Skessuhorn


Skessuhorn - 13.02.2019, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 13.02.2019, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 201912 Einar Ólafsson keypti Söðulsholt á Snæfellsnesi árið 1998 og fluttist þangað alfarið skömmu eftir alda- mótin. Hann var þá búinn að vinna erlendis á fjórða áratug og langaði að flytja heim til Íslands. Eftir heim- komuna endurnýjaði hann kynnin af hestamennskunni, sem hafði blund- að í honum allt frá barnsaldri en ekki fengið að njóta sín að ráði síðan. Nú rekur hann umfangsmikla hrossa- rækt í Söðulsholti, auk þess að bjóða ferðamönnum gistingu og útreiðat- úra. Skessuhorn sótti Einar heim á dögunum og ræddi við hann um líf- ið og tilveruna, hestamennskuna og starfsemina í Söðulsholti. „Ég keypti hér 1998 og var hingað alfluttur rétt eftir aldamótin,“ segir Einar í samtali við Skessuhorn. „Þá var ég búinn að vinna í nær 40 ár er- lendis. Konan mín, Ingibjörg Jóns- dóttir, var með heilabilun og var mikið veik á þessum tíma. Hún fékk heilablóðfall árið 1996 og tókst nú að jafna sig á því að mestu en fékk síðan annað 1997. Hún varð aldrei söm eftir það. Hún lést fyrir fjórum árum síðan. Þá höfðum við verið gift í 55 ár og höfðum eignast fjögur börn,“ segir Einar. „Þegar við kom- um heim frá útlöndum þá var hún að glíma við veikindin. Við gátum ekki gert mikið saman og okkur leiddist, vantaði að hafa eitthvað fyrir stafni. Þannig að ég byrjaði á því að kaupa hesta. Síðan vantaði hesthús og svo hey fyrir hrossin þannig að ég ákvað að kaupa bara bóndabæ,“ segir hann. „Þá var hér gamall prestsbústaður, byggður 1927 en Söðulsholt hafði þó aldrei verið kirkjustaður. Eftir að ég keypti þá kveikti ég í gamla íbúð- arhúsinu, braut það niður og byggði nýtt sem ég bý í núna,“ segir Einar og brosir. „Hlaðan og fjárhúsin voru þar sem reiðhöllin er núna. Þau hús voru rifin og reiðhöllin var klár- uð í janúar 2007. Refa- og minka- húsið var að mestu rifið og byggð ný vélaskemma með litlu hesthúsi í endanum árið eftir. Þannig að frá því ég kom hingað fyrst hef ég verið að endurnýja húsakostinn og reyna að gera huggulegt hérna á bænum. Í samstarfi við Vesturlandsskóga er síðan búið að planta um 100 þúsund trjáplöntum síðan ég flutti hingað.“ Hundrað hross á fóðrum Töluverð starfsemi hefur verið í Söðulsholti undanfarin ár og hefur farið vaxandi. Nú er svo komið að þrír fastráðnir starfsmenn vinna við tamningu og þrif allt árið um kring og fleiri bætast í hópinn á sumrin. „Ég hef verið í samstarfi við austur- rískan framhaldsskóla og tek á móti tveimur stelpum þaðan sem koma hingað í 14 vikur í senn yfir sumarið í verknám. Yfirleitt berast í kringum tíu umsóknir á hverju ári. Ég reyni að velja stelpur sem hafa reynslu af hestamennsku og margar sem hafa komið eru mjög góðir hestamenn,“ segir Einar. „Það hefur gengið vel og er kærkomin aðstoð yfir sumar- tímann. Hér er tamið allan ársins hring. Núna erum við með 29 hesta í tamningu og 35 á húsi og allt í allt erum við að fóðra um eitt hundr- að hross. Til þess þarf í kringum fimm hundruð rúllur á ári. Oftast hef ég nú átt afgang sem ég hef