Skessuhorn - 12.06.2019, Blaðsíða 20
MIÐVIKUDAGUR 12. júNÍ 201920
Guðrún Magnea Magnúsdóttir tók
á móti blaðamanni Skessuhorns í
Ráðhúsi Stykkishólms á föstudags-
morgun. Við röltum yfir götuna og
fáum okkur sæti á litlu sætu kaffi-
húsi og ræðum um lífið, vinnuna og
sérstaka ferð sem Guðrún Magnea
fór til Azoreyja fyrir fáeinum vik-
um. Guðrún Magnea er Hólmari í
húð og hár. Hún ólst upp í Stykk-
ishólmi, lauk námi við Fjölbrauta-
skóla Snæfellinga í Grundarfirði
og hélt svo í höfuðborgina þar sem
hún lærði mannfræði við Háskóla
Íslands. Að því loknu var Danmörk
næsti viðkomustaður þar sem Guð-
rún Magnea lauk mastersnámi í
þróunarfræði og alþjóðatengslum.
Fyrir nærri tveimur árum flutti
hún aftur heim í Hólminn þar sem
hún tók við starfi verkefnastjóra
hjá Umhverfisvottun Snæfellsness.
„Það er alveg merkilegt að þegar
maður var yngri gat maður varla
beðið eftir því að komast úr Hólm-
inum og flytja í bæinn eða eitthvert
annað. En svo er maður bara kom-
inn hingað aftur og vill helst hvergi
annars staðar vera,“ segir Guðrún
Magnea og hlær. „Mér og mann-
inum mínum líður mjög vel hér í
Hólminum en það hefur líka mik-
ið breyst á Snæfellsnesi frá því við
vorum krakkar, og við höfum líka
breyst,“ segir hún en maðurinn
hennar, Snæbjörn Aðalsteinsson, er
sjálfur uppalinn í Ólafsvík. „Það má
segja að við hittumst á miðri leið,
en við kynntumst í Fjölbrautaskóla
Snæfellinga í Grundarfirði,“ segir
hún og brosir.
EarthCheck
vottun í tíu ár
Umhverfisvottunarverkefni Snæ-
fellsness var fyrst myndað af sveit-
arfélögunum fimm á Snæfellsnesi
auk Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls í
þeim tilgangi að gera betur í sín-
um störfum til að standa vörð um
umhverfið. Hófst þá mikil vinna til
að fá umhverfisvottun EarthCheck
samtakana en til þess þurftu sveit-
arfélögin að sýna fram á að vinna
markvisst að sjálfbærari starfshátt-
um. Það var svo 8. júní 2008 sem
Snæfellsnes hlaut umhverfisvott-
unina og voru þá fyrstu sveitar-
félögin í Evrópu og þau fjórðu í
heiminum til að hljóta slíka vottun.
„Þetta er ekki svona vottun sem þú
getur fengið og hefur svo bara alltaf
eftir það. Vottunin er endurskoðuð
á hverju ári svo það þarf stöðugt að
sýna fram á úrbætur,“ segir Guðrún
Magnea. Snæfellsnes hefur haldið
sinni vottun og vinna sveitarfélögin
að því að svo verði áfram og kem-
ur þar starf Guðrúnar Magneu inn.
„Ég held í rauninni utan um fram-
kvæmd vottunarverkefnisins undir
umsjón Náttúrustofu Vesturlands;
söfnun gagna, mat á frammistöðu,
úttektir og úrvinnslu úrbóta. Allt að
sjálfsögðu í samstarfi við sveitarfé-
lögin. Auk þess veiti ég ráðgjöf og
fræðslu um umhverfismál og verk-
efnið almennt. Eftir hverja úttekt
í tengslum við vottunina fáum við
athugasemdir um hvaða úrbætur
við gætum gert og þá vinn ég með
sveitarfélögunum út frá því. Ég
fer yfir hvernig mætti bæta þessa
ákveðnu hluti. Ef við tökum sem
dæmi að sorpið sem við sendum í
urðun hefur aukist á milli ára og
fer yfir ákveðnar lágmarkskröfur þá
verðum við að bregðast við og finna
leiðir til að draga aftur úr sorp-
magni til urðunar. Við, ég og sveit-
arfélögin, vinnum mikið með tölur
í þessu sambandi. Við horfum helst
í tölur um úrgang, bæði til endur-
vinnslu og urðunar og tölur sem
sýna orku- og vatnsnotkun. Svo eru
aðrar tölur sem tengjast bara sveit-
arfélaginu eins og tölur um inn-
kaupa á hreinsivörum og pappír.
