Skessuhorn - 13.02.2019, Blaðsíða 16
MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 201916
Fyrr í vikunni var Skarphéðni Berg
Steinarssyni ferðamálastjóra afhent
eintak af nýrri áfangastaðaáætlun
fyrir Vesturland, skýrslu sem unn-
in var af Markaðsstofu Vesturlands
fyrir Ferðamálastofu. Skýrslan er
talsvert mikil að vöxtum en í henni
er safnað saman fjölmörgum hag-
nýtum upplýsingum um sitthvað
sem snertir áfangastaðinn Vestur-
land. Skýrslunni er ætlað að stuðla
að ábyrgri þróun ferðamála á svæð-
inu og er eins konar stefnumótun,
sem þó er ætlað að vera í sífelldri
þróun og taka breytingum í takt
við tímann. Litið er til skipulags
og samhæfingar í stýringu þeirra
þátta sem geta haft áhrif á upplifun
fólks af viðkomandi svæði, þar sem
áherslan er á væntingar og þarfir
gesta, heimamanna, fyrirtækja og
velferð náttúru.
Margrét Björk Björnsdóttir
ferðamálafræðingur er verkefnis-
stjóri Áfangastaðaáætlunar Vest-
urlands (ÁSÁ-Vest), en henni til
halds og traust var skipað svæðisráð
þar sem sátu tíu aðilar frá sveitar-
félögum, ferðaþjónustu og stoð-
þjónustunni á Vesturlandi. Und-
irbúningur og vinnan við þessa
grunnskýrslu hefur staðið í tæp tvö
ár. „Á meðan á gerð Áfangastaða-
áætlunar Vesturlands stóð var lögð
mikil áhersla á samtal við íbúa og
aðra hagsmunaaðila um framtíðar-
sýn þeirra og væntingar varðandi
þróun ferðamála á svæðinu. Vest-
urlandi er skipt upp í fjögur svæði
í skýrslunni, til að ná betri yfirsýn
og tengingu við menn og málefni
á hverju svæði, en þau eru; Akra-
nes og Hvalfjarðarsveit, Borgar-
byggð og Skorradalur, Snæfells-
nes og loks Dalir. Ferðaþjónusta
getur aldrei dafnað vel nema hún
sé í sátt við umhverfi og samfélag
á því svæði sem hún fer fram. Því
voru haldnir opnir samráðsfundir á
hverju svæði til að fá sem breiðasta
mynd af stöðunni og öll sjónarhorn
inn í framtíðarsýn, markmið og að-
gerðaráætlun skýrslunnar. Áhersla
var lögð á að bjóða til þessa sam-
tals öllum þeim sem vilja hafa áhrif
á þróun og stýringu ferðamála. Á
fundum svæðisráðs og á opnu fund-
unum sem auglýstir voru fékkst
gott samtal og samráð við íbúa og
lagði það grunninn að stefnumót-
un ferðamála fyrir Vesturland. Í
áætluninni eru því sett fram fram-
tíðarsýn, markmið og aðgerða-
áætlun sem verður höfð að leiðar-
ljósi næstu ár við uppbyggingu og
stýringu ferðamála,“ segir Margrét
Björk í samtali við Skessuhorn.
Átti að gefa
samræmda mynd
„Það má segja að ráðist hafi ver-
ið í gerð þessarar skýrslu að frum-
kvæði Stjórnstöðvar ferðamála.
Þetta er í fyrsta skipti sem allt land-
ið er tekið fyrir í einu og ráðast í
samræmda stefnumótun landshlut-
anna, sem þó er unnin heima í hér-
aði af heimafólki. Ferðamálastofa
hélt utan um og skipulagði verk-
efnið en fékk markaðsstofur lands-
hlutanna til að vinna heimavinnuna
og gera áfangastaðaáætlun fyrir sitt
svæði. Hér á Vesturlandi eiga Sam-
tök sveitarfélaga markaðsstofuna
og lögðu því til starfskraft í þessa
vinnu, þannig kem ég að þessu,“
segir Margrét Björk sem starfað
hefur sem atvinnuráðgjafi hjá SSV
undanfarinn áratug. „Þetta var nýtt
verkefni fyrir markaðsstofuna að
takast á við, því þar hefur einkum
verið sinnt markaðsmálum og upp-
lýsingagjöf. Í upphafi var ákveðið
að öllum markaðsstofum á landinu
yrði settur einn rammi um þessa
vinnu til að hún yrði sem líkust
allsstaðar og hægt að bera saman
niðurstöðurnar. En eins og geng-
ur þá voru markaðsstofurnar mis-
jafnlega staddar í stefnumótunar-
vinnu. Sumir landshlutar voru bún-
ir að ráðast í stefnumótun meðan
aðrir höfðu lítið sinnt þeim þætti.