sent dóttur minni, sem er með hesthús í Hafnarfirði. Þetta er mikið fóður og þessu til viðbótar fórum við út í það árið 2005 að rækta bygg. Yfir- leitt höfum við sáð í kringum 20. maí og svo þreskt í lok september, byrjun október. Það hefur almennt gengið ágætlega en því miður feng- um við ekki uppskeru í fyrra vegna tíðafarsins. Það var of blautt og kalt fyrir byggið,“ segir hann. „Síð- an erum við auðvitað með hesta- leigu fyrir þá sem gista í bústöð- unum. Alltaf eru nokkrir hestar á járnum og tilbúnir ef fólk vill fara á bak. Það er þó mest á sumrin en við bjóðum fólki líka að fara á bak í reið- höllinni yfir veturinn,“ segir Einar. Hann kveðst reikna með að færa út starfsemi hestaleigunnar á komandi sumri. „Stefnan er að hestaleigan standi svo öllum til boða og þá verði farnar áætlanaferðir á föstum tímum yfir daginn, niður á Löngufjörur og víðar, en enn er verið að vinna í út- færslu á þessu. Þá bjóðum við upp á „date with a horse“ eða stefnumót við hestana, fyrir fólk sem vill fá að koma og klappa hestunum, skoða sig um og taka myndir en ekkert endi- lega fara á bak,“ útskýrir Einar. Gisting í fjórum bústöðum Fyrir fjórum árum síðan var gist- ingu bætt við reksturinn í Söðuls- holti. Reistir hafa verið fjórir bú- staðir sem leigðir eru út til gist- ingar. „Ég lét reisa tvo bústaði árið 2015 og síðan aðra tvo árið 2016,“ segir Einar og bætir því við að það hafi verið gert til að skapa starf- seminni frekari tekjur. „Hrossa- ræktin borgaði sig ekki. Ég hafði borgað stórfé með þessu í tólf ár. Þannig að ég settist niður og sá að það var annað hvort að hætta þessu bara eða spýta í lófana og bæta við utanáliggjandi rekstri,“ segir hann. Það varð úr að bæta við gistingu og segir Einar það hafa gefist vel. „Það hefur gengið ljómandi vel að leigja bústaðina út. Einkum eru það erlendir ferðamenn sem koma í gistingu og mest yfir sumarið, eins og gengur. Aðeins einstöku sinnum gista Íslendingar hjá okk- ur. Flestir gestirnir eru Bandaríkja- menn, Þjóðverjar og Bretar, þetta eru langstærstu hóparnir. Oftast er þetta fólk sem langar líka að fara á hestbak en alls ekki alltaf. Reynslan af hrossum er mismikil hjá þessu fólki. Sumir eru þaulvanir og góð- ir hestamenn en aðrir alveg blaut- ir á bakvið eyrun og allt þar á milli, eins og gengur. Reiðtúrar byrja alltaf inn í reiðhöll þar sem farið er yfir helstu öryggisatriði og fólk fær kennslu í grunn ábendingum áður en farið er af stað.“ Alltaf haft gaman af hestum Aðspurður segir Einar að hestaá- huginn hafi alltaf blundað í hon- um. „Ég hafði alltaf ógurlega gam- an af hestum sem krakki. Ég var í sveit á Brennistöðum í Borgar- firði þegar ég var strákur. Þar voru hestar og mér fannst það agalega skemmtilegt,“ segir hann. „Seinna, á háskólaárunum mínum, þá vann ég við að byggja súrheysturna, mikið á Suðurlandi og hér á Vest- urlandi, einkum í Borgarfirðin- um. Þá þurftum við alltaf að bíða í meira en 24 tíma á meðan steypan þornaði. Þegar búið var að steypa athugaði ég alltaf hvort bændurnir ættu hesta. Á stöku stað voru góð hross og stundum fékk ég að ríða út á meðan beðið var eftir að