Það er markmið sveitarfélaganna
að draga úr notkun og líka að auka
hlutfall umhverfismerktra vara,“
útskýrir Guðrún Magnea.
Mikilvægt að sóa
ekki orkunni
„Varðandi umhverfismál getum við
ekki stjórnað fólki og fyrirtækjum
en við getum sjálf stjórnað neyslu
og mengun sveitarfélaganna sjálfra
og við getum haft áhrif á hina. Við
getum sýnt fordæmi, verið með
fræðslu og vakið athygli á þeim
hlutum sem mætti bæta eins og til
dæmis að vekja athygli á flokkun og
mikilvægi þess að draga úr orku-
notkun,“ segir Guðrún Magnea og
bætir því við að mikilvægt sé að Ís-
lendingar fari sparlega með sína
orku þó hún þyki umhverfisvænni
en orka hjá mörgum öðrum þjóð-
um. „Ég held að Íslendingar eigi
það til að réttlæta orkusóun sína því
við erum með vatnsorku og vitum
hvernig orka er framleidd í öðrum
löndum. Við Íslendingar erum líka
duglegir að auglýsa okkar hreinu
orku. En þó við séum með vatns-
orku er óþarfi að sóa henni og vera
kærulaus með notkunina. Birting-
armynd orkunnar okkar er vissu-
lega hrein, en við verðum að átta
okkur á því að við losum alltaf gróð-
urhúsalofttegundir við framleiðslu
á orkunni. Það er ýmislegt annað
sem tengist orkunni en vatnið sjálft.
Röskun á landi til virkjunar og kerf-
ið í heild, flutningur, vinnsla, bygg-
ingar og annað slíkt sem liggur að
baki orkuframleiðslu losar gróður-
húsalofttegundir,“ segir hún.
Tíu tonn af rusli
Til að hljóta EarthCheck vottun
á hverju ári þurfa sveitarfélögin á
Snæfellsnesi að vinna eftir fyrir-
fram ákveðnum staðli fyrir hvert ár.
„Staðallinn er byggður á tólf lykil-
sviðum og við ákveðum hvaða lyk-
ilsvið við ætlum að vinna eftir á
hverju ári. Það er margt sem má
bæta og margt sem okkur langar að
gera en staðreyndin er að það verð-
ur ekki allt gert í einu. Við þurf-
um að vinna eftir ákveðinni kostn-
aðaráætlun og forgangsraða hlut-
um eftir því. Við höfum mikið ver-
ið að fókusa á félags- og menning-
armál og stjórnun á úrgangi í föstu
formi. En það er margt fleira sem
þarf að gera líka með tímanum og
er fræðsla um vatns- og orkunotk-
un og notkun jarðefnaeldsneytis
hluti af því.“
Aðspurð segir Guðrún Magnea
margt hafa breyst í umhverfismál-
um á Snæfellsnesi síðan hún tók við
starfinu fyrir nærri tveimur árum.
Hún segist fyrst og fremst finna
fyrir því að samstaða íbúa, fyrir-
tækja og sveitarfélaga sé að aukast
og samstarfið sé orðið öflugt í dag.
„Ég get skrifað pistla út í eitt og
haldið fyrirlestra en raunveruleg
auðlind okkar í umhverfismálum er
fólkið og viðhorfið í samfélaginu.
Sem dæmi má nefna að á Norræna
strandhreinsunardeginum í apríl
komu um 100 manns á Snæfellsnesi
saman á fjórum svæðum og tíndu
meira en tíu tonn af rusli á svæðinu.
