Skessuhorn - 12.06.2019, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 12. júNÍ 2019 19
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
9
Viltu vinna
með börnum?
Leitað er eftir dagforeldrum til starfa á Akranesi
fyrir komandi haust.
Dagforeldrar starfa eftir reglugerð Félagsmálaráðuneytis um
daggæslu barna í heimahúsi. Dagforeldrar eru sjálfstæðir
verktakar en Akraneskaupstaður hefur umsjón og eftirlit með
starfsemi þeirra.
Réttindanámskeið fyrir verðandi dagforeldra hefur verið haldið
af Námsflokkum Hafnarfjarðar og Akraneskaupstaður
niðurgreiðir hluta af námsgjaldi.
Nánari upplýsingar veitir verkefnastjóri á skóla- og frístundasviði
Akraneskaupstaðar í síma 433-1000, einnig er hægt að senda
fyrirspurnir á netfangið skoliogfristund@akranes.is
Nýr Bárður SH var sjósettur í
Danmörku fimmtudaginn 6. júní
en hann hefur verið í smíðum hjá
Bredgaard Bådeværft í Rødbyhavn
þar í landi. Pétur Pétursson út-
gerðarmaður var viðstaddur sjó-
setninguna ásamt eiginkonu sinni
Lovísu Sævarsdóttur og Pétri syni
þeirra.
Nýr Bárður er 26,9 metra lang-
ur og sjö metra breiður með 2,5
djúpristu. „Mér er sagt að þetta
sé stærsti trefjaplastbáturinn sem
hefur verið smíðaður fyrir íslenska
útgerð og ég held að það sé alveg
hárrétt,“ segir Pétur eldri í samtali
við Skessuhorn. Hann segir næstu
verkefni vera frágang á mastri og
vindum og ýmsum rafmagnsbún-
aði. Síðan er áætlað er að báturinn
verði tilbúinn til prufukeyrslu um
mánaðamótin. „Þá taka við væntan-
lega um það bil fjögurra daga próf-
anir á bátnum. Þegar búið verður
að hallaprófa bátinn og prufukeyra
fær hann haffærnisskírteini,“ seg-
ir hann. Að svo búnu verður nýja
Bárði siglt til Hanstholm á Norð-
ur-jótlandi þar sem vinnslubúnaði
verður komið fyrir á dekki bátsins.
„Það verk kemur til með að taka
nokkra daga, kannski tíu til fimm-
tán daga. Ef allt gengur vel þá gera
áætlarnir ráð fyrir að báturinn verði
kominn heim til Ólafsvíkur í end-
ann júlí,“ segir Pétur Pétursson að
endingu. kgk
Fermingarsystkini frá Ólafsvík
fögnuðu 65 ára fermingarafmæli
sínu síðastliðinn fimmtudag. Þau
fermdust níu saman 30. maí 1954
í gömlu Ólafsvíkurkirkju hjá séra
Magnúsi Guðmundssyni frá Þyrli.
Þetta eru þau Kristbjörg Elías-
dóttir, Svava Alfonsdóttir, Guðrún
Tryggvadóttir, Aðalheiður Krist-
jánsdóttir, Bragi Eyjólfsson, Þor-
leifur Markússon, Ögmundur Run-
ólfsson, Sævar Þór jónsson og
Hulda Ingvadóttir.
„Við fórum á Norðurbakkann
í Hafnarfirði þar sem við fengum
þessa fínu súpu, kaffi og tertu á eft-
ir. Síðan var bara spjallað og hleg-
ið og rifjaðir upp gamlir og góðir
tímar, það er alveg númer eitt,“ seg-
ir Ögmundur í samtali við Skessu-
horn. „Þorleifur gat reyndar ekki
verið með okkur né Hulda, sem býr
í Svíþjóð. En hópurinn hefur alltaf
haldið sambandi og við erum öll á
lífi í dag, sem er ekki sjálfgefið. Frá
því við héldum upp á 50 ára ferm-
ingarafmælið árið 2004 höfum við
hist á fimm ára fresti og við ætlum
að halda þessu áfram, en kannski
látum við líða styttri tíma fram að
næstu samkomu,“ segir Ögmundur
að endingu.
kgk
Nú standa yfir gatnaframkvæmdir á
Sandholti í Ólafsvík, en þær hófust
þriðjudaginn 28. maí síðastliðinn.
Verið er að taka götuna upp, lag-
færa hana og endurnýja.
Stefnt er að því að sá hluti göt-
unnar sem verður endurnýjaður í
þessum áfanga verði tilbúinn und-
ir malbik seinna í sumar, að því er
fram kemur á Facebook-síðu Snæ-
fellsbæjar.
Það er fyrirtækið TS Vélaleiga
ehf. sem annast verkið. kgk
Hópurinn hefur hist á fimm ára fresti frá árinu 2004. Hér eru fermingarsystkinin á 60 ára fermingarafmæli sínu árið 2014.
Í fremri röð eru þau Kristjbörg Elíasdóttir, Svava Alfonsdóttir, Guðrún Tryggvadóttir, Aðalheiður Kristjánsdóttir og Sævar
Þór Jónsson. Fyrir aftan standa Bragi Eyjólfsson, Þorleifur Markússon og Ögmundur Runólfsson. Á myndina vantar Huldu
Ingvadóttur. Ljósm. úr safni/ af.
Fögnuðu 65 ára fermingarafmæli
Framkvæmdir á Sandholti
Frá gatnaframkvæmdum á Sandholti í
Ólafsvík. Ljósm. TS Vélaleiga.
Frá sjósetningu Bárðar SH síðastliðinn fimmtudag.
Ljósm. Bredgaard Bådeværft.
Búið að sjósetja nýja Bárð