Skessuhorn


Skessuhorn - 13.02.2019, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 13.02.2019, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 2019 23 Klettagörðum 15 | 525 7700 | flytjandi.is DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ VÖRUR UM ALLT LAND Eimskip Flytjandi veitir samræmda flutningaþjónustu um land allt og eru áfangastaðirnir 80 talsins. Sveitarstjórn Dalabyggðar sam- þykktir á fundi sínum í desemb- er að taka upp frístundastyrki fyr- ir börn á aldrinum 3-18 ára, að því er fram kemur í frétt á heimasíðu sveitarfélagsins. Þar segir að styrk- urinn verði greiddur út tvisvar á ári, 10.000 krónur fyrir vorönn og 10.000 krónur fyrir haustönn. Fyrir þá sem nýta ekki styrkinn á vorönn geta fengið 20.000 krónur greiddar á haustönn en ekki er hægt að nýta styrkinn á milli ára. Þá segir að markmið styrksins sé að hvetja börn og ungmenni til frístundaiðkunar, ýta undir aukna hreyfingu og félagsþátttöku, styrkja félagslegt umhverfi, auka jöfn- uð og hafa jákvæð áhrif á þroska barna og ungmenna og auka fjöl- breytileika íþrótta-, lista- og tóm- stundastarfs. „Skilyrði fyrir styrk er að styrkþegi eigi lögheimili í Dala- byggð og að hann sé nýttur til frí- stundaiðkunar í Dalabyggð. Hægt er að nýta styrkinn í skipulagt frí- stundastarf sem stundað er undir leiðsögn þjálfara eða leiðbeinanda samfellt í a.m.k. átta vikur. Þetta á t.d. við um allt íþróttastarf sem stundað er á vegum viðurkenndra íþróttafélaga, dans í dansskólum, skátastarf og annað reglubundið frístundastarf,“ segir í fréttinni á heimasíðu Dalabyggðar. Styrkinn má einnig nota fyrir tónlistarnám, árskort eða þriggja mánaða kort í líkamsræktarstöð eða sund. Börn í leikskóla og fyrstu tveimur bekkj- um grunnskólans geta nýtt styrkinn í íþrótta- og tómstundanámskeið. „Framhaldsskólanemar sem stunda nám utan heimabyggðar fá undan- þágu til að nýta styrkinn hvar sem er. Leikskólabörn geta nýtt styrk- inn hvar sem er ef ekki er fram- boð af námskeiðum (íþróttaskóli) í heimabyggð. Frístundastyrkur- inn gildir ekki sem greiðsla fyrir aðbúnað, ferðalög eða annan til- fallandi kostnað vegna keppni eða þjálfunar,“ segir í fréttinni. arg Frístundastyrkur í Dalabyggð Upprennandi glímudrottningar í Dölum. Ljósm. úr safni/ Jón Trausti Markússon. Skallagrímskonur töpuðu gegn KR á útivelli, 80-64, þegar liðin mættust í Domino‘s deild kvenna á laugar- daginn. Fyrri hálfleikur var heilt yfir nokkuð jafn en slakur þriðji leikhluti Skallagríms varð til þess að KR-ing- ar fóru með sigur af hólmi. Borgnesingar höfðu heldur yfir- höndina í upphafi leiks og höfðu fjögurra stiga forskot um miðjan fyrsta leikhluta, 10-14. KR-ingar jöfnuðu, tóku forystuna og leiddu með fjórum stigum eftir upphafs- fjórðunginn, 22-18. Skallagríms- konur minnkuðu muninn í eitt stig snemma í öðrum leikhluta en KR jók forystuna að nýju og hafði ellefu stiga forskot í hálfleik, 43-32. KR-ingar voru mun sterkari í þriðja í þriðja leikhluta og bættu jafnt og þétt við forskot sitt. Skallagríms- konur náðu sér ekki á strik, skoruðu aðeins átta stig allan fjórðunginn á móti 24 stigum KR-inga. Staðan fyrir lokafjórðunginn var 67-40 og úrslit leiksins ráðin. Skallagríms- konur náðu aðeins að laga stöðuna í lokafjórðungnum en máttu að lok- um sætta sig við 16 stiga tap, 