Skessuhorn


Skessuhorn - 12.06.2019, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 12.06.2019, Blaðsíða 24
MIÐVIKUDAGUR 12. júNÍ 201924 Vörur og þjónusta R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 H P Pípulagnir ehf. Alhliða pípulagnaþjónusta Hilmir 820-3722 Páll 699-4067 hppipulagnir@gmail.com SK ES SU H O R N 2 01 8 Fyrir alla vigtun Húsarafmagn Töflusmíði Iðnaðarrafmagn Bátarafmagn Bílarafmagn RAFMAGN vogir@vogir.is Sími 433-2202 VOGIR Bílavogir Kranavogir Skeifuvogir Pallvogir Aflestrarhausar Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta Drei bréf - Boðsbréf Ritgerðir - Skýrslur Reikningar - Eyðublöð Umslög - Bréfsefni Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Getum við aðstoðað þig? sími: 437 2360 olgeirhelgi@islandia.is • Bílasprautun • Bílaréttingar • Framrúðuskipti BÍLASPRAUTUN VESTURLANDS S: 860-0708 • Smiðjuvellir 7, Akranesi • bv.sprautun@gmail.com Vinnum fyrir öll tryggingafélög Pennagrein Umsóknum í grunn- skólakennaranám við Háskóla Íslands fjölgaði um 45% á milli ára og umsóknum í meistara- nám í leikskólakennara- fræðum um 25%. „Það er verulega ánægjulegt að sjá þessa auknu að- sókn í þetta mikilvæga nám, sérstaklega í ljósi þess átaks sem staðið hefur yfir með stjórn- völdum varðandi það að laða fólk í kennaranám. Við hefðum að óbreyttu horft fram á kennara- skort hérlendis á næstu árum,“ seg- ir jón Atli Benediktsson, rektor HÍ. Kolbrún Þorbjörg Pálsdóttir, for- seti menntavísindasviðs HÍ, þakkar þessa auknu aðsókn sértækum að- gerðum stjórnvalda vegna kennara- skorts. Aðgerðirnar snúa að námsstyrkj- um til kennaranema og launuðu starfs- námi á lokaári náms- ins. „Góðir kennarar leiða uppbyggingu skóla sem skilar sér á margfaldan hátt til samfélagsins. Því er ákaflega dýrmætt að fleiri einstak- lingar sjái hin fjölbreyttu tækifæri og í raun ævintýri sem felast í því að starfa innan menntakerfisins,“ segir Kolbrún. Mest er fjölgunin í deild fag- kennarakennslu, þar sem hún er 54% á milli ára. Í deild kennslu- og menntunarfræða er fjölgunin hins vegar 25%. Umsóknir um grunn- nám í leikskólakennarafræðum eru svipað margar og í fyrra, en hafði fjölgað um 86% á árunum 2016 til 2018. „Það er hins vegar gríðarlega ánægjulegt að fjórðungsaukning er í umsóknum í meistaranám í leik- skólakennarafræði,“ segir Kolbrún. „Hér á Íslandi vantar nú þegar til starfa um 1.400 leikskólakennara en um þriðjungur starfsólks leik- skóla eru menntaðir leikskólakenn- arar.“ Kolbrún segir enn fremur að leiðbeinendum sem ráðnir hafa verið til kennslu í grunnskólum hafi einnig fjölgað verulega síðustu ár. Stefnir í að ríflega 600 leiðbeinend- ur starfi við kennslu á næsta skóla- ári. „Til að tryggja eðlilega nýliðun í stétt grunnskólakennara þarf að tvö- eða jafnvel þrefalda fjölda út- skrifaðra nema,“ segir hún. kgk Vald er víðtækt hugtak, getur átt við vald manns yfir eigin tilveru en lýsir líka stjórn eins eða fárra yfir mörgum með einhverskonar reglu- verki eða þegar verst lætur hótun- um og ofbeldi. Á Íslandi búa fáir og því að sumu leyti auðveldara að átta sig á valdboði og því hver fer með hvaða vald en gerist hjá fjöl- mennari þjóðum. Á síðustu öld glataði Þjóðkirkjan hluta af því valdi sem hún hafði haft um aldir. Að sumu leyti var þetta vald óformlegt í formi virðingar og undanlátssemi gangvart embættis- mönnum kirkjunnar en sumt vald var formlegt. Eitt var að prestar skírðu nær alla sem hér fæddust og höfðu vald til að neita að skíra menn því nafni sem foreldrar eða nánustu aðstandendur lögðu til að barn bæri. Meðan þetta vald var prestanna hugsa