- svæðinu, upplýsingamiðstöðvum um land allt, aðkomuleiðum ferðamanna á Vesturland og síðast en ekki síst á öllum helstu áningar- og ferðamanna- stöðum á Vesturlandi sjálfu. Lager af blaðinu verður ætíð til dreifingar hjá Markaðsstofu Vestur- lands í Borgarnesi. Einnig verður blaðið aðgengi- legt á www.skessuhorn.is og á www.west.is, þaðan sem ferðaþjónustuaðilar geta hvenær sem er hlaðið því niður og sent viðskiptavinum sínum á rafrænu formi. Lögð er áhersla á að auglýsendur noti alþjóðleg ferðaþjónustumerki í auglýsingum sínum. Auglýsingasala Panta þarf auglýsingapláss tímanlega eða í síðasta lagi fyrir 22. febrúar 2019. Boðið er upp á heil- síðuauglýsingar, hálfsíðuauglýsingar, 1/4 auglýs- ingar og 1/8 auglýsingar. Auglýsingaverð hefur verið lækkað frá því í fyrra. Um sölu auglýsinga sér Ingunn Valdís Baldurs- dóttir í síma 433-5500 eða á netfangið ferdablad@skessuhorn.is. Athygli er vakin á því að Markaðsstofa Vesturlands mun á þessu ári ekki gefa út bæklinginn West Iceland - The Official Tourist Guide. Við hlökkum sem fyrr til góðs samstarfs við ferða- þjónustufyrirtæki og aðra samstarfsaðila á Vestur- landi. Útgáfuþjónusta Skessuhorns Sími 433-5500 og ferdablad@skessuhorn.is. 1/1 1/2 1/4 1/8

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.