80-64. Shequila Joseph var atkvæðamest í liði Skallagríms með 21 stig og 13 fráköst, Brianna Banks skoraði 21 stig, tók sex fráköst og gaf níu stoð- sendingar og Ines Kerin skoraði 13 stig og gaf fimm stoðsendingar. Kiana Johnson skoraði 23 stig, tók tíu fráköst og gaf átta stoðsend- ingar í liði KR. Orla O‘Reilly skor- aði 22 stig og tók ellefu fráköst og Ástrós Lena Ægisdóttir var með ell- efu stig. Skallagrímskonur hafa tólf stig í sjötta sæti deildarinnar, jafn mörg stig og Haukar í sætinu fyrir neðan. Þessi tvö lið mætast í fallbaráttuslag í Borgarnesi eftir viku, miðvikudag- inn 20. febrúar. kgk Slakur þriðji leikhluti reyndist dýrkeyptur Shequila Joseph átti prýðilegan leik fyrir Skallagrím en það dugði skammt gegn sterku liði KR. Ljósm. úr safni/ Skallagrímur. Snæfell vann stórsigur á Skallagrími, 79-42, þegar liðin mættust í Vestur- landsslag í Domino‘s deild kvenna. Leikið var í Stykkishólmi á miðviku- dagskvöld. Snæfellskonur gáfu tóninn snemma leiks, voru sterkari í upphafsfjórð- ungnum og leiddu með átta stigum að honum loknum, 20-12. Skalla- grímsliðið minnkaði muninn lítið eitt í upphafi annars leikhluta áður en Snæfellskonur tóku smá rispu og komst tíu stigum yfir. Þær áttu síðan lokaorðið í fyrri hálfleik og fóru með 13 stiga forskot inn í hálfleikinn. Síðari hálfleikur fór hægt af stað þar sem hvorugu liði tókst að skora fyrstu mínúturnar. Snæfellskon- ur höfðu áfram yfirhöndina og með smá rispu undir lok þriðja leikhluta tryggðu þér sér 17 stiga forskot fyr- ir lokafjórðunginn. Það var síðan í fjórða leikhluta sem þær stungu af. Botninn datt algerlega úr leik Skalla- gríms sem skoraði aðeins átta stig all- an leikhlutann, þar af fimm síðustu mínútuna. Á meðan bættu Snæfells- konur ört við forskot sitt og unnu að lokum stórsigur, 79-42. Kristen McCarthy átti stórleik fyr- ir Snæfell á báðum endum vallarins. Hún skoraði 26 stig, reif niður 20 fráköst, gaf sex stoðsendingar, stal sjö boltum og varði þrjú skot. Gunnhild- ur Gunnarsdóttir skoraði tíu stig og varði fimm skot. Berglind Gunnars- dóttir skoraði níu stig, Angelika Ko- walska og Helga Hjördís Björgvins- dóttir voru með átta stig hvor og Kat- arina Matijevic skoraði sjö stig og tók ellefu fráköst. Shequila Joseph var stigahæst í liði Skallagríms með tólf stig og tók hún tólf fráköst að auki. Maja Michalska og Brianna Banks skoruðu níu stig hvor. kgk Stórsigur Snæfells í Vesturlandsslagnum Kristen McCarthy fór mikinn á báðum endum vallarins þegar Snæfell vann stórsigur á Skallagrími sl. miðvikudag. Ljósm. sá. Skallagrímur mátti játa sig sigraðan gegn Keflvíkingum, 104-82, þeg- ar liðin mættust í Domino‘s deild karla í körfuknattleik á fimmtu- dagskvöld. Leikið var suður með sjó. Heimamenn náðu snemma nokkurra stiga forystu og höfðu yf- irhöndina í upphafi leiks. Þeir náðu góðum spretti undir lok fyrsta leik- hluta og leiddu með 13 stigum að honum loknum, 32-19. Heima- menn juku muninn lítið eitt framan af öðrum fjórðungi. Borgnesing- ar svöruðu fyrir sig þegar nær dró hálfleiknum og minnkuðu muninn í ellefu stig áður en hálfleiksflautan gall, 59-48. Skallagrímsmenn voru held- ur sterkari í framan af þriðja leik- hluta og náðu að minnka muninn í sjö stig. Keflvíkingar svöruðu fyrir sig og leiddu með ellefu stigum fyr- ir lokafjórðunginn, 