Skessuhorn - 13.02.2019, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 2019 11
Samtök fyrirtækja í velferðarþjón-
ustu (SFV) héldu félagsfund 1.
febrúar síðastliðinn. Meðal hjúkr-
unarheimila sem eiga aðild að sam-
tökunum eru dvalarheimili aldr-
aðra í Borgarnesi og Stykkishólmi,
Fellsendi og Silfurtún í Dalabyggð,
Höfði á Akranesi og Fellaskjól í
Grundarfirði. Á fundinum var sam-
þykkt ályktun þar sem skorað er á
Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) og
heilbrigðisráðuneytið (HBR) að
hefja nú þegar markvissar og raun-
hæfar viðræður við SFV og Sam-
band íslenskra sveitarfélaga (SÍS)
um þjónustu hjúkrunarheimila,
sem og þjónustu í dagdvalarrýmum.
„Sú krafa er gerð að í viðræðunum
afmarki stjórnvöld þá þjónustu-
þætti og kröfur sem þau telja unnt
að skerða með hliðsjón af fjárveit-
ingum sem veita eigi til reksturs-
ins. Fundurinn skoraði jafnframt á
SÍ að greiða áfram þá eyrnamerktu
fjármuni sem hjúkrunarheimilum
voru veittir í fjárlögum til að mæta
aukinni hjúkrunarþyngd sem orð-
ið hefur á heimilunum. Þeim tæp-
um 300 mkr. halda SÍ og/eða ráðu-
neytið í sinni vörslu,“ segir í álykt-
un samtakanna.
Ýmist neita eða
svara engu
Þá segir einnig að í júní 2018 hafi
SFV lagt fram kröfugerð í 14 lið-
um til framlengingar þágildandi
rammasamnings ríkisins um þjón-
ustu hjúkrunarheimila. „Um er að
ræða langstærsta þjónustusamning
sem SÍ hafa gert, en hátt í 30 millj-
arðar króna voru greiddir hjúkr-
unarheimilum á grundvelli hans ár
hvert. SFV og SÍS hafa ennfrem-
ur gert þá kröfu að samhliða nið-
urskurði fjármagns (bæði beinum
og óbeinum niðurskurði) þurfi að
draga úr kröfum sem gerðar eru til
þjónustunnar. SÍ hafa ekki fallist á
einn einasta af áðurnefndum fjór-
tán liðum í kröfugerð SFV. Þá hafa
stjórnvöld ekki fengist til að útlista
hvaða kröfum hægt sé að draga úr
eða falla frá í viðræðunum. Síðasti
formlegi fundur samningsaðila, þar
sem fram fóru efnislegar viðræð-
ur, var haldinn í október 2018 og
enn hefur ekki verið boðað til ann-
ars samningafundar. Til að viðræð-
urnar verði sem markvissastar hafa
SFV jafnframt óskað eftir að fá
hlutlausan, utanaðkomandi aðila til
að stýra viðræðum og miðla málum
með álíka hætti og ríkissáttasemjari
gerir gagnvart aðilum vinnumark-
aðarins.
Hvað varðar þjónustu í dvalar-
rýmum er staðan svipuð í viðræð-
um SFV, SÍ og SÍS. Viðræðurnar
hófust í janúar 2018, en ekki hef-
ur verið haldinn formlegur samn-
ingafundur frá því í mars 2018. Að
lágmarki 30% vantar upp á fjár-
veitingu dagdvalar með hliðsjón af
þeim kröfum sem velferðarráðu-
neytið lagði fram, en ekki hafa
fengist svör um hvort draga skuli
úr kröfum, fækka rýmum eða bæta
við fjármagni til að samningur geti
náðst.“
Fyrirvaralaus reglugerð
og gjaldskrá án samráðs
Á félagsfundi SFV var enn fremur
lýst fyrir miklum vonbrigðum með
þau vinnubrögð SÍ og HBR sem
viðhöfð voru við setningu reglu-
gerðar og gjaldskrár fyrir þjónustu
hjúkrunarheimila í desember 2018.
„Með þeim voru gerðar grundvall-
arbreytingar á greiðslum til hjúkr-
unarheimila landsins hvað varð-
ar greiðslur smæðarálags sem og
greiðslur vegna aukinnar hjúkrun-
arþyngdar, án nokkurrar tilkynn-
ingar, samráðs eða fyrirvara gagn-
vart heimilunum þrátt fyrir að
fulltrúar heimilanna hefðu verið í
samningaviðræðum við stjórnvöld
í marga mánuði. Slík vinnubrögð
eru ekki til þess fallin að auka traust
á milli aðila eða tiltrú á samninga-
ferlinu.“
Eyrnamerktum fjár-
munum haldið eftir
Á fundinum var einnig skorað á
stjórnvöld að greiða strax áfram þá
fjármuni sem hjúkrunarheimilum
voru veittir í fjárlögum til að mæta
aukinni hjúkrunarþyngd sem orð-
ið hefur á heimilunum. „Þrátt fyr-
ir viðbótarfjárveitinguna miða SÍ
við sömu þyngdarstuðla og notað-
ir voru fyrir árið 2018 í þeirri nýju
gjaldskrá sem tók gildi um áramót.
