Skessuhorn - 12.06.2019, Blaðsíða 16
MIÐVIKUDAGUR 12. júNÍ 201916
Á hverju vori fara æðarbændur á
Mýrum að undirbúa varpið og bjóða
fuglana velkomna heim. Varpið og
dúnvertíð er nú í fullum gangi og
hjónin Sigurbjörg Helgadóttir
og Óskar Þór Óskarsson á Tröð-
um á Mýrum verja flestum sínum
stundum til dúntínslu á milli þess
að halda varginum frá æðarvarpinu
sem vissulega getur orðið ágeng-
ur. Blaðamaður Skessuhorns kíkti
í heimsókn til hjónanna í Tröðum
í blíðskaparveðri í vikunni sem leið
til að fræðast betur um æðarvarp-
ið og vinnuna sem fer í þessháttar
hlunnindabúskap.
Bjóða fuglinn
velkominn
„Ég byrja að undirbúa varpið í lok
apríl. Þá laga ég til sérstaklega þau
hreiður sem hafa aflagast nálægt
fjörunni, í grjótinu þar sem þær
vilja oft verpa í. Við reynum að
laga til fyrir þær, röðum upp stein-
um, setjum hey til að gera hreiðrin
heimilisleg og bjóðum æðarfugl-
inn þannig velkominn,“ segir Sig-
urbjörg um undirbúninginn.
Æðarfuglinn verpir nærri sjó og
er oft í stórum og þéttum hólm-
um. Hreiðrið er opið og fóðr-
að með dúni. Þegar kollan verpir,
sem er venjulega 4-6 eggjum í maí
til júní, þá fóðrar hún hreiðrið að
innan með æðardúni sem hún reit-
ir af brjósti sér. Þá kemur Sigur-
björg gangandi á milli hreiðra og
tínir dúninn í poka. „Ég er með
hey í einum poka og tíni dúninn
í annan. Þegar ég safna dúninum
þá passa ég að setja hey í staðinn
til að halda eggjunum hlýjum,“ út-
skýrir Sigurbjörg og bætir við að
stundum getur kollan orðið svolít-
ið frek við sig. „Yfirleitt fer fugl-
inn af hreiðrinu sjálfur en stundum
þarf ég að færa hana til að ná í dún-
inn og þá getur hún orðið eitthvað
pirruð við mig,“ segir Sigurbjörg
og hlær. Vorið hefur verið þeim
hjónum virkilega hliðhollt með
þurru og björtu veðri dag eftir dag.
„Besta veðrið er gott veður. Það er
ekki mikill vindur, ekki rigning og
ekki kalt. Það er til dæmis voða
leiðinlegt að taka dún í rigningu,
en maður lætur sig hafa það stund-
um. Í ár höfum við ekki þurft að
hafa áhyggjur því það hefur verið
svo mikill þurrkur.“
Vargurinn getur verið hvimleiður
í æðarvarpinu á Mýrum
Hjónin og æðarbændurnir að Tröðum sóttir heim
Hjónin í Tröðum, Óskar Þór Óskarsson og Sigurbjörg Helgadóttir.
Kollan verpir venjulega 4-6 eggjum í maí til júní. Dúnninn er grófhreinsaður á bænum áður en hann er sendur í frekari hreinsun.
Hérna gefur Sigurbjörg fuglinum mat og eru margir fuglanna duglegir að kíkja
við og fá sér smá snarl. Æðarfuglspar. Karlfuglinn er kallaður bliki sem er hér hægra megin og kvenfuglinn, kollan, er til vinstri.