Hér innan Vesturlands var ástand-
ið einnig breytilegt milli svæða. Til
dæmis var búið að ráðast í svæð-
isskipulag Snæfellsness og unnið
markvisst eftir þeirri stefnumót-
un með stofnun og rekstri Svæð-
isgarðsins Snæfellsness. Hafði það
svæði því unnið ákveðna grunn-
vinnu sem hjálpaði okkur.“
Fjögur atriði
að leiðarljósi
„Við fórum í mikla gagnaöflun um
svæðið og könnuðum vilja fólks
um hvar það teldi að ætti að leggja
áherslurnar. Við svæðaskiptinguna
var miðað við sömu svæði og Víf-
ill Karlsson hagfræðingur hefur
notað í íbúa- og fyrirtækjakönn-
unum SSV á undanförnum árum.
Þannig gátum við nýtt mikið af
þeim gögnum við greiningarvinn-
una. Þá heimsóttum við forsvars-
menn sveitarfélaga, til að hafa þá
með í ráðum og ekki hvað síst til að
tryggja að við hefðum samstarfs- og
framkvæmdaaðila með okkur þegar
verkefnið færi af umræðustigi yfir á
framkvæmdastig. Við höfðum allt-
af það leiðarljós að efla gæði og já-
kvæða upplifun gesta, heimamanna
og samfélagsins sem ferðaþjónstan
starfar í, við viljum leggja áherslu
á að auka arðsemi greinarinnar og
þótti mikilvægt að stjórnsýslan væri
með frá fyrsta degi. Markmiðið sem
við lögðum af stað með var að þessi
vinna væri til að stuðla að ábyrgri
þróun ferðamála á Vesturlandi.“
Markvissari stjórnun
Undanfarin ár hefur orðið stefnu-
breyting í ýmsu sem snýr að
stjórnun ferðamála á landsvísu,
enda eins og fram hefur komið
ýmsu verið ábótavant þegar vöxt-
urinn varð jafn mikill og raun ber
vitni. „Nú er meira lagt upp úr
gagnaöflun og greiningum varð-
andi þessa atvinnugrein og mikið
verk er þar óunnið í samræmingum
á gagnaöflun, vinnslu og framsetn-
ingu, þó Mælaborð ferðaþjónust-
unnar og mánaðarleg útgáfa FMS
á greiningartölum varðandi ferða-
mál sé vísir í rétta átt. Það er stefna
stjórnvalda að vinna markvisst í
samræmi við stefnumótun áfanga-
staðaáætlanna landshlutanna þann-
ig að t.d. stuðningur og úthlutun
styrkja til verkefna taki mið af að-
gerðaáætlunum og áhersluverk-
efnum sem sett hafa verið fram í
áfangastaðaáætlunum.
Í Áfangastaðaáætlun Vesturlands
er umfjöllun um hvað Vesturland
hefur til að bera sem áfangastaður
sem er meginhluti skýrslunnar. Þá
kemur framtíðarsýn ferðamála sem
unnin var á opnu fundunum ásamt
markmiðum og aðgerðaáætlun til
að stuðla að ábyrgri þróun ferða-
mála,“ segir Margrét Björk. „Á þess-
um grunni hafa svo verið mörkuð
fjögur áhersluverkefni til að vinna
á Vesturlandi 2019 og 2020, sem
eru unnin sem áfangastaðaverkefni
undir hatti Markaðsstofu Vestur-
lands og eru beint framhald af þess-
ari vinnu við gerð áfangastaðaáætl-
unar. Ferðamálastofa hefur styrkt
þessi fjögur áhersluverkefni og nú
er verið að útfæra verkefnaáætlan-
ir til að hægt sé að hleypa þeim af
stokkunum.“
Áningarstaðir og úti-
vistarleiðir kortlögð
Áhersluverkefnin fjögur byggja á
þeim vilja og væntingum sem komu
fram í markmiðum og aðgerðar-
áætlun ÁSÁ-Vest. „Í fyrsta lagi vilj-
um við vinna meira með afmörkun,
úttekt og forgangsröðun uppbygg-
ingar og kynningar varðandi úti-
vstarleiðir og áningarstaði á Vest-
urlandi. Við þurfum að skoða all-
ar leiðir og staði með það í huga
hver á landið og hver viljinn er til
uppbyggingar og kynningar á við-
komandi svæði. Þegar það liggur
fyrir þarf að skoða burðarþol, að-
gengi, áhættu og kostnað við nauð-
synlega uppbyggingu og rekstur
á þeim svæðum sem vilji er til að
vinna með. Þegar þessir þættir hafa
verið greindir þá þarf að forgangs-
raða þessum svæðum varðandi upp-
byggingu og kynningu. Slíka grein-
ingarvinnu hefur skort og því hafa
komið upp árekstrar, óhöpp og
óvissa um umsjón á ýmsum stöð-
um. Við þekkjum t.d. dæmi hér á
Vesturlandi frá Kirkjufelli, Hraun-
fossum, Rauðfeldargjá, Selafjör-
unni við Ytri-Tungu, Helgafelli,
Bjarnarfossi og víðar. Það verður
því á næstu misserum farið í kort-
lagningu upplýsinga um fjölmarga
staði enda telja allir að hún sé for-
senda þess að ferðaþjónustan geti
byggst upp og þrifist í sátt við sam-
félagið í hinu dreifðu byggðum.