ég að flestir þeirra hafi litið svo á að þetta væri skylda þeirra, að hafa vit fyrir flá- ráðum foreldrum sem vildu víkja frá viðteknum hefðum. En menn hafa kannski ekki velt því fyrir sér að öðru leyti. Menn eru kosnir til embætta eða skipaðir í sveit og fá leiðbeiningar um hvað þeir eigi að gera, í hverju vald þeirra liggur. Nú verða þau skil að þetta vald er tekið af prestum með lögum árið 1996. Ég þekki ekki þá sögu en geri ráð fyrir að smátt og smátt hafi erlend áhrif haft í för með sér hægfara réttarbót í átt að auknu trúfrelsi og valdaafsali kirkjunnar. Mætti þá ætla að fólk væri laust við þessa nauð – að valdhafar þyrftu að leggja blessun sína yfir nafn afkom- endanna. Svo var þó ekki. Manna- nafnanefnd tók við af klerkastétt- inni. Prestur, ef hann skírði, vísaði nú málinu til mannanafnanefndar! Fróðlegt væri að vita hvernig þetta gerðist. Eins og fyrr segir er Ísland fámennt og valdið því oftar en ekki í hópum sem eiga sterk ítök á löggjafarsamkomunni. Einhverj- um hefur orðið ljóst að almenn- ingi væri ekki treystandi fyrir þessu einum og óstuddum valdboði, eða eins og lögin bera með sér hlytist af óreiða og kaos. Ekki er fráleitt að hafa reglur um nöfn, almenn- ar reglur um að ekki megi villa á sér heimildir með því að þykjast heita eitt í dag og annað á morg- un. En reglurnar eiga að tryggja að menn beri nöfn sem leiða ekki yfir þá óhróður og skítkast samborg- aranna. Hér hafa menn um langt skeið heitið eða verið þekktir undir allskonar nöfnum, flestir vita jafn- vel ekki skírnarnafn einhvers án þess að það þvælist fyrir – Dídí og Dúdú og Bjössi og Baddi. En í lög- unum verður til veruleiki sem lög- unum er ætlað að verja, jafnvel þó hann sé hvergi til nema í lagatext- anum. Á Íslandi er hægri umferð, síðan 1968. Árið 1703 var ekkert valdboð um það hvorum megin farið skyldi um vegi lands- ins enda þeir víð- ast hvar óglöggir slóðar og troðningar. Seinna komu skýrt afmarkaðir vegir og nauðsyn þess að setja um þá umgengnisregl- ur varð ljós – fyrirmyndin til í út- löndum og við fengum umferðar- lög. Tímarnir breytast en það er segin saga að valdaafsal vefst fyrir mönnum meira en margt annað. Mannanafnanefnd er þó að vissu leyti einsdæmi, afar stór hluti þjóð- arinnar sér að hún er hjákátleg í besta falli en til ama þeim sem vilja nefna börn nöfnum sem ekki hljóta þar náð. Og einn og einn stríðir nefndinni og fangar athygli ríkis- rekinna fjölmiðla með því að segj- ast vilja heita Gunna en heitir jón. Má maður éta hrossakjöt? Eða pillur sem gera hann rænulausan? Við erum enn föst í sama fari og Þorgeir Ljósvetningagoði leiddir okkur í fyrir 1000 árum, megum blóta á laun en skal refsað ef upp kemst. Þar sem hafið er yfir vafa að lög eru ósanngjörn og úrelt ættu menn hinsvegar, valdhafar, að sjá sóma sinn í að láta af afskiptasem- inni. Hvað á það að þýða að starfs- menn ríkisfjölmiðils tali um að „met hafi verið brotið“ á sama tíma og annar opinber aðili þykist þess umkominn að hafna nafni af því það samrýmist ekki íslensku máli! Finnbogi Rögnvaldsson Atvinnuveganefnd afgreiddi á þriðjudag í síðustu viku aðgerða- áætlun um matvælaöryggi og vernd búfjárstofna auk frumvarps sjávar- útvegs- og landbúnaðarráðherra þar sem tekið er á dómum EFTA dómstólsins um svokallaða fryst- iskyldu. Þessi mál koma til umræðu í þinginu núna á næstu vikum. Ís- land hefur verið dæmt fyrir Hæsta- rétti og EFTA dómstólnum fyrir að hafa ekki staðið við skuldbindingar sínar um afnám frystiskyldu á inn- fluttum matvælum og öllum okkar málsvörnum hafnað. Við því verða ábyrg stjórnvöld að