Skessuhorn - 12.06.2019, Side 26
MIÐVIKUDAGUR 12. júNÍ 201926
MT: Stefán Gísli með verðlauna-
gripinn síðastliðinn sunnudag.
Hvaða lag kemur þér
í sólargírinn?
Spurni g
vikunnar
(Spurt við Guðlaugu á Akranesi)
Hafdís Arthúrsdóttir
„Sól sól skín á mig.“
Emilía Hörpudóttir
„Sunflower úr Spiderman mynd-
inni.“
Guðmunda Freyja Guðráðs-
dóttir
„Clubbed Up með ClubDub.“
Eyja Kjartansdóttir
„Sól sól skín á mig.“
Juan Altmayer Pizzorno
(frá Bandaríkjunum)
„Don‘t Worry Be Happy.“
Í ár eru 100 ár liðin frá stofnun
Félags íslenskra hjúkrunarfræð-
inga. Af því tilefni stendur stjórn
deildar hjúkrunarfræðinga á
Akranesi og nágrenni fyrir því á
afmælisárinu að birta greinar eft-
ir hjúkrunarfræðinga í Skessu-
horni. Greinarnar eru birtar jafnt
og þétt yfir afmælisárið og í þeim
munu lesendum fá smá innsýn í
þau fjölbreyttu störf og áskoranir
sem hjúkrunarfræðingar fást við.
Að þessu sinni kynnir sig til leiks
Anna Þóra Þorgilsdóttir, hjúkr-
unarfræðingur og aðstoðardeild-
arstjóri á Lyflækningadeild Heil-
brigðisstofnunar Vesturlands á
Akranesi.
Ég heiti Anna Þóra Þorgilsdótt-
ir og er 37 ára, fædd og uppal-
in Skagakona og hef búið hér alla
mína tíð. Ég er gift Andra Lind-
berg Karvelssyni, pípulagninga-
manni og viðskiptastjóra í Tengi
ehf. Saman eigum við þrjú börn, Ír-
isi Emblu 12 ára, Anítu Rut 8 ára
og Sölva Frey 4 ára. Áhugamál mín
snúast flest um að eiga góðar sam-
verustundir með fjölskyldu og vin-
um. Ég hef mjög gaman af ýmiss
konar útivist, almennri hreyfingu
og ferðalögum. Áhugi á tónlist hef-
ur fylgt mér frá því ég var lítil enda
var ég nemandi við Tónlistarskól-
ann á Akranesi í mörg ár. Ég lagði
síðan tónlistina að mestu til hliðar
þegar ég fór í clausus í hjúkrun, en í
dag hef ég þó aðeins verið að dunda
mér við að spila á gítar eftir að ég
og vinkona mín skelltum okkur á
gítarnámskeið. Ég var einnig mjög
glöð þegar yngri dóttir mín fór að
læra á fiðlu því mér finnst frábært
að kunna að spila á hljóðfæri.
Hárrétt stefna í lífinu
Það hafði alltaf blundað í mér, frá
því ég var smábarn, að vinna við
hjúkrun. Námsáhugi minn í skóla lá
alltaf á raunvísindasviðinu og þegar
ég kom í fjölbraut fór ég á náttúru-
fræðibraut sem reyndist vera góður
grunnur fyrir framhaldsnámið. Eft-
ir að hafa lokið stúdentsprófi árið
2001 ákvað ég að sækja um sum-
arvinnu á E-deild, öldrunardeild
SHA, sem þá var starfandi og sjá
hvort ég væri ekki örugglega viss
um að ég væri að fara á rétta starfs-
braut þegar ég hæfi nám í hjúkr-
un við Háskóla Íslands um haustið.
Það var ekki nokkur spurning eft-
ir að hafa unnið þetta sumar hvert
ég vildi stefna. Ég fann að ég var á
hárréttum stað, hversu gefandi það
var að vinna við þetta og starfsfólk-
ið sem ég vann með á deildinni var
frábært. Ég leit upp til þeirra, það
kenndi mér svo margt og gaf mér
góða innsýn í starfið.
Samskipti rauðir
þráðurinn í starfinu
Hjúkrunarstarfið er að mínu mati
virkilega heillandi starf. Starfið er
margþætt, fjölbreytt og gefandi.
Hjúkrun kemur víða við og starfs-
möguleikarnir eftir því óteljandi.
Mikilvægt er að hjúkrunin sé heild-
ræn og við séum meðvituð um að-
stæður hvers og eins, tökum til-
lit til ólíks bakgrunns og sérstöðu.
Að vera til staðar og hlusta á skjól-
stæðinginn og aðstandendur hans
er einn stærsti þáttur hjúkrunar-
innar. Þannig verður nándin meiri
og betri tengsl og traust myndast
milli allra aðila sem hjálpar til við
að bæta líðan. Starfinu fylgja mikl-
ar áskoranir, oft óvæntar uppákom-
ur sem krefjast þess að við vinnum
hraðar en um leið skipulega og fag-
lega, á öruggan og yfirvegaðan hátt.
Traust og góð samskipti eru lykilat-
riði svo allt gangi vel fyrir sig. Eins
er mikilvægt að fólk haldi vel utan
um hvort annað því álagið er oft
mikið og getur haft bæði andleg og
líkamleg áhrif. Það má því segja að
rauði þráðurinn í starfinu séu sam-
skipti, við skjólstæðinginn, aðstand-
endur og samstarfsfólk.
Unnið á nokkrum
sviðum hjúkrunar
Árið 2005 útskrifaðist ég með B.S.
gráðu í hjúkrunarfræði frá Háskóla
Íslands. Samhliða náminu starfaði
ég á nokkrum sviðum innan Sjúkra-
húss og heilsugæslustöðvarinnar
á Akranesi (SHA). Má þar nefna
öldrunar- og endurhæfingardeild
sem ég hafði áður unnið á, heilsu-
gæslu þar sem ég vann við heima-
hjúkrun og á lyflækningadeild.
Einnig vann ég um tíma við öldr-
unarhjúkrun á Hrafnistu í Reykja-
vík en það ár var verið að opna nýja
deild sem heitir H2. Það var mjög
gaman að fá að taka þátt í að opna
slíka deild og kynnast nýjum íbú-
um sem komu hvaðanæva að. Eft-
ir útskrift hélt ég áfram að vinna
á lyflækningadeild á SHA sem í
dag er orðið að Heilbrigðisstofn-
un Vesturlands, eða HVE-Akra-
nesi. Ég hef unnið meira og minna
á þeirri deild til dagsins í dag fyr-
ir utan eitt ár þegar ég leysti af á
heilsugæslusviðinu árið 2008-2009.
Þá vann ég aðallega við skólahjúkr-
un en vann einnig við ungbarna-
eftirlit og heimahjúkrun. Þar fékk
ég góða innsýn í starf heilsugæsl-
unnar, sem er einnig fjölbreytt og
skemmtilegt. Samhliða vinnunni á
lyflækningadeild hef ég í gegnum
árin setið í ýmsum nefndum, fé-
lögum, ráðum og teymum innan
og utan stofnunarinnar er snúa að
ólíkum þáttum innan heilbrigðis-
geirans. En ég tel að það sé mik-
ilvægt fyrir heilbrigðisstarfsfólk að
vinna á öðrum sviðum sem tengjast
beint og óbeint starfinu því þannig
öðlast maður víðtækari reynslu og
aðra sýn á það.
Aðstoðardeildarstjóri
lyflækningadeld
Árið 2017 tók ég við sem aðstoð-
ardeildarstjóri á lyflækningadeild
HVE. Hjúkrunin á lyflækninga-
deildinni er mjög víðtæk. Þetta er
18 rúma legudeild sem veitir al-
menna og bráðaþjónustu í lyflækn-
ingum. Það sem einkennir bráða-
hluta starfsins á deildinni er fjöl-
breytileiki, hraði og óvæntar upp-
ákomur. Auk þess tekur deild-
in einnig við sjúklingum í stutt-
ar hvíldar- og endurhæfingarinn-
lagnir. Á lyflækningadeildinni er
vaktþjónusta sérfræðings allan sól-
arhinginn. Deildin tekur við ólík-
um sjúklingahópum. Má þar nefna
hjarta- og lungnasjúklinga, sjúk-
linga sem þjást af ýmiss konar sýk-
ingum, sjúklinga með ýmiss kon-
ar nýrna-, gigtar-, krabbameins-,
meltingar- eða innkirtlavanda-
mál ásamt ýmsu öðru. Þetta gerir
það að verkum að þeir sem starfa á
deildinni eru vel þjálfaðir í að vinna
með mismunandi sjúklingahópa
vegna fjölbreytileika deildarinnar.
Starfsfólkið þarf að hafa yfirgrips-
mikla þekkingu og geta beitt henni
fljótt og skjótt þegar þörf er á en þó
um leið á öruggan hátt. Á deildinni
er mjög góður starfsandi, þar vinn-
ur frábært starfsfólk sem margt hef-
ur langa og mikla starfsreynslu. Það
eru forréttindi að fá að vinna á slík-
um vinnustað enda er vinnan svo
stór hluti af lífinu.
Bætti við sig
kennsluréttindum
Árið 2008 ákvað ég að bæta við
mig kennsluréttindum frá KHÍ
sem hafa komið vel að notum í
ýmiss konar fræðslu og kennslu
í tengslum við vinnuna. Námið
nýttist mér vel þegar ég vann sem
skólahjúkrunarfræðingur, þar sem
mjög stór hluti af því starfi í dag er
fræðsla, heilsuefling og forvarnir.
Eins er HVE kennslusjúkrahús þar
sem við fáum til okkar nema inn-
an heilbrigðisstéttarinnar og því
nýtist námið einnig vel á því sviði.
Árið 2011 sótti ég réttindi frá RKÍ
sem leiðbeinandi í skyndihjálp. Ég,
ásamt Láru Björk Gísladóttur og
Ólínu Ingibjörgu Gunnarsdóttur
sem einnig eru hjúkrunarfræðingar,
höfum verið með reglulega kennslu
fyrir ýmsa hópa, fyrirtæki og starfs-
fólk HVE. Kennslan er afar líf-
legt og skemmtilegt starf. Við höf-
um ferðast víða og hitt ólíka hópa
sem gaman er að kenna. Markmið
kennslunnar er að kenna rétt við-
brögð í neyð og einfaldar aðferð-
ir skyndihjálpar. Sá sem kann fáein
einföld undirstöðuatriði í skyndi-
hjálp getur bjargað mannslífi eða
komið í veg fyrir að hinn veiki
eða slasaði verði fyrir varanlegum
skaða.
Eins og fram hefur komið er
starfið fjölbreytt og krefjandi en
jafnframt gefandi og skemmtilegt.
Það er mikill kostur að geta valið
um mismunandi vinnuumhverfi og
vinnutíma því það er misjafnt hvað
hentar hverjum og einum. Sumir
kjósa dagvinnu á meðan vaktavinn-
an hentar öðrum betur. Ég er svo
lánsöm að hafa komið nokkuð víða
við síðastliðin ár, sem hefur aukið
þekkingu mína og reynslu á ólíkum
sviðum. Það er einmitt það sem er
svo heillandi við starfið, allur þessi
fjölbreytileiki! Að læra hjúkrun
opnar svo marga möguleika sem
hægt er að starfa við og nýta sér al-
mennt í lífinu.
Í framtíðinni sé ég mig áfram
starfa við hjúkrun en á hvaða hátt
eða hvar í heiminum mun tíminn
leiða í ljós. Ég mun að minnsta
kosti alltaf geta nýtt mér þekk-
inguna sama hvaða verkefni ég tek
mér fyrir hendur.
Anna Þóra Þorgilsdóttir hjúkrun-
arfræðingur.
Hjúkrunin á lyflækningadeildinni
er mjög víðtæk
Anna Þóra Þorgilsdóttir, aðstoðardeildarstjóri lyflækningadeildar HVE.
Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is