Skessuhorn - 12.06.2019, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 12. júNÍ 2019 11
Vilt þú hjálpa okkur að gæta hagsmuna þjóðarinnar?
Fiskistofa óskar eftir að ráða metnaðarfulla og jákvæða starfsmenn í veiðieftirlit í Stykkis-
hólmi og á Höfn í Hornafirði.
Mannauður Fiskistofu er grunnstoðin í starfsemi hennar og er lögð mikil áhersla á starfsþróun,
teymisvinnu og þekkingarmiðlun.
Starfandi veiðieftirlitsmenn eru nær eingöngu karlar og er því athygli kvenna sérstaklega vakin á starfinu í þeim tilgangi að
jafna kynjahlutföll í starfsgreininni, sbr. 3. mgr. 26. gr. laga nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla.
Helstu verkefni:
Eftirlit á sjó, en í því felst m.a. lengdarmæling á fiski og tillögugerð um lokanir veiðisvæða, eftirlit með aflasamsetningu, •
veiðarfærum, hlutfalli smáfisks í afla og brottkasti afla. Þá fylgjast veiðieftirlitsmenn einnig með því að afladagbækur
séu rétt útfylltar og séu í samræmi við veiðar og afla um borð.
Eftirlit í landi, en það felur m.a. í sér eftirlit með löndun, vigtun og skráningu afla, eftirlit með veiðarfærum og aflasam-•
setningu, lengdarmælingar á afla og eftirlit með færslu afladagbóka. Eftirlit með löndunum erlendra skipa og úttektir á
afurðum vinnsluskipa, eftirlit með lax- og silungsveiði ásamt skrifstofustörfum s.s. skýrslugerð þegar vettvangsstörfum
lýkur, að fylgjast með löndunum og skráningum í aflaskráningarkerfi Fiskistofu og öflun gagna vegna brotamála sem
upp koma.
Menntunar- og hæfniskröfur:
Haldgóð reynsla af störfum í sjávarútvegi.•
Góð íslensku-, ensku- og tölvukunnátta er áskilin.•
Gott heilsufar sbr. heilsufarskröfur Fiskistofu•
Sjálfstæði, fagmennska og nákvæmni í vinnubrögðum.•
Sanngirni og háttvísi.•
Mjög góð hæfni í samskiptum nauðsynleg.•
Menntun sem nýtist í starfi s.s. skipstjórnarréttindi, stúdentspróf eða iðnmenntun æskileg.•
Nánari upplýsingar um störfin veitir Sævar Guðmundsson, deildarstjóri í veiðieftirliti eða Hildur Ösp Gylfadóttir sviðs-
stjóri mannauðs og fjármála í síma 5697900
Ferilskrá á íslensku sem hefur m.a. að geyma ítarlegar upplýsingar um menntun, fyrri störf og umsagnaraðila sem og
kynningarbréf þar sem hæfni viðkomandi umsækjanda í starfið er rökstudd sendist í gegnum heimasíðu fiskistofu, www.
fiskistofa.is
Umsóknarfrestur er til og með 25. júní 2019.
Laun taka mið af kjarasamningi ríkisins við SFR.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Athygli er vakin á því að umsóknir munu gilda í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, með vísan til 3. tl. 2. mgr.
2. gr. regla nr. 464/1996 um auglýsingar á lausum störfum, með síðari breytingum, sem settar eru samkvæmt heimild í 2.
mgr. 7. gr. laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.
Fiskistofa er þjónustu- og eftirlitsstofnun með sex starfsstöðvar um land allt og eru höfuðstöðvar á Akureyri. Stofnunin annast stjórnsýslu á
sviði sjávarútvegs og lax- og silungsveiði ásamt því að safna og vinna úr upplýsingum um þá málaflokka. Nánari upplýsingar um Fiskistofu
má finna á www.fiskistofa.is.
Traust - Framsækni - Virðing
Lausar stöður við Grunnskóla
Snæfellsbæjar
Grunnskóli Snæfellsbæjar auglýsir eftir starfsmanni
í eldhús í 70% starf við Lýsuhólsskóla.
Starfsvið:
Skipuleggur matseðil hvers mánaðar
Annast aðdrátt á matvörum
Eldar og ber fram mat
Sér um frágang og þrif í eldhúsi
Tekur þátt í öðrum verkefnum innan skólans
Menntun, reynsla og hæfni:
Ríkir samstarfs- og samskiptahæfileikar
Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
Menntun og reynsla sem nýtist í starfi
Góð kunnátta í íslensku er skilyrði
Borgað er samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra
sveitarfélaga og Samflots bæjarstarfsmannafélaga.
Umsóknarfrestur er til 23. júní, umsóknareyðublað er
á heimasíðu Snæfellsbæjar, https://snb.is/wp-content/
uploads/2013/12/Atvinnuums%C3%B3kn.pdf
Upplýsingar veitir Hilmar Már Arason skólastjóri í síma 894 9903
og Rósa Erlendsdóttir í síma 863 8328. Umsóknir skal senda til
skólastjóra hilmara@gsnb.is.