steyp- an þornaði. Það fannst mér alveg dásamlegt,“ segir hann. „Þannig að ég hef alltaf haft gaman af hross- um, en lagði hestamennskuna nán- ast alveg á hilluna á fullorðinsár- um. Ég var að vinna hjá Loftleið- um og þaðan var ég sendur til Lúx- emborgar og vann fyrir fyrirtækið að stofnun flutningafyrirtækisins Cargolux. Eftir stofnun félagsins var ég síðan fyrsti forstjóri Cargo- lux og gegndi því starfi í 13 ár. Eft- ir það fór ég til Ameríku og starfaði hjá írsku fjármálafyrirtæki og hafði ekki mikið rúm til að sinna áhuga- málinu. Yngsta dóttir mín var hins vegar hestamaður í Ameríku og keppti í hindrunarhlaupi. Hæst komst hún í annað sæti á stórri sýningu í New York. Svo veiktist hesturinn og þurfti að lóga hon- um. Hún fór aldrei á bak aftur eft- ir það. Ekki löngu síðar dó dóttir mín í slysi úti í Ameríku. Hún var svo ung að hún hafði aldrei búið á Íslandi,“ segir Einar. Gaman að taka þátt í uppgangi Cargolux Þegar Einar lítur til baka segist hann sjá að hestamennskan hafi alltaf togað í hann. Þrátt fyrir að hafa ekkert sinnt henni í fjóra ára- tugi á erlendri grundu blundaði hún alltaf í honum. En það er ekki að heyra neina eftirsjá á honum fyr- ir að hafa valið sér þessa leið í líf- inu. Hann minnist starfsins á er- lendri grundu vel og einkum þyk- ir honum ánægjulegt að hafa feng- ið að taka þátt í uppgangi Cargolux á sínum tíma. „Félagið var stofn- að árið 1970 og stofnféð sem hlut- hafarnir lögðu til var að mig minn- ir 50 þúsund dollarar. Þannig að þetta var bara lítið félag, byrjaði með eina gamla fraktflugvél en óx fljótlega fiskur um hrygg, bætti við sig öðrum sams konar flutninga- vélum. Árið 1979 keypti fyrirtæk- ið fyrstu Boeing 747 flutningaþot- una og svo annan fraktara í septem- ber 1980. Þá skall á fjármálakrísa og vextir ruku upp úr öllu valdi. Fyr- irtækið rambaði á barmi gjaldþrots en var bjargað og er í dag stærsta flutningafyrirtæki í heimi,“ seg- ir Einar. „Ég hef stundum sagt frá því að hefði verið gerið viðskipta- áætlun áður en fyrirtækið var stofn- að, þá hefði það aldrei verið stofn- að, því það var ekkert í Lúxemborg á þessum tíma. Við sóttum vörurn- ar til Belgíu, Frakklands og Þýska- lands, settum upp trukkaferðir til að safna vörunum saman og fljúga með frá Lúxemborg. Hong Kong og Japan voru stærstu viðskiptavin- irnir,“ segir hann. Ævintýri á erlendri grundu „Ég var aldrei flugmaður, var bara svona „paper pusher“ sem kallað er, sá um pappírana,“ segir Einar og brosir. „Mitt starf fólst mikið í því að semja um lendingarleyfi og fá leyfi til að fljúga yfir hin og þessi lönd ásamt því að annast dagleg- an rekstur fyrirtækisins. Flugleið- in frá Lúxemborg til Hong Kong, til dæmis, liggur yfir fjölda landa og það þurfti að fá leyfi hjá hverju og einu einasta áður en hægt var að leggja af stað,“ segir hann. „Til „Algjör kúvending að flytja heim til Íslands og gerast hrossabóndi“ - segir Einar Ólafsson í Söðulsholti í Eyja- og Miklaholtshreppi Einar Ólafsson í Söðulsholti á Snæfellsnesi. Einar klappar einum af hestunum sínum í hesthúsinu á bænum.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.