Við munum því hafa samband við
landeigendur, fara í vettvangsferð-
ir, mæla burðarþol staðanna, skoða
aðgengismál og sitthvað fleira.“
Vöruþróun aðkallandi
Þriðja áhersluverkefni ÁSÁ - Vest.
fyrir árin 2019-2020 er að fara í
samvinnu um vöruþróun og gerð
ferðapakka. „Í vinnu við áfanga-
staðaáætlun kom fram mikil áhersla
á mikilvægi samvinnu og vöruþró-
unar í ferðaþjónustu á Vesturlandi.
Margir töluðu um að það þyrfti að
gera fleiri ferðapakka um Vestur-
land með ýmsum þemum sem flétt-
uðu saman sérstöðu og þjónustu
svæðisins. Margir nefndu verkefnið
um Sögu og Jökul sem dæmi um
gott samstarfsverkefni sem þyrfti
að endurvekja. Það er því viðfangs-
efni áhersluverkefnis númer þrjú að
hóa saman í vinnu við gerð ferða-
pakka og er ákveðið að vinna með
fjögur viðfangsefni í þessari lotu.
Þau eru að endurvekja og upp-
færa verkefnið um Sögu og Jökul,
vöruþróun sem byggir á matarauði
Vesturlands, ferðapakki sem bygg-
ir á söfnum, setrum og sýningum,
auk þróunar á strandleiðum á Vest-
urlandi. En það kom víða fram vilji
til að leggja áherslur á að bæta upp-
lýsingar og aðgengi fólks að strand-
lengjunni sem er mjög fjölbreytt
og skapar mörg tækifæri til útivist-
ar og upplifunar, til dæmis á Akra-
nesi, í Hvalfjarðarsveit, á Snæfells-
nesi, við Breiðafjörð og við Borg-
arfjörð. Þessi vöruþróun verður
því skilgreind sem þriðja af fjórum
áhersluverkefnum okkar næstu tvö
árin.“
Fjórða áhersluatriðið í aðgerða-
áætlun er efling hæglætisferða-
mennsku í Dölum. „Dalasýsla er
kaldasta svæðið hvað varðar fjöl-
breytt atvinnuframboð, það svæði
sem á í mestri vök að verjast hvað
varðar búsetuþróun. Því viljum við
vinna sérstaklega með þeim við að
efla ferðaþjónustu og heimavinnslu
sem getur stutt við svæðið, enda eru
þar mýmörk tækifæri til vöruþró-
unar að finna. Þar verður áhersla
lögð á söguna með númenningu og
með matarívafi, enda svæðið ríkt
sögu- og matvælahérað.“
Samstarf til bóta
Til að hægt sé að vinna þessi verk-
efni og ná þeim markmiðum sem
sett eru fram í áfangastaðaáætlun
segir Margrét Björk mikilvægt að
viðhalda góðu samtali og samvinnu
sem var virk í gerð áfangastaða-
áætlunarinnar. „Því er fyrsta verk-
efnið að festa þetta samstarf í sessi
með því að stofna ferðamálaráð fyr-
ir Vesturland, þar sem stoðkerfið,
sveitarfélögin og samfélagið með
hagaðila ferðamála í broddi fylk-
ingar vinna saman að framgangi
þessara mála.“
Margrét Björk mun í hálfu starfs-
hlutfalli hafa yfirsýn og sinna verk-
efnastjórn fyrir áhersluverkefnin
og fylgja eftir þeim áherslum sem
lagðar eru í skýrslunni. „Ég mun á
næstu dögum og vikum hitta sveit-
arstjórnarfólk og kynna fyrir því
efni skýrslunnar. Halda auk þess
opna fundi á hverju svæði þar sem
ferðaþjónustufólki og öllum áhuga-
sömum verður boðið að mæta og
spjalla um verkefnið, stöðu þess og
þessi framhaldsverkefni sem mörk-
uð voru sem áhersluverkefni ÁSÁ -
Vest. 2019 og 2020. Mitt hlutverk
verður að halda áfram að efla það
góða samstarf sem felst í áfanga-
staðaáætluninni. Mín reynsla er að
samstarf milli svæða og ferðaþjón-
stunnar á öllu Vesturlandi er að
aukast og fólk skynjar að vænlegast
sé að auka samvinnu.“
mm
Áfangastaðaáætlun Vesturlands komin út
Upplýsingasöfnun, stefnumótun og aðgerðaáætlun í ferðamálum fyrir landshlutann
Margrét Björk Björnsdóttir, verkefnissjóri við Áfangastaðaáætlun Vesturlands.
Margrét Björk færði í síðustu viku Skarphéðni Berg Steinarssyni ferðamálastjóra
fyrsta eintakið af Áfangastaðaáætlun Vesturlands. Ljósm. Ferðamálastofa.