Í þessu felst að um 276,4 milljónir
króna sem fjárlaganefnd og Alþingi
eyrnamerktu til reksturs hjúkr-
unarheimila verða ekki greidd-
ir til heimilanna samkvæmt gjald-
skránni, heldur haldið eftir í vörslu
stofnunarinnar eða heilbrigðisráðu-
neytisins. Var skorað á heilbrigðis-
ráðherra og SÍ að framkvæma tafa-
lausa leiðréttingu og ennfremur að
fjárlaganefnd og þingmenn beiti
sér fyrir því að ákvörðun alþingis
verði virt.“
Þurfa að
skerða þjónustu
„Af hálfu Samtaka fyrirtækja í vel-
ferðarþjónustu er ljóst að við
óbreyttar aðstæður er óhjákvæmi-
legt að taka mjög fljótlega ákvarð-
anir um skerðingu þjónustuþátta til
að mæta rýrnun verðgildis fjárveit-
inga til rekstrar hjúkrunarheimil-
anna samfara kostnaðarhækkunum
undanfarin misseri. Þær aðgerðir
verða án efa útfærðar með mismun-
andi hætti á heimilunum enda að-
stæður mismunandi. Eftir fremsta
megni verður þó leitast við að haga
þeim þannig að íbúar verði fyrir
eins litlu óhagræði og unnt er.“
mm
Vilja tafalausar viðræður um þjónustu hjúkrunarheimilanna
Peningastefnunefnd Seðlabankans
tilkynnti í síðustu viku að hún mun
halda stýrivöxtum óbreyttum, þ.e.
4,5%. Ástæðan er sögð að nú stefni
í minnsta hagvöxt frá 2012, en sam-
kvæmt nýrri þjóðhagsspá bankans er
gert ráð fyrir að töluvert hægi á hag-
vexti á þessu ári og hann verði 1,8%.
Hægari hagvöxtur stafar einkum af
samdrætti í ferðaþjónustu og lík-
ur eru á minni spennu í þjóðarbú-
skapnum á næstu árum. Þá er útlit
fyrir aukna verðbólgu en hún mæld-
ist 3,7% í desember og 3,4% í janúar
en horfur á að hún aukist fram eft-
ir þessu ári. Gengi krónunnar hefur
hækkað frá því í desember.
„Peningastefnan mun á næstunni
ráðast af samspili minni spennu í
þjóðarbúskapnum, launaákvarðana
og þróunar verðbólgu og verðbólgu-
væntinga,“ segir í tilkynningu bank-
ans, sem óneitanlega sendir stjórn-
völdum og aðilum vinnumarkaðar-
ins tóninn. Það undirstrikar nefnd-
in með að segja að peningastefnu-
nefnd „hefur bæði vilja og þau tæki
sem þarf til að halda verðbólgu og
verðbólguvæntingum við markmið
til lengri tíma litið. Það gæti kallað
á harðara taumhald peningastefn-
unnar á komandi mánuðum. Aðrar
ákvarðanir, einkum á vinnumarkaði
og í ríkisfjármálum, munu skipta
miklu um hvort svo verður og hafa
áhrif á hversu mikill fórnarkostnað-
ur verður í lægra atvinnustigi,“ segir
í yfirlýsingu Seðlabankans. mm
Óbreyttir stýrivextir
Alþingismaðurinn Þorsteinn Sæ-
mundsson hefur lagt fram á Al-
þingi frumvarp um kennitöluflakk.
Meðflutningsmenn hans eru aðrir
þingmenn Miðflokksins. Í frum-
varpinu eru lagðar til breytingar á
lögum um hlutafélög, nr. 2/1995,
og lögum um einkahlutafélög, nr.
138/1994, í því skyni að reyna að
girða fyrir kennitöluflakk. Fram-
kvæmdastjórum hlutafélaga og
stjórnarmönnum er með breyting-
um á fyrrgreindum lögum hamlað
að taka að sér forsvar fyrir félög ef
þeir tengjast tveimur eða fleiri fé-
lögum sem farið hafa í þrot á liðn-
um þremur árum.
„Engum dylst að kennitöluflakk
er mikil meinsemd og af einhverj-
um ástæðum hefur það fylgt ís-
lensku atvinnulífi í áraraðir. Þó svo
ekki sé til einhlít lagaleg skilgrein-
ing á því hvað felist í kennitöluf-
lakki má telja að flestum sem koma
að atvinnurekstri með einum eða
öðrum hætti sé það nokkuð ljóst,“
segir í greinargerð með frumvarp-
inu. Kennitöluflakk felur í sér mis-
notkun eigenda og stjórnenda á
félagaforminu sem veitir þeim skjól
vegna þeirrar takmörkuðu ábyrgð-
ar sem eigendur bera á skuldbind-
ingum félagsins. Þannig er skuld-
um vegna atvinnurekstrar safnað
í eitt félag og síðan þegar félagið
er komið í rekstrarleg vandræði er
snarlega stofnað nýtt félag í sama
atvinnurekstri með nýrri kennitölu
og reksturinn færður þangað. Í
gamla félaginu eru þá skildar eftir
skuldbindingar sem að jafnaði fást
ekki greiddar við gjaldþrotaskipti
félagsins,“ segir í greinargerð með
frumvarpinu.
Þá segir að oft sé um að ræða
skuldir við hið opinbera, vanskil
á sköttum og gjöldum, en einnig
skuldbindingar við aðra einkaað-
ila, birgja og fleiri, sem og van-
goldin laun. „Þessi háttsemi felur
í sér samfélagslegt tjón þar sem
skuldbindingar fást ekki greidd-
ar og jafnframt bitnar háttsemin
á þeim sem standa heiðarlega að
sínum rekstri og fylgja leikreglum.
Háttsemin er til þess fallin að ýta
undir vantraust í garð atvinnulífs-
ins og samkeppnisstaða þeirra sem
fylgja leikreglum skekkist. Hátt-
semin eykur kostnað atvinnulífsins
þar sem viðbrögð stjórnvalda eru
að jafnaði að auka eftirlit og með
því eykst kostnaður atvinnulífsins.
Í heild tapar samfélagið.“
mm
Frumvarp til að reyna að girða
fyrir kennnitöluflakk
Þorsteinn Sæmundsson alþ.m.