Skessuhorn


Skessuhorn - 12.06.2019, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 12.06.2019, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 12. júNÍ 2019 15 Fiskmarkaður Snæfellsbæjar, Slæg- ingarþjónustan og Daniel Was- iewicz færðu Heilbrigðisstofnun Vesturlands í Snæfellsbæ góða gjöf í síðustu viku. Gjöfin fólst í bak- poka sem verður til taks í sjúkra- bíl. Í pokanum verður hægt að setja búnað sem auðveldar sjúkraflutn- ingamönnum störf sín við ákveðn- ar aðstæður, t.d. þegar ganga þarf lengri leið frá bílnum. Það voru þeir Magni jens Aðalsteinsson og Daniel Wasiewicz sem afhentu gjöfina þeim Patryk Zolobow og Birnu Dröfn Birgisdóttur. Sögðu þeir að þeim væri ánægja að geta lagt þessu góða starfsfólki lið sem stendur vaktina á sjúkrabílum í bæj- arfélaginu. þa Hvalfjarðardagar verða haldn- ir helgina 21.-23. júní næstkom- andi, en megináhersla verður lögð á laugardaginn 22. júní, að því er fram kemur á viðburðadagatali á heimasíðu Hvalfjarðarsveitar. Er þetta breyting frá því sem áður hefur verið, en hátíðin hefur til þessa verið haldin síðustu helgi ágústmánaðar. Nú hefur hins vegar verið gerð breyting þar á og stend- ur til að halda Hvalfjarðardaga há- tíðlega helgina 21.-23. júní, sem fyrr segir. kgk Frá Þórisstöðum á Hvalfjarðardögum á síðasta sumri. Ljósm. úr safni/ mm. Hvalfjarðardagar haldnir í júní Gáfu búnað í sjúkrabílinn í Snæfellsbæ Grunnskóli Borgarfjarðar auglýsir eftir kennara á unglingastigi á Kleppjárnsreykjum Grunnskóli Borgarfjarðar er þriggja starfsstöðva grunnskóli í Borgarbyggð með um 180 nemendur. Starfsstöðvar hans eru á Kleppjárnsreykjum, Varmalandi og Hvanneyri. Einkunnarorð skólans eru gleði, heilbrigði og árangur og eru þau höfð að leiðarljósi í öllu starfi skólans. Kennarar á unglingastigi vinna í teymi með 8.-10. bekk. Auglýst er eftir öflugum kennara til að vera fjórði kennari í teymi. Til greina kemur að hluti starfsins sé sérkennsla. Menntunar og hæfniskröfur:  Leyfisbréf grunnskólakennara  Áhugi og metnaður fyrir að starfa með börnum og ungmennum  Hæfni í mannlegum samskiptum  Jákvæðni og lipurð í samskiptum  Framtakssemi og sjálfstæði í vinnubrögðum  Metnaður í starfi Mikilvægt að umsækjandi sé tilbúinn að vinna eftir stefnu og gildum skólans. Sjá heimasíðu http://www.gbf.is/ Í samræmi við jafnréttisstefnu Grunnskóla Borgarfjarðar og Borgarbyggðar eru jafnt karlar sem konur hvött til að sækja um störf hjá sveitarfélaginu. Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands. Umsóknir skal senda til Helgu Jensínu Svavarsdóttur skólastjóra með upplýsingum um menntun, réttindi og starfsreynslu, ásamt ábendingu um meðmælendur á netfangið helga@gbf.is og einnig er hægt að fá nánari upplýsingar hjá henni í síma 861-1661. Umsóknarfrestur er til 20. júní nk. BORGARBYGGÐ [Cite your source here.] ESJUBRAUT VIN N USVÆ ÐI HJÁLEIÐIR UM KALMANSVELLI VEGNA FRAMKVÆMDA VIÐ ESJUBRAUT KALMANSBRAUT KALMANSVELLIR SMIÐJUSVELLIRDALBRAUT BJ ÖRG UNARFÉLAG AKRANESS HJÁLEIÐ HJ ÁL EI Ð HJ ÁL EI Ð HJ ÁL EI Ð HJ ÁL EI Ð HJ ÁL EI Ð SJA M M I S. MATTHÍASSON Framkvæmdir hófust nýlega við Esjubraut og eru áætluð verklok 1. áfanga í lok september 2019. Verktaki á svæðinu er Þróttur ehf., og eru það Akraneskaupstaður og Veitur standa fyrir framkvæmdunum. Vinnusvæði Hjáleiðir

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.