Þegar maður horfði yfir ruslið sást
að margt af þessu var gamalt rusl
svo það má segja að fólk hafi kom-
ið þarna saman og tínt upp gamlar
syndir,“ segir Guðrún Magnea og
hlær. „Þetta var ótrúlega öflugur
hópur fólks sem mætti og það var
virkilega ánægjulegt að sjá hversu
vel til tókst.“
Boðið á ráðstefnu á
Azoreyjum
Eins og fyrr segir fór Guðrún
Magnea til Azoreyja fyrir nokkrum
vikum. Það var verkefnastjóri á um-
hverfisvottunarsviði þar í landi sem
bauð Guðrúnu Magneu að koma á
ráðstefnu og halda þar erindi um
EarthCheck verkefnið á Snæfells-
nesi. „Azoreyjar eru í vottunar-
ferli, en það getur tekið nokkur ár.
Þau héldu ráðstefnu um umhverfis-
mál og sjálfbæra ferðaþjónustu og
langaði að bjóða fulltrúa frá evr-
ópsku svæði til að koma og kynna
sína reynslu af vottunarferlinu og
því hvernig hægt er að mæta aukn-
um fjölda ferðamanna. Á Azoreyj-
um er ferðamannastraumur svipað-
ur og hér og þau eru að glíma við
mikla aukningu á stuttum tíma eins
og við. Þau vilja bregðast við þess-
um aukna fjölda ferðamanna á sjálf-
bæran hátt og gera það vel frá upp-
hafi. Ég sagði þeim frá okkar áskor-
unum og því hvernig við höfum
gert hlutina hér, bæði í vottunar-
ferlinu öllu og við að mæta auknum
ferðamannastraumi,“ segir Guðrún
Magnea. Aðspurð segir hún Azo-
reyjar standa framarlega á mörg-
um sviðum í umhverfismálum en
að annað þurfi að bæta. „Um 30%
allra skóla á Azoreyjum eru með
grænfána. Það er mjög gott flokk-
unarkerfi á sorpi og almennt virðast
þau mjög meðvituð um umhverfis-
mál. Það er fyrst og fremst ferða-
mannaiðnaðurinn sem er áskor-
un hjá þeim. Þau hafa ekki náð að
byggja upp innviði jafn óðum og
glíma við vandamál tengt því. Þau
þurfa til dæmis að bæta bílastæða-
mál, leggja göngustíga, setja upp
ruslatunnur víðar. Ég fann það vel
þegar ég kom til Azoreyja hvað við
höfum í rauninni gert margt gott
hér heima. Við höfum verið dug-
leg að bæta innviði tengd ferða-
þjónustu hér á Snæfellsnesi, bæði
hvað varðar upplýsingaveitu og að-
stöðu. Enn er verið að betrumbæta
vinsæla áningastaði hér á svæðinu
og ég held að við verðum komin
með nokkuð góðar aðstæður við
alla helstu ferðamannastaði á Snæ-
fellsnesi á næstu misserum, en það
er samt alltaf hægt að gera betur,“
segir Guðrún Magnea.
arg/ Ljósm. úr einkasafni.
Þó landslagið á Azoreyjum gat minnt á Ísland var það líka mjög frábrugðið á
öðrum svæðum.
„Raunveruleg auðlind okkar í umhverfismálum er fólkið“
- segir Guðrún Magnea Magnúsdóttir, verkefnastjóri hjá Umhverfisvottun Snæfellsness
Guðrún Magnea Magnúsdóttir, verkefnastjóri hjá Umhverfisvottun Snæfellsness,
með höfnina í Stykkishólmi í baksýn. Ljósm. arg
Guðrún Magnea fór til Azoreyja á ráðstefnu fyrir fáeinum vikum þar sem hún
kynnti EarthCheck verkefnið á Snæfellsnesi.
Stórbrotið landslag á Azoreyjum.
Guðrún Magnea sagði margt í landslagi Azoreyja minna á landslag á Íslandi.