78-67. Heima- menn áttu síðan fjórða leikhlutann með húð og hári. Þeir skoruðu 18 stig gegn átta fyrstu fimm mínútur leikhlutans og innsigluðu sigur sinn í leiknum. Lokatölur urðu 104-82, Keflvíkingum í vil. Matej Buovac var atkvæðamestur í liði Skallagríms með 20 stig og tíu fráköst. Bjarni Guðmann Jónsson skoraði 17 stig, Domagoj Samac var með 16 stig og Aundre Jackson skoraði 13 stig. Michael Craion var besti maður Keflvíkinga í leiknum, með 23 stig, 14 fráköst og sex stoðsendingar. Mindaugas Kacinas skoraði 22 stig, tók tólf fráköst og gaf sjö stoðsend- ingar, Gunnar Ólafsson skoraði 22 stig og Hörður Axel Vilhjálmsson skoraði 16 stig og gaf átta stoð- sendingar. Skallagrímur hefur átta stig í ellefta sæti deildarinnar, tveimur minna en Valur í sætinu fyrir ofan. Næst leikur Skallagrímur gegn Þór Þ. sunnudaginn 3. mars næstkom- andi. Sá leikur fer fram í Borgar- nesi. kgk Töpuðu suður með sjó Bjarni Guðmann Jónsson og félagar hans í Skallagrími máttu sætta sig við tap gegn Keflavík. Ljósm. úr safni/ Skallagrímur. Snæfell tapaði óvænt gegn Haukum, 73-67, þegar liðin mættust í Dom- ino‘s deild kvenna í körfuknattleik á laugardaginn. Leikið var á Ásvöllum í Hafnarfirði og var leikurinn jafn og spennandi frá fyrstu mínútu. Snæfell hafði heldur yfirhönd- ina framan af upphafsfjórðungnum, leiddu með fjórum stigum á kafla en Haukar jöfnuðu í 17-17 áður en leik- hlutinn var úti. Mikið jafnræði var með liðunum í öðrum fjórðungi. Þau skiptust á að leiða leikinn og þegar hálfleiksflautan gall voru Snæfells- konur stigi yfir, 33-34. Síðari hálfleikur hófst eins og sá fyrri endaði. Leikurinn var hníf- jafn og spennandi. Til marks um það munaði aldrei meira en þremur stigum á liðunum í þriðja leikhluta. Haukar leiddu með einu stigi fyr- ir lokafjórðunginn, 52-51. Snæfells- konur komust yfir í upphafi fjórða leikhluta en Haukar tóku forystuna aftur. Snæfell minnkaði muninn í eitt stig þegar fjórar mínútur voru eftir og útlit fyrir æsispennandi lokamín- útur. En þá náðu Haukakonur góðum endaspretti. Þær komust sex stigum yfir þegar tvær mínútur lifðu leiks og Snæfelli tókst ekki að koma til baka. Lokatölur urðu 73-67, Haukum í vil. Kristen McCarthy átti afar góðan leik fyrir Snæfell, skoraði 25 stig, tók 13 fráköst, gaf sjö stoðsendingar og stal boltanum sjö sinnum. Gunnhild- ur Gunnarsdóttir skoraði 21 stig og Katarinja Matijevic skoraði tólf stig og tók tíu fráköst. Lele Hardy var atkvæðamest í liði Hauka með 19 stig, níu fráköst, sjö stoðsendingar og fimm stolna bolta. Klaziena Guijt skoraði 17 stig, Þóra Kristín Jónsdóttir skoraði 13 stig, tók fimm fráköst og gaf níu stoðsend- ingar og Eva Margrét Kristjánsdóttir skoraði ellefu stig og tók átta fráköst. Snæfellskonur hafa 24 stig í fjórða sæti deildarinnar, tveimur stigum meira en Stjarnan en tveimur stig- um á eftir Val í sætinu fyrir ofan. Næsti deildarleikur Snæfells er gegn Val í Stykkishólmi, sunnudaginn 24. febrúar næstkomandi. Í millitíðinni mætast þessi sömu lið hins vegar í undanúrslitum bikarsins í Laugar- dalshöllinni í dag, miðvikudaginn 13. febrúar. kgk Óvænt tap Snæfells Gunnhildur Gunnarsdóttir og félagar hennar í Snæfelli máttu sætta sig við tap eftir spennandi leik gegn Haukum. Ljósm. úr safni/ sá.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.