bregðast. Aðgerðaráætlun ráðherra sem fylgdi málinu var í grunninn afar góð, en ég tel að nú sé búið að út- færa hana enn betur. Áætlað er að hrinda í framkvæmd aðgerðum til að efla matvælaöryggi frá því sem nú er, að tryggja vernd búfjár- stofna og bæta samkeppnisstöðu innlendrar matvælaframleiðslu. Sú áætlun fór í samráð áður en málið kom til Alþingis og var aðgerðum bætt við eftir það samráð. Við þinglega meðferð málsins kom betur í ljós hversu mikil ógn er fólgin í sýklalyfjaónæmi. Það er í rauninni eitt af stóru heilbrigð- ismálum 21. aldarinnar. Ef fram heldur sem horfir og sýklalyfja- ónæmi breiðist út, þá munu sjúk- dómar sem læknavísindin höfðu kveðið niður verða á ný stórhættu- legir. Um þetta eru allar alþjóða- stofnanir sammála sem um það hafa fjallað. Frystiskyldan sem slík dregur ekki úr sýklalyfjaónæmi. En vegna þess hve innflutningur af kjöti hefur aukist hratt síðustu ár þá tel ég að það sé tími til kominn að grípa til aðgerða. Þess vegna hefur verið ákveðið að setja ofurbakteríur í matvælum á dagskrá með skýrari hætti en hef- ur verið gert. Ríkisstjórnin kynnti afar skýrar og metnaðarfullar að- gerðir í þeim efnum í dag. Ísland á vera í fararbroddi í aðgerðum til að koma í veg fyrir útbreiðslu sýkla- lyfjaónæmra baktería og koma þarf í veg fyrir að ákveðnar tegundir sýklalyfjaónæmis berist hingað til lands með matvælum og svo fram- vegis. Ljóst er að frystiskyldan varðar lýðheilsu landsins þegar kemur að kampýlóbakter í alifuglakjöti. Eft- ir afnám hennar þurfa innflutn- ingsaðilar að framvísa vottorði um að ekki hafi greinst kampýlóbak- ter í alifuglakjöti sem þeir hyggj- ast setja á markað hér á landi. Hið sama mun gilda um salmónellu í alifuglakjöti. Einnig er unnið að því að fá sambærilegar tryggingar í nauta- og svínakjöti. Þannig mun matvælaöryggi verða betra eftir af- nám frystiskyldunnar heldur en fyrir hvað varðar þessa sjúkdóma. Það sem einnig er lykilatriði, er að þessu sinni verða þær varnir lög- legar. Samkeppnisstaða landbúnaðar Samkeppnisstaða landbúnaðar er viðvarandi verkefni. Þar tel ég grundvallaratriði að íslensk mat- vælaframleiðsla keppi við inn- flutta á sanngjarnan hátt. Taka verður á merkingum matvæla en það er óþolandi ástand þegar öll- um brögðum er beitt til þess að fela raunverulegan uppruna matvæla, með smáu letri og slíkum æfingum. Sú vinna er í gangi í atvinnuveg- aráðuneytinu í samstarfi við hags- munaaðila. Þá tel ég að rannsóknir og ný- sköpun séu lykilatriði til þess að standa vörð um samkeppnishæfni íslenskra bænda. Bæta verður við fjármunum í þá sjóði sem snúa að landbúnaði og hugsanlega þarf að yfirfara hvernig þeim er best beitt. Þannig verði leyst úr læðingi sá kraftur og sköpunargleði sem býr í íslenskum bændum. Greina þarf þróun í alþjóðlegu viðskiptaum- hverfi gagnvart landbúnaði og þær kröfur sem við leggjum á framleið- endur hérlendis og máta við þær kröfur sem eru gerðar erlendis. Þar má nefna aðbúnað dýra, tollavernd og lyfjanotkun. Þannig þurfum við að ná betri yfirsýn yfir það sem hef- ur gerst síðustu áratugi og hvernig við náum best að sækja fram. Ég tel að með því að afgreiða þessi tvö mál séum við að stíga fram á veginn. Við deilum ekki við dómarann. Við setjum metnaðar- full markmið í því hvernig við ætl- um að vera í fremstu röð í matvæla- öryggi. Lilja Rafney Magnúsdóttir Höfundur er þingmaður Vinstri grænna og formaður atvinnuvega- nefndar Alþingis. Vald Mikil aðsókn í kennaranám Piltar á leið í skólann. Ljósm. úr safni/ tfk. Pennagrein Átak til eflingar lýðheilsu

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.