Skessuhorn - 12.06.2019, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 12. júNÍ 201912
Það lifnaði heldur betur yfir há-
skólasvæðinu við HÍ í vikunni
þegar um 370 krakkar á aldrinum
12-16 ára mættu á hinn árlega Há-
skóla unga fólksins. Skólinn, sem
er settur var í gærmorgun, stendur
til föstudagsins 14. júní. Í Háskóla
unga fólksins búa nemendur til sína
eigin stundaskrá en þeir geta valið á
milli rúmlega 50 námskeiða af öll-
um fræðasviðum Háskóla Íslands.
Nemendur sækja þrjú tveggja daga
námskeið, einn þemadag og tvö ör-
námskeið dagana fjóra sem skólinn
stendur yfir. Meðal viðfangsefna
nemendanna í námskeiðunum eru
afbrotafræði, iðnaðarverkfræði, til-
finningar- og geðheilsa, ofurhetju-
myndir, plánetan jörð, japanska,
loftsteinar og árekstrar, rannsókn-
arblaðamennska og vefsmíði, svo
fátt eitt sé nefnt.
Á þemadeginum, sem verður á
morgun, fimmtudag, verja nem-
endur heilum degi í tilteknum
greinum og fara vítt og breitt um
höfuðborgarsvæðið og jafnvel víð-
ar. Þemadagarnir hverfast m.a. um
mat í geimnum, dýralíffræði, lög
og rétt, stafræna tækni og forritun,
listir og lífsleikni, tungumál heims-
ins og smíði kappakstursbíls.
Tugir nemenda og kennara í Há-
skóla Íslands koma að kennslu í
Háskóla unga fólksins auk sérfræð-
inga annars staðar úr atvinnulíf-
inu. Nemendur fást ekki aðeins við
verkefni í húsakynnum Háskólans
í vikunni heldur býðst þeim einn-
ig að taka þátt í leikjum og gleði í
hádegishléum. Þá verður efnt til
stórrar grillveislu og lokahátíðar við
Háskólatorg eftir hádegi föstudag-
inn 14. júní og þar geta nemendur
spreytt sig á alls kyns þrautum og
tekið þátt í skemmtilegum leikjum.
Hægt verður að fylgjast með skóla-
starfi Háskóla unga fólksins á vef-
síðu skólans, www.ung.hi.is og Fa-
cebook-síðu hans. mm
Aðfararnótt síðastliðins fimmtudags
unnu starfsmenn Rarik á Vestur-
landi við lagningu háspennustrengs
undir brúna yfir Kljáfoss í Hvítá,
neðan við Hurðarbak í Reykholts-
dal. Þeim til aðstoðar voru félagar í
Björgunarsveitinni Ok sem voru til
taks með gúmmibát undir brúnni
ef eitthvað færi úrskeiðis. Var veg-
inum lokað milli klukkan 22 og 04
um nóttina vegna framkvæmdanna,
en kranabíll var á brúnni með körfu
til að láta starfsmenn Rarik síga
fram af brúnni.
iss
Ívar Örn Þórðarsson hefur verið
ráðinn nýr slökkviliðsstjóri í Dala-
byggð, Reykhólahreppi og Strand-
abyggð. Ívar er fæddur og uppalinn
í Vogum á Vatnsleysuströnd en síð-
ustu sex ár hefur hann verið búsettur
á Fáskrúðsfirði þar sem hann starfaði
fyrstu þrjú árin sem eigna- og fram-
kvæmdafulltrúi fyrir Fjarðabyggð
áður en hann fór yfir í Slökkvilið
Fjarðabyggðar í september 2016.
„Ég hef bakgrunn í slökkviliðs-
starfi frá árinu 1999 þegar ég byrj-
aði í varaliði hjá Brunavörnum Suð-
urnesja. Þaðan fór ég svo í Slökkvi-
lið Keflavíkurflugvallar í tæp fjögur
ár og svo í Slökkvilið höfuðborgar-
svæðisins um tíma. Við fjölskyld-
an fluttum því næst til Danmerkur
í nám, en ég er byggingafræðingur
að mennt frá OTS. Eftir heimkom-
una fluttum við fjölskyldan svo fljót-
lega hingað austur. Ég er löggiltur
slökkviliðsmaður með neyðarflutn-
ingaréttindi líka,“ segir Ívar. Þá hef-
ur Ívar einnig starfað með björgun-
arsveitum frá 17 ára aldri.
„Ég sá þetta starf auglýst og fannst
það spennandi og flott tækifæri fyrir
mig svo ég ákvað að sækja um,“ se-
gir Ívar sem er um þessar mundir í
miðjum flutningum milli landshluta
„Við erum svona komin með annan
fótinn í Dalina og erum að tína dó-
tið yfir. Það eru minnst sjö klukkutí-
mar að fara á milli svo þetta tekur
tíma,“ segir hann og hlær. „En star-
fið leggst bara allt vel í mig, þetta
verður bæði spennandi og krefjan-
di verkefni og við fjölskyldan erum
bjartsýn,“ segir hann.
arg
Stjórn Veiðifélags Reykjadalsár í
Borgarfirði auglýsti nýverið til sölu
veiðileyfi í ánni í sumar. Þar er veitt
á tvær stangir á tímabilinu 20. júní
til 30. september. Sú óvenjulega
staða er nú komin upp að tveir að-
ilar eru að selja sömu veiðileyfin;
annars vegar landeigendur í Veiði-
félagi Reykjadalsár en hins vegar
Stangveiðifélag Keflavíkur. Kom-
in er upp deila milli þessara aðila
um lögmæti samnings um veiðirétt
í ánni. Stangveiðifélag Keflavíkur
er samkvæmt heimildum Skessu-
horns búið að selja flestalla veiði-
daga í ánni í sumar, en stjórn þess
hefur átt í deilum við stjórn veiði-
félags árinnar um lögmæti fimm
ára samnings um veiðirétt fyrir
árin 2018-2022. Ástæðu deilunn-
ar má rekja til þess að tveir fyrr-
um stjórnarmenn í veiðifélaginu
gerðu drög að samningi um leigu
árinnar til fimm ára vorið 2018
og lögðu fyrir fund í veiðifélag-
inu. Samningsdrögunum var hafn-
að og öðlaðist hann því aldrei lög-
formlegt gildi. Málið kom til kasta
Fiskistofu sem úrskurðaði í málinu
15. janúar 2019. Felldi stofnunin
úr gildi ákvörðun um ráðstöfun á
veiði í Reykjadalsá og taldi samn-
inginn ólögmætan vegna formgalla
við gerð hans og að ekki hafi verið
rétt staðið að boðun félagsfundar í
veiðifélaginu.
Stangveiðifélag Keflavíkur unir
ekki þessari ákvörðun Fiskistofu
og Veiðifélags Reykjadalsár og er
nú búið að selja flestalla veiðidaga
í ánni, annað árið í röð. Þrátt fyr-
ir að deilurnar hafi komið upp í
fyrravor annaðist SVFK sölu veiði-
leyfa í fyrrasumar en landeigendur
ætla samkvæmt heimildum Skessu-
horns ekki undir neinum kringum-
stæðum að láta það endurtaka sig í
ár og hafa því auglýst milliliðalaust
veiðileyfi í ánni til sölu. Stangveiði-
félag Keflavíkur mun leggja fram
kröfu um lögbann á sölu veiðileyfa
hjá Veiðifélagi Reykjadalsár. Verð-
ur krafan tekin fyrir í Héraðsdómi
Vesturlands í dag, miðvikudag. Fé-
lagið hyggst jafnframt kæra niður-
stöðu Fiskistofu í málinu þar sem
það telur stofnunina hafa farið út
fyrir valdsvið sitt.
Reykjadalsá hefur nær alltaf verið
skilgreind sem síðsumarsá, tæplega
40 kílómetra dragá sem rennur nið-
ur Hálsasveit og Reykholtsdal frá
upptökum sínum í Okinu. Þá sam-
einast Rauðsgil meginfarvegi ár-
innar. Vatnsstaða árinnar hefur alla
tíð verið mjög háð úrkomu og snjó
í fjöllum. Veiði í fyrrasumar var
með besta móti í Reykjadalsá enda
var mikil úrkoma í sumarbyrjun,
góð vatnsstaða og gekk laxinn því
snemma í ána. Reykjadalsá er hins
vegar víðast hvar stígvélafær þegar
þessi orð eru rituð, þriðjudaginn
11. júní 2019. mm
Á þessum árstíma eru folöld víða
að koma í heiminn. Þetta fallega
merfolald fæddist að morgni Hvíta-
sunnudags í blíðskaparveðri uppi í
Borgarfirði. Litla hryssan er dótt-
ir Prinsessu frá Birkihlíð og Sæs
frá Bakkakoti. Eigandi hennar er
Magnús Karl Gylfason sem hér
lætur vel að folaldinu ásamt Aldísi
Emilíu dóttur sinni. Litla hryssan
fékk nafnið Sunna Sjöfn og tengist
nafngiftin bæði Hvítasunnudegin-
um en jafnframt afmælisdegi góðr-
ar konu og fjölskylduvinar sem féll
frá á liðnu ári.
mm
Ívar Örn Þórðarsson nýr
slökkviliðsstjóri í Dalabyggð, Reyk-
hólahreppi og Strandabyggð.
Nýr slökkviliðsstjóri í Dalabyggð,
Reykhólahreppi og Strandabyggð
Háskóli unga fólksins
stendur nú yfir
Meðfylgjandi er mynd var tekin á setningu Háskóla unga fólksins í gærmorgun.
Ljósm. Kristinn Ingvarsson.
Lögðu
háspennu-
streng
undir
Kljáfossbrú
Tekist á um lögmæti
samnings um laxveiði
Klettsfoss, neðsti veiðistaðurinn í Reykjadalsá. Skammt neðan við Klett sameinast
Reykjadalsá og Flókadalsá og renna saman út í Hvítá.
Veðrið lék við Sunnu Sjöfn
á fyrstu dögum hennar