S
K
E
S
S
U
H
O
R
N
2
01
9
Snæfellsbær
GRUNNSKÓLI
SNÆFELLSBÆJAR
Meðlimir í leshópnum Köttur úti
í mýri í Grundarfirði hafa í nógu
að snúast í sumar, því þeir ætla að
opna bókamarkað 28. júní á neðri
hæð í húsnæði við Borgarbraut 2.
Að sögn Lilju Magnúsdóttur, eins
af stofnendum leshópsins, ætla átta
bókaforlög að senda bækur á mark-
aðinn auk þess sem Bókakaffið á
Selfossi mun senda þeim fornbæk-
ur. „Það verður svona fornbóka-
horn fyrir fólk að gramsa aðeins
í,“ segir Lilja. „Grundarfjarðarbær
var svo elskulegur að leigja okkur
þessa fínu aðstöðu fyrir markaðinn
á rosalega fínu verði,“ bætir hún
við. Fyrirmynd markaðsins kem-
ur frá Bókabæjunum Austanfjalls,
sem er hópur fólks sem vill stuðla
að aukinni bókmenningu á svæðinu
þar; Árborg, Hveragerði og Ölfusi.
„Þar hafa oft verið opnaðir sams-
konar bókamarkaðir og ég hef sjálf
unnið á slíkum mörkuðum þegar
ég bjó fyrir austan,“ segir Lilja. Að-
spurð segir hún markaðinn verða
opinn um helgar í sumar og eitt-
hvað meira í vikunni fyrir Grund-
arfjarðardaga. „Við í leshópnum
munum skiptast á að standa vakt-
ina, hella upp á kaffi og vera sæt-
ar og skemmtilegar. Svo verðum
við með skipulagðar uppákomur á
markaðnum og má þar nefna tón-
leika þar sem aðeins verða flutt lög
sem tengjast bókum. Ég lofa að það
verður rosalega gaman að kíkja á
okkur,“ segir Lilja og brosir.
Sjálfbært bókasafn
sett upp
Þá er leshópurinn einnig að setja
upp svokallað „Free little library“
sem verður staðsett fyrir utan
Bjargarstein í Grundarfirði. „Við
fengum Togga í Lavalandi til að
smíða fyrir okkur lítinn kofa und-
ir safnið,“ segir Lilja. Free little li-
brary er alþjóðleg keðja lítilla sjálf-
bærra bókasafna um allan heim, þar
sem hugmyndin er að hver sem er
geti sótt sér bækur eða komið með
bækur. „Það eru engin skilyrði, öll-
um er velkomið að koma og taka
bækur. Það eru engin skilyrði um
að skila bókunum aftur, hver og
einn ræður því. Svo kemur fólk líka
og setur bækur í kofann. Með því
að vera partur af Free little library
keðjunni verður bókasafnið merkt
inn á kort yfir öll samskonar bóka-
söfn um allan heim. Þetta verður
annað svona bókasafnið á Íslandi,
en það er eitt nú þegar í Reykja-
vík,“ segir Lilja. „Okkur langar svo
í framhaldinu að setja upp ann-
að svona bókasafn hér í Grundar-
firði sem verður aðeins með barna-
bókum, en við erum ekki enn búin
að finna hentugan stað fyrir það,“
bætir hún við.
Bókaálfar dreifa bókum
Lilja, ásamt leshópnum, hefur
einnig gerst svokallaður bókaálf-
ur. „Bókaálfarnir eru partur af al-
þjóðlegri hugmynd sem kallast
„The book Fairies“ og snýst verk-
efnið um að dreifa bókum. Mað-
ur merkir bækurnar með sérstök-
um borða og merkingu sem hægt
er að panta á netinu og svo dreif-
ir maður bókunum á fjölfarna staði.
Þeir sem svo finna bækurnar mega
eiga þær,“ útskýrir Lilja. Bækurnar
eru vel merktar verkefninu og það
fer ekki á milli mála að sá sem finn-
ur bækurnar megi eiga þær. „The
book Fairies eru samtök sem snú-
ast bara um að dreifa bókum áfram,
það er enginn að græða á þessu eða
neitt síkt og hver sem er getur tek-
ið þátt. Harpa Rún Kristjánsdóttir
á Selfossi er tengiliður fyrir verk-
efnið á Íslandi og fólk getur haft
samband við hana hefur það áhuga
á að taka þátt. Þeir sem dreifa bók-
um taka svo mynd af bókinni og
deila á Instagram og það geta allir
fylgst með undir #ibeliveinbookfai-
ries,“ segir Lilja. Á Grundarfjarð-
ardögum ætlar Lilja að fara í bóka-
álfaverkefni með 5-6 ára börnum
í Grundarfirði. „Ég ætla að dreifa
bókum með krökkunum. Hver og
einn kemur með bók sem hann vill
gefa og við förum um bæinn og
dreifum þeim saman,“ segir Lilja.
arg
Opna bókamarkað og lítið
bókasafn í Grundarfirði
Þegar við kvöddum Lilju í Grundarfirði lét hún blaðamann Skessuhorn hafa þessa
bók til að skilja eftir á fjölförnum stað á Akranesi. Hér er bókin fyrir utan Bónus og
beið eftir nýjum eiganda.
Lilja Magnúsdóttir bókaálfur